Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 13
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Tryllekunster segir Danskurinn sem í lauslegri þýðingu gæti þýdd undra- leikir. Slíkir voru teknir með til- þrifum á sumardaginn fyrsta í Sel- fosskirkju í frjálsíþróttamessu kirkjunnar og ungmennafélags bæj- arins. Ungir íþróttagarpar æfðu há- stökk án atrennu við altarið, tekið var grindahlaup eftir kirkjugólfinu, stokkið langstökk og svo mætti áfram telja. Yfirþjálfari deildarinnar og tveir ungir iðkendur fluttu erindi og að sjálfsögðu voru sungnir sum- arsálmar. Í lok messunnar var blöðr- um sleppt út í sumarið og boðið upp á grillaðar pylsur í safnaðarheim- ilinu. sbs@mbl.is SELFOSS Frjálsíþróttakrakkarnir fjölmenntu í kirkjuna og sýndu góð tilþrif við æfingar. Ljósmynd/Guðmundur Karl Undraleikir við altarið Sveinbjörn Hjálmarsson á Ísafirði erskráður köfunargúrú og reddari ísímaskránni. Hann leikur sjálfan Jör- und í sýningu Litla leikklúbbsins og eig- inkonan, Sóley Huld Árnadóttir, fer með hlutverk Trampe greifa. Önnur hjón leika í verkinu, en alls taka fern hjón og eitt par að auki þátt í sýningunni með einhverju móti. Auk Sveinbjörns og Sóleyjar leika í sýn- ingunni hjónin Ólafur Halldórsson og Katrín Líney Jónsdóttir og þau Gunnar Loftsson og Sigrún Viggósdóttir sjá um búninga, leik- muni og fleira. Hjónin Halla Sigurðardóttir, gjaldkeri leikklúbbsins, og Hafsteinn Vil- hjálmsson, koma einnig að sýningunni og þá sér parið Jón Hallfreð Engilbertsson og Helga Snorradóttir um tónlist í verkinu ásamt börnum sínum, Kristínu Hörpu og Snorra. Sannarlega fjöskylduvænn fé- lagsskapur, leikklúbburinn. Okkar maður er jafnan kallaður Simbi í Hafnarbúðinni. Ekki er óalgengt, þegar svona viðurnefni festast við einhvern, að við- komandi hafi stofnað til rekstar og jafnvel unnið við hann í áratugi en því er ekki að heilsa: Sveinbjörn er Reykvíkingar í húð og hár en flutti 2007 vestur á Ísafjörð með fjöl- skyldunni, konu og þremur sonum. Flutningurinn tengist ekki hinu alræmda ári sérstaklega. „Okkur langaði bara að leyfa strákunum okkar þremur að alast almenni- lega upp,“ segir hann við blaðamann og hlær, „og sjáum ekki eftir því. Hér er æð- islegt að vera.“ Hjónin þekktu engan á Ísafirði, utan eina vinkonu sem þau höfðu heimsótt stöku sinn- um. „Maður þurfti því að koma sér í eitthvað skemmtilegt til að kynnast fólki. Ég fór strax í karlakórinn, sem var mjög gaman, og svo frétti ég af því að leikklúbburinn ætlaði að setja upp Skugga-Svein.“ Hann hafði aldrei stigið á leiksvið fyrr en Sveinbjörn fékk hlutverk Ketils skræks „og fílaði það í tætlur. Það var ógeðslega gaman og ég hef komið að sýningu á hverju ári síðan, yfirleitt á sviði en einu sinni var ég sviðsmaður og var með í að gera leikmyndina.“ Sennilega er ekki til betri leið en þær sem Simbi valdi, til að komast inn í samfélagið, enda segist hann þekkja orðið flesta bæjar- búa. „Sóley hafði ekki heldur leikið neitt áð- ur en við komum vestur, en ég verð að segja að hún er alveg frábær á sviði.“ Hjónin höfðu bæði fengið góða vinna áður en þau fluttu vestur. „Ég fór að vinna í 3X við að smíða ryðfríar fiskvinnslulínur en fór að vinna í Hafnarbúðinni nokkrum mánuðum seinna. Ég er aðallega kenndur við hana vegna þess að ég fór að nota viðurnefnið sjálfur þegar ég stofnaði síðu á Facebook með þessu nafni í fyrra þar sem ég setti inn eina ljósmynd á dag í nokkra mánuði. Þetta varð fljótlega mjög vinsælt og ég er búinn að fá 13.500 læk á síðuna.“ Sveinbjörn lætur af störfum í Hafnarbúð- inni um mánaðamótin, verður í sumarfrí til að byrja með og tekur síðan fæðingarorlof. Drengir hjónanna eru 20, 15 og tæplega 12 ára, en þeim fæddist svo dóttir fyrir tveimur árum. „Það var dásamlegt að fá eina stelpu í restina,“ segir hann. Sveinbjörn snýr sér síðan að því að kenna köfun og langar að fara út í ferðaþjónustu tengda því verkefni, og sinnir einnig reið- hjólaviðgerðum. Í haust hyggst hann aftur fá sér fasta vinnu. „Það er alltaf auðvelt að fá vinnu fyrir þann sem nennir að vinna og er þekktur af hinu góða. Ég veit að sumarið verður frábært með fjölskyldunni, ég get stjórnað tíma mínum sjálfur.“ Sveinbjörn hefur kafað síðan 1995 og tók köfunarkennarapróf í fyrra. Hefur staðið fyr- ir námskeiðum og þá fengið kennara vestur, en ætlar nú að sjá um allt sjálfur. „Ég er eini köfunarkennarinn á Vestfjörðum.“ ÍSAFJÖRÐUR Fimm pör sem muna hann Jörund LITLI LEIKKLÚBBURINN Á ÍSAFIRÐI SÝNIR NÚ VERKIÐ ÞIÐ MUNIÐ HANN JÖRUND Í EDINBORG- ARHÚSINU. FIMM HJÓN OG EITT PAR KOMA AÐ UPPSETNINGU KLÚBBSINS Í ÞETTA SKIPTI. Hjónin Sveinbjörn Hjálmarsson sem Jörundur og Sóley Huld Árnadóttir í hlutverki Trampe greifa. Hjónin Ólafur Halldórsson og Katrín Líney Jónsdóttir; Þingeyingurinn og Charlie Brown. Ólafur er mest á sviðinu ásamt Sveinbirni. Hljómsveitin: Jón Hallfreð Engilbertsson, Snorri Sigurbjörn Jónsson, Auður Yngvadóttir, Kristín Harpa Jónsdóttir og Helga S. Snorradóttir. Fallegt er á slóðum Snorra Sturlusonar í Reykholti. Þangað verður brátt enn betra að koma en til þessa því bílaplanið við kirkjuna verður malbikað. Ryk angrar þá engan þar framvegis í borgfirskri þurrkatíð. Senn ryklaust hjá Snorra Vefurinn sudurland.is vill kaupa myndir af varpfuglum og algengum farfuglum í landshlutanum. Alls er um að ræða 91 fuglategund, til dæmis hinn sjaldgæfa Þórshana, sem sjá má hér til hægri. Kjörið tækifæri fyrir áhugaljósmyndara! Áttu góða mynd af fugli? MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • www.minja.is • facebook: minja Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin. Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.