Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Framkoma Reykjavíkurborgar í garð eigenda flugskýla í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli hefur vakið furðu hjá Alfhild Nielsen, talsmanni hagsmunaaðila á svæðinu. „Af hálfu Reykjavíkurborgar liggja fyrir skipulagsáætlanir sem miða að því að breyta Flug- garðasvæðinu í íbúabyggð. Hér virð- ist stefnt að eignaupptöku á mann- virkjum en Reykjavíkurborg hefur lítið sem ekkert samráð haft við þing- lýsta eigendur mannvirkja á svæð- inu,“ segir Alfhild en samþykkt var nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í borg- arstjórn í síðustu viku sem gerir ráð fyrir því að öll flugstarfsemi víki af svæðinu strax á næsta ári. „Hér er verið að setja allt kennslu- og einka- flug á landinu í uppnám. Það flug hef- ur ekki verið velkomið á Keflavík- urflugvöll og því á það ekki í nein önnur hús að venda eins og stendur.“ Mikil starfsemi er í Fluggörðunum en þar eru um 85 flugvélar á hverjum tíma í rúmum 8.000 fermetrum og að starfsemi svæðisins koma mörg hundruð manns að sögn Alfhildar. Á ekki að koma á óvart S. Björn Blöndal, varaborg- arfulltrúi Besta flokksins og aðstoð- armaður borgarstjóra, segir nýsam- þykkt deiliskipulag vera í samræmi við áform Reykjavíkurborgar um framtíðarnýtingu flugvallarsvæð- isins. „Bæði í síðasta aðalskipulagi og núgildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn fari og fleiri en eitt samkomulag hefur verið gert við innanríkisráðuneytið um að kennslu og einkaflug flytji annað,“ segir Björn. Spurður um mögulega eignaupp- töku á svæðinu segist hann ekki geta svarað því á þessu stigi málsins. „Ekkert mat liggur fyrir um verð- mæti eigna á svæðinu og ég get ekki svarað því núna hvort og þá hvernig staðið verður að eignaupptöku.“ Virðingar- og skilningsleysi Fulltrúar Félags íslenskra einka- flugmanna, FÍE, og hagsmunaaðila á Fluggörðum, Bygg á BIRK, áttu fund með borgarstjóranum í Reykja- vík, Jóni Gnarr, og S. Birni Blöndal, aðstoðamanni hans, vegna málsins. Alfhild segir félögin hafa mætt litlum skilningi á fundinum. „Við fengum þau skilaboð að Fluggarðar væru ekki á skipulagi og ættu að víkja og um það var ekkert hægt að ræða frekar. Eins var okkur sagt að starf- semin væri öll lóðalaus og við gætum því búist við því að málið færi í lög- fræðinga með öllum þeim mála- rekstri sem því fylgir,“segir Alfhild en hún telur borgina hafa sýnt af- stöðu Fluggarðanna virðingar- og skilningsleysi. Segir framgöngu borgarinnar harða  Öll starfsemi Fluggarða á Reykjavíkurflugvelli á að víkja á næsta ári samkvæmt nýju deiliskipulagi  Talsmenn hagsmunaaðila á Fluggarðasvæðinu segjast mæta skilningsleysi borgaryfirvalda Morgunblaðið/RAX Vinna Mikil starfsemi fer fram á svæði Fluggarða á Reykjavíkurflugvelli. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Jörundur hundadagakonungur, nýr veitingastaður í Austurstræti í Reykjavík, verður opnaður á næstu dögum. Það er Þórir Gunnarsson sem stendur að rekstrinum, en veit- ingastaðurinn verður alhliða mat- sölustaður með áherslu á skjóta af- greiðslu fyrir fólk sem er á ferðinni í miðbænum. Starfsemin er í húsinu að Austurstræti 22, en þar hafðist Jörundur hundadagakonungur við þá daga sem hann var ríkti sem kon- ungur á Íslandi sumarið 1809. Prag, Harpan og Jörundur Umrætt hús, sem var breytt til og frá í tímans rás, eyðilagðist í elds- voða vorið 2007. Var svo endurreist sem stokkhús og var gerð hússins frá 1850 þá höfð sem fyrirmynd. „Í ljósi sögunnar kom aldrei annað til greina en að kenna staðinn við Jörund,“ segir Þórir Gunnarsson sem hefur verið viðloða veitinga- starfsemi í hálfa öld. Hefur starfað í Tékklandi frá 