Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Svar Ég er búin að sækja um sumarstarf í Bandaríkjunum og er að bíða eftir svari um það. Þá fer ég að vinna með börnum í sum- arbúðum. Heiðrún Fivelstad, 20 ára. Svar Ég ætla að spila fótbolta í sumar. Ég er búinn að sækja um vinnu en hef ekki fengið svar. Síðan sér maður bara hvað framtíðin ber í skauti sér. Jökull Steinn Ólafsson, 19 ára Svar Ég ætla að reyna að fá vinnu í sumar. Annars ætla ég bara að ferðast, fara á þjóðhátíð og hafa gaman. Íris Kristín Smith, 19 ára Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Svar Ég ætla vonandi að vinna í skapandi sumarstörfum í ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi. Annars ætla ég aðallega bara að flippa í sumar. Aron Páll Gylfason, 19 ára. Morgunblaðið/Eggert SPURNING DAGSINS HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í SUMAR? Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer af stað í fjórða sinn á þriðjudag og stendur fram á sunnudag. Alls verða 125 viðburðir tengdir menningu barna á dagskrá hátíðarinnar. 17 Í BLAÐINU Morgunblaðið/Þórður LÁRA ÓMARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Langar aftur í rallý Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Margir hafa nú þegar dregið fram reiðhjólin, bæði börn og fullorðnir. Það getur verið gott að kynna sér hvernig er best að stilla gíra og ná ryði af stellinu áður en haldið er af stað í langa hjólatúra í góðviðrinu sem vonandi er framundan. 16 Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari heldur upp á bókina Gunnarsæfingar þar sem qi gong-æfingar eru kenndar. Hún á margar uppáhaldsbækur en á ferðalögum les hún alltaf spennusögur. 58 Glæsileg tískusýning út- skriftarnema fatahönn- unardeildar Listaháskóla Ís- lands var haldin í Hafnar- húsinu á sumardaginn fyrsta. Mikil stemning var í húsinu þar sem sex nemendur sýndu fágaðar fatalínur. 42 Lára Ómarsdóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona, birtist nú landsmönnum á skjánum ásamt föður sínum Ómari Ragn- arssyni í Ferðastiklum á RÚV á sunnudagskvöldum. Þar fara feðginin um landið, hitta skemmtilegt fólk og skoða áhugaverða staði. Í þættinum á sunnu- dag ferðast þau um Þingeyjarsýslur. Ef þér væri boðið að fara hvert sem er í heiminum, hvert myndirðu fara? Ég færi í svona „road trip“ frá austurströnd Bandaríkjanna suður til Argentínu. Tæki mér góðan tíma í að aka suður á bóginn og stoppa við helstu náttúruperlur landanna á leiðinni, skoða eldgjöll í Gvatemala, snorkla í Hondúras, skoða skjaldbökur á Kostaríku, dansa í Ríó, fara um eyðimerkur Perú og borða nautakjöt í Arg- entínu svo eitthvað sé nefnt. Og ef ég er heppin sjá suðurljósin. Nú eða fara í bakpokaferðalag um Ástralíu, fara frá Sydney norður með austurströndinni, skoða kóralrifin miklu, hitabeltiseyjar, yf- irgefnar strendur, regnskógana og villt dýralífið. Fara svo í hinar óend- anlega stóru óbyggðir Ástralíu, skoða Uluru, krókódíla, gljúfur, kletta og fossa og enda svo á vesturströndinni, skoða bleika vatnið og synda í sjón- um. Og vonandi rekast á kengúrur og kóalabirni í leiðinni. Hvernig var að ferðast um landið fyrir Ferðastiklur? Það var mjög gaman og gefandi. Ég og systur mínar ferðuðumst mikið um landið með pabba þegar við vorum krakkar og í þeim ferðum sagði hann okkur sögur af landi og þjóð. Þetta festist eitthvað og þegar við fórum saman í fyrra þá rifjuðust upp margar skemmtilegar minn- ingar auk þess sem hann sagði margar sögur sem ég hafði ekki heyrt áður og hélt ég nú að ég hefði heyrt meirihlutann af þeim! Svo var þetta frábært tækifæri til að læra af honum og hlæja með honum :). Var þá ekkert erfitt að komast að? Nei nei, ekkert meira en vanalega. Í þeim efnum hittir nú skrattinn ömmu sína og stundum tölum við bara bæði í einu. Þú kepptir í rallý árið 1987. Langar þig aftur? Hvort mig langar. Ég keppti aftur tvisvar eða þrisvar 1990 og 1991 en svo ekkert eftir það. Það var lengi vel draumur minn að keppa í rallý og þá helst sem ökumaður en ég sætti mig við það fyrir margt löngu að það myndi ég ekki gera nema þá kannski ef ég yrði milljónamæringur. En ég hugsa að ég myndi segja já ef tækifærið byðist. Er fjölmiðlabakterían fjölskyldusjúkdómur? Hahaha, það má kannski segja það en einhvers staðar segir nú að það læri börnin sem fyrir þeim er haft og kannski er það þess vegna sem fólk fetar oft í fótspor foreldra sinna. Og kannski má segja að þetta sé sjúkdómur því það er óskaplega erfitt að losna við þessa bakteríu og engin lyf til við henni, enda myndi ég nú ekkert vilja það heldur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.