Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 16
SKIPULAGSMÁL SAMGÖNGUR Í REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Margar tillögur eru af veitingum á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að panta einstaka rétti eða eftir óskum. Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is ·www.veislulist.is Veitingar í erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahús. Skútan FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nær til ársins 2030, er mikil áhersla lögð á að efla almennings- samgöngur og hjólreiðar á kostnað einkabílsins sem er ríkjandi sam- gönguform í dag. Stefnt er að því að breyta umferðarkerfi borgarinnar í heild og um leið ferðavenjum al- mennings. Notkun einkabílsins er sögð valda mengun og fjárhagslegri sóun. Hún stríði gegn því vistvæna samfélagi sem þurfi að skapa. Raunar hefur þegar verið hafist handa um að þrengja að einkabíln- um með því að hætta við byggingu stórra umferðarmannvirkja eins og mislægra gatnamóta innan borgar- markanna, með markvissri fækkun bílastæða í borginni, jafnt við íbúð- arhús sem fyrirtæki, og þrengingu gatna til að greiða fyrir akstri stræt- isvagna og reiðhjóla. Þetta á eftir að stóraukast á næstu árum sam- kvæmt aðalskipulaginu. Þegar haft er í huga hve einkabíll- inn er stór hluti af daglegu lífi þorra borgarbúa má undrast hve þessi stefna og markmið hafa hlotið litla athygli miðað við margt léttvægara í þjóðfélagsumræðunni. Ef til vill má segja að meginmunurinn á aðal- skipulagshugmyndum fyrri ára og hinu nýja skipulagi sem borgar- stjórn afgreiddi í febrúar sé sá að áður hafi skipulagið elt borgar- og þjóðlífsþróunina en nú eigi að veita þróuninni viðnám og snúa henni við. Það mun áreiðanlega kosta átök. Vistvænar samgöngur Í kafla um vistvænar samgöngur í nýja aðalskipulaginu segir: „Gang- andi og hjólandi umferð þarf ásamt almenningssamgöngum að setja í forgang á kostnað einkabílsins, sér- staklega þegar um styttri vega- lengdir er að ræða. Í sjálfbæru sam- félagi þarf fólk að hafa tækifæri til að sækja vinnu og heimsækja vini og vandamenn án þess að þurfa á einkabíl að halda. Ofuráhersla á einkabílinn er ein meginorsökin fyr- ir aukinni mengun og ónæði í hverf- um borgarinnar. … Fólk á að hafa aðgengi að þjónustu og verslun nær umhverfi sínu án þess að þurfa að reiða sig á einkabíl til ferðarinnar.“ Í sama kafla segir ennfremur: „Hefðbundin viðmið um fjölda bíla- stæða á hverja íbúð þarf að endur- skoða. Yfirdrifið framboð af fríum og ódýrum bílastæðum dregur úr vilja fólks til að nýta sér almenn- ingssamgöngur, jafnvel þótt þær séu góðar. Draga þarf úr viðmiðum um fjölda bílastæða og fækka þeim verulega, sérstaklega á nýbygging- arreitum, og setja kvaðir á fyrirtæki og stofnanir um að taka upp bíla- stæðagjöld.“ Þá er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir forgangi gangandi og hjólandi umferðar á öllum helstu götum borgarinnar til að auka ör- yggi við þess háttar ferðamáta. Stefnt er að á tímabili aðal- skipulagsins hafi hlutfall almenn- ingssamgangna í ferðum til vinnu og frá aukist í 12% og hlutdeild gang- andi og hjólandi umferðar í 30%. Þetta er umtalsverð aukning og þýð- ir að gert er ráð fyrir því að þús- undir Reykvíkinga breyti daglegum ferðavenjum sínum. Þegar hafist handa Hin nýja samgöngustefna er reyndar ekki aðeins stefnuskrá eða orð á blaði. Á kjörtímabili núverandi meirihluta Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar í borgarstjórn hefur verið hafist handa um að framfylgja stefnunni. Margt af því sem gert hefur verið nýtur almenns stuðn- Markvisst þrengt að einkabílnum  Borgaryfirvöld ætla að stórefla almenningssamgöngur og hjólreiðar Fyrir áratug eða svo var það aðeins örlítill minnihluti Reykvíkinga sem fór hjólandi til vinnu eða annarra erinda. Könnun um síðustu aldamót sýndi að hjólreiðar voru innan við 1% af öllum ferðum sem farnar voru innan borgarinnar. Á þessu sviði hafa orðið mikil umskipti á síðustu árum. Nýjasta könnunin sýnir að hlutdeild reiðhjólanna er orðin tæp 5% af öllum ferðum. Það er meira en í mörgum stórborgum vestanhafs og austan, þótt hlut- fallið sé að sönnu víðsfjarri því sem þekkist í frægum hjólaborgum ná- grannalandanna. Ekki kemur á óvart að mest er reiðhjólanotkunin í hinum grónu hverfum í vest- urhluta Reykjavíkur þar sem mun auðveldara er að komast leiðar sinnar á þennan máta en víða ann- ars staðar í borginni. Þar búa einn- ig flestir þeirra forystumanna í borgarmálum, borgarfulltrúar og embættismenn, sem mest hafa látið sér annt um vistvæna umferð. Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er stefnt að því að stórauka vægi hjólareiða í daglegri umferð í höf- uðborginni. Það er gert með því að auka svigrúm reiðhjóla á götum og jafnframt þrengja að einkabílnum, fjölga reiðhjólastígum og bæta þá og fjölga reiðhjólastæðum. Skiptar skoðanir kunna að vera um hvort þessi stefna sé raunhæf miðað við vinsældir einkabílsins og veðurfar á höfuðborgarsvæðinu, en hún hef- ur nú orðið ofan á. Umhverfissjónarmið Reiðhjólastefnan á sér nokkurn aðdraganda. „Út frá umhverf- issjónarmiðum er æskilegt að sem Þeim fjölgar sem ferðast á reiðhjólum  Borgaryfirvöld vilja breyta ferða- venjum  Hjólreiðar í náðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.