1990 en er nú snúinn heim. Hafði veitingarekstur í ráð- stefnu- og tónlistarhúsinu Hörpunni með höndum um nokkurt skeið og fram á síðasta sumar þegar hann sneri sér að Jörundi. Matbúa og leggja á borð „Við bíðum eftir að fá formleg leyfi í hendur. Erum með allt tilbúið og getum farið að leggja á borð og matbúa,“ sagði Þórir. Veitingastað- inn segir hann munu verða opnaðan snemma dags og þá verði staðgóður morgunverður á boðstólum. Kaffi og brauðmeti um miðjan daginn en ýmsir skjótframreiddir réttir í há- deginu og á kvöldin. Nefnir Þórir þar sérstaklega fiskisúpu úr ís- lensku sjávarfangi, en slíka var Þórir með á boðstólum í Prag og naut hún þar vin- sælda. Annars verður mat- seðillinn mjög fjölbreyttur og bjórinn Jörundur, sem Víf- ilfell sérbruggar fyrir staðinn, á væntanlega eftir að gera góða lukku meðal gesta. Konungurinn snýr aftur  Jörundur hundadagakonungur er nýr veitingastaður við Lækjartorg  Með sérbruggaðan bjór í endurbyggðu húsi Morgunblaðið/Ómar Austurstræti Þórir Gunnarsson veitingamaður við merki staðarins sem verður bæði öl- og matstofa í hjarta borgar. Þorskverð hefur verið lágt á fisk- mörkuðum síðustu vikuna og með- alverð fyrir kíló af óslægðum þorski var í gær tæplega 213 krón- ur. Birgir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Icelandic Ný- Fiski í Sandgerði, segir að verð fyrir ferskan fisk erlendis hafi lækkað nú í byrjun apríl og það eigi þátt í lægra verði á fiskmörkuðum. Hann telur aðeins um tímabundna lækkun að ræða. Birgir segir að þessa vikuna séu skólaleyfi í Bretlandi og víða á meginlandi Evrópu. Margir séu því á faraldsfæti og það hafi áhrif til lækkunar á fiskverði. Einnig hafi talsvert framboð ver- ið á fiski á mörkuðunum undanfarið þrátt fyrir veiðibann á grunnslóð vegna hrygningar þorsksins, en það leiði alla jafna til lækkunar á mörkuðum. Það teljist til tíðinda á þessum vetri, sem hafi einkennst af ótíð, að nú hafi bátar getað róið tíu daga í röð og aflað ágætlega. „Í raun hefur verðið hér innan- lands ekki verið óeðlilegt síðustu daga og því kannski réttara að tala um leiðréttingu en lækkun,“ segir Birgir. Hann segir að lágt verð fyr- ir stærsta þorskinn hafi vakið at- hygli undanfarið og það dragi með- alverðið niður. aij@mbl.is Lágt verð fyrir þorsk á mörkuðum Sá guli Meðalverð fyrir þorsk hefur verið rúmar 200 krónur undanfarið.  Skólaleyfi í Evrópu hafa áhrif á fiskverð Hinn danski Jörgen Jörgensen fór ungur í heimshornaflakk. Snéri til Danmerkur árið 1807 og þá var skollið á stríð milli Dana og Breta. Hafði Jörundur þá gerst mikill aðdáandi alls á Bret- landi og þar hitti hann íslenskan kaupmann, Bjarna Sívertsen, sem sagði honum frá mögu- leikum á Íslandi. Jörundur ákvað að fara til Íslands og þegar hing- að kom vorið 1809 tóku Jör- undur og félagar höndum Trampe greifa, æðsta full- trúa danskra yfirvalda. Þeir aftengdu embætt- ismenn, lækkuðu skatta og fleira. Öllu var stýrt úr Austurstræti 22 en í ágúst var ævintýrabylt- ingin brotin á bak aftur. Lækkaði skatta ÆVINTÝRAMAÐUR Lögmannsstofan LEX hefur haft til skoðunar eignarréttarlega stöðu flugskýla í Fluggörðum á Reykjavíkuflugvelli fyrir Byggá- BIRK. Í niðurstöðum LEX kemur fram að við útgáfu byggingar- leyfa gerði Reykjavíkurborg enga fyrirvara um að lóðarrétt- indi væru tímabundin. Þá er ljóst að 14 af 17 flugskýlum hafa staðið í fullan hefðartíma sbr. 2. gr. hefðarlaga. Í því sambandi er vísað til dóms Hæstaréttar frá 2002 þar sem niðurstaðan var sú að stofnast hefði til hefðar að lóð undir mannvirki á flug- vellinum enda hafði það staðið þar lengur en 20 ár. Hafa staðið í hefðartíma LÖGFRÆÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.