Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 12
* Á Austurlandi er framleidd raforka sem ætti að duga milljónmanns eftir að 700 MW Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Andri Snær Magnason vegna frétta af orkuskorti á Austurlandi og nauðsyn þess að leggja raforkulínu austur, yfir Sprengisand Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND VESTMANNAEYJAR Georg Eiður Arnarson, trillukarl íVestmanna sagði á bloggsíðu sinni á fimmtudaginn að væri sestur upp í Eyjum, „sem þýðir að er komið sumar hjá mér, en þetta er skiptið sem það hittir ná fyrsta.“ Georg Eiður lundanum í mörg ár í fyrra og hitti AKUREYRI Þröstur ErnirViðarsson hefur verið ráðinn ritstjóriVikudags á Akureyri og n Eskil Pálsson, hverfur örfa á fréttastofu RÚV þegar Þr stur tekur við. BORGARNES Formleg opnun á inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands í Brákarey verður í dag, sunnudag, og hefst samkoman kl. 14.00. Af því tilefni verður byssusýning með m byssum í eigu félagsmanna veitingar. Þetta þykir merk Borgarness og fólk er hva REYKIR Um 3.200 grunnskólanemendur hvaðanæva af landinu dvelja í vetur, nokkra daga hver hópur, í Skólabúðunum á Reykjum tafirði. Ljóst er að starfseminni verður þhaldið ví nýverið var undirritaður s mningur milli Húnaþings vestra, eiganda húsnæðisins, og Reykjatanga ehf., sem hefu tas rek í umboði sveitarfélagsins f hefur aukist mjög í áranna búðirnar mikilla vinsælda. efti seg sem sér a dagur þess v sér er á Átta konur á Akureyri hittasteinu sinni í mánuði yfirvetrartímann og rökræða um bækur. Síðasti fundur þetta vorið var 18. apríl, á föstudaginn langa, þegar lessysturnar komu saman ásamt eiginmönnum sínum og heiðursgesti. Ekki einasta nutu viðstaddir góðra bókmennta heldur fögnuðu um leið sjálfstæði Íra árið 1922 og gæddu sér á mat sem sagður var með írsku ívafi. Matur og góðar bækur eru sem betur fer nær daglegt brauð, en hvers vegna að halda upp á sjálf- stæði Írlands? Solveig Hrafns- dóttir, ein „systranna“, útskýrir það: Í gegnum tíðina hafa 59 ríki öðlast sjálfstæði eftir að hafa lotið yfirráðum Breta. Bandaríkjamaður að nafni Brian Baley, kennari við Nazareth College í Rochester í New York-ríki, hvatti til þess á Facebook að fólk hvarvetna í ver- öldinni fagnaði sjálfstæði einhvers þessara ríkja, öðru en sínu eigin. „Þannig vill til að vinkona mín er samkennari þessa manns og spurði mig hvort ég héldi að einhver á Ís- landi vildi vera með, mér datt strax í hug að ræða það við lessystur mínar og þeim lest vel á. Við vor- um einmitt nýbúnar að lesa og ræða um bækur Vilborgar Davíðs- dóttur um Auði djúpúðgu, vorum mjög uppteknar af ýmsum pæl- ingum í sambandi við þær og ákváðum þess vegna að velja Ír- land,“ segir Solveig. Baley, sem er listamaður, kallar verkefnið listrænan aktivisma því enn sé barist fyrir frelsi fólks víða um heim og gegn fátækt, hungri og fordómum hvers konar. Hann dreymdi um að verkefnið færi sem víðast og fólki var í sjálfsvald sett hvernig það héldi upp á tímamótin. „Okkur fannst upplagt að ljúka vetrarstarfinu með þessum hætti; lásum upp úr írskum bókmenntum og borðuðum saman. Við kveiktum eld úti í garði og ég söng við harm- onikkuundirleik lag sem samið var eftir páskauppreisnina á Írlandi 1916. Við útbjuggum veifur með ýmiss konar táknum og hengdum upp; það var hugmynd listakon- unnar í hópnum, Rósu Kristínar Júlíusdóttur, og þar voru bæði eld- gömul keltnesk tákn og önnur sem okkur fannst falleg og viðeigandi, til dæmis merki Jafnréttisstofu.“ Teitið var á heimili Kristínar Að- alsteinsdóttur og Hallgríms Ind- riðasonar við Aðalstræti í Inn- bænum. Klúbburinn var á sínum tíma hugmynd Kristínar sem ræddi málið við vinkonur sínar tvær og fleirum var boðið að vera með. Sex úr hópnum starfa við Háskólann á Akureyri. „Það var misjafnt hvað hver og ein hafði lesið þótt allir hafi gert töluvert mikið af því og við höfum mismunandi áherslur; sumar hafa mestan áhuga á fagur- fræði textans, sumar á einhverju öðru. Kvöldin þegar við hittumst eru mjög skemmtileg og fjörug og ég verð að segja að þessi klúbbur hefur gefið mér gríðarlega mikið.“ Yfirleitt lesa þær allar sömu bókina og hún er síðan rædd í þaula. Heiðursgestur hópsins á föstudaginn langa var ljóðskáldið Gerður Kristný og var eiginmaður hennar, Kristján B. Jónasson, með í för. „Gerður var stödd í bænum og því tilvalið að bjóða henni. Hún las eigin ljóð fyrir okkur og það var ofboðslega gaman; algjör rús- ína í pylsuendanum,“ segir Solveig Hrafnsdóttir. AKUREYRI Lessystur fögnuðu frelsi Íra LESKLÚBBUR ÁTTA KVENNA Á AKUREYRI LAUK VETRAR- STARFINU MEÐ BRAVÚR ÞEGAR HANN TÓK ÞÁTT Í ALÞJÓÐLEGU VERKEFNI UM AÐ HALDA UPP Á SJÁLFSTÆÐI EINHVERRAR ANNARRAR ÞJÓÐAR EN SINNAR EIGIN. Lessystur og gestur, frá vinstri: Þorgerður Sigurðardóttir, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Svanfríður Larsen, Gerður Kristný, Solveig Hrafnsdóttir, Soffía Gísladóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Halldóra Haraldsdóttir og Ingibjörg Auðunsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Halldóra, Rósa Kristín og Soffía gæða sér á dýrindis írskum lambakjötsrétti. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.