Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Svipmynd T elma Rut Frímanns- dóttir karatekona er vön að vinna til verð- launa og viðurkenn- inga. Hún hefur átta sinnum verið valin karatekona Aftureldingar, fjórum sinnum íþróttakona Aftureldingar, tvisvar sinnum íþróttakona Mosfells- bæjar, nú síðast í fyrra, og var valin karatekona ársins 2013 af Karatesambandi Íslands. Nú æfir þessi 21 árs íþróttakona sig fyrir Evrópumótið í karate sem fer fram í maí og heimsmeist- aramótið í nóvember, en hún er nú í 102. sæti heimslistans. Auk þess að vera fremsta karatekona landsins æfir Telma Rut hand- bolta en íþróttaáhugi hennar hófst á unga aldri. „Ég byrjaði í fótbolta þegar ég var sjö ára en þegar ég var níu ára og ætlaði að fara að leika við vinkonu mína sagðist hún vera að fara á karateæfingu og ég skellti mér með henni án þess að vita nokkuð um karate,“ segir Telma Rut. „Vinkona mín hætti eftir ár en ég hélt áfram af því mér fannst svo gaman að þessari íþrótt sem gefur styrk og hreyfingu og svo var fé- lagsskapurinn líka mjög skemmti- legur. Ég hef gaman af svo að segja flestum íþróttum og æfði frjálsar íþróttir í fjögur ár ásamt karate en fór svo í handbolta sem ég æfi enn. Ég er hálfhissa á því sjálf að hafa byrjað og enst svona lengi.“ Telma Rut hefur líka unnið sem karateþjálfari. „Ég þjálfaði fólk á öllum aldri þar á meðal krakka og sá þá bæta sig og taka stöðugum framförum. Sumir krakkanna höfðu engan sérstakan áhuga á því að keppa, litu á ka- rate sem skemmtun og stundum þurfti ég að vinna í því að auka metnað þeirra og fá þá til að vilja keppa og vinna.“ Hver er lykillinn að árangri eins og þínum? „Æfing og ögun en ekki síst metnaður. Það að vilja ná árangi, ætla sér það og leggja sig fram á hverri einustu æfingu. Þannig er hægt að ná langt.“ Hvernig íþrótt er karate? „Karate er flókin íþrótt sem fólk þarf að kynna sér nokkuð vel til að skilja. Vinkonur mínar horfðu á mig keppa á Norð- urlandamótinu í gegnum netið vissu ekkert hvað var að gerast. Karate byggist á ákveðinni tækni sem keppandi þarf að hafa góða stjórn á, hann þarf að vera mjög yfirvegaður og með góðan lík- amlegan styrk en í þeim hluta karate sem ég æfi, sem heitir kumite, er ágætt að hafa smá- grimmd í sér og keppnisskap. Keppnisskapið hjálpar alltaf. Í karate má snerta en ekki kýla og stundum kemur það fyrir að keppendur kýla of fast í and- stæðing sinn en þá fá þeir líka viðvörun og eftir þriðju viðvörun þá tapa þeir sjálfkrafa bardag- anum. Karate gerir að verkum að líkamlegur styrkur verður góður en karate er líka hugar- íþrótt þar sem maður lærir strax í byrjun að aga sjálfan sig. Ég er mjög öguð og það hefur hjálpað mér á margan hátt.“ Var tapsár og grét Þú ert vön að vinna alls konar titla, hvernig er að standa á verðlaunapalli og hvernig tilfinn- ing er það að tapa til dæmis á stórmótum? „Þegar ég var að byrja að keppa var ég gríðarlega tapsár og það kom fyrir að ég grét. Nýlega keppti ég á Norð- urlandamótinu og þar gekk mér mjög illa. Það voru gríðarleg vonbrigði. Ég var nokkuð fúl út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki staðið mig betur, en ákvað svo að láta það ekki á mig fá að ég átti vondan dag heldur gera bet- ur næst og standa mig. Ef mað- ur vinnur úr mótlæti þá getur maður komið sterkur út úr ósigr- um. Ég held að það sé draumur flestra sem hafa metnað í íþrótt- um að komast á verðlaunapall. Ég hef staðið á verðlaunapalli og það er mjög skemmtileg upplifun. Maður hefur lagt hart að sér og náð miklum árangri og getur ekki annað en glaðst.“ Telma Rut, sem fer víða og keppir á karatemótum, er spurð hver sé skemmtilegasti staður sem hún hefur komið til. „Ég fer á erlend mót fjórum til fimm sinnum á ári. Það víkkar sjón- deildarhringinn að fá að ferðast mikið og keppa,“ segir hún. „Ég hef komið á marga skemmtilega staði og heillaðist til dæmis mik- ið af Ungverjalandi og gömlu byggingum þar og köstulunum, þegar ég keppti þar í fyrra.“ Þú ert afrekskona í íþróttum, heldurðu að það sé öðruvísi en að vera afrekskarlmaður í íþrótt- um? „Það horfa fleiri á karlafótbolta og karlahandbolta en kvennafót- bolta og kvennahandbolta en íþróttakonur verða að gera sitt besta og láta heyra í sér. Í ka- rate er minni munur á kynjum en í flestum öðrum íþróttum. Á æfingum æfa stelpur líka á móti strákunum en þótt strákar og stelpur keppi ekki í sama flokki þá keppa kynin á sama tíma á mótum og það eru ekki sérmót fyrir kynin þannig að áhorfendur eru að horfa á bæði kynin í einu. Í karate eru karlarnir yf- irleitt alltaf líkamlega sterkari en stelpa sem þarf að taka á móti þyngri höggum. Hún getur samt alveg átt möguleika á sigri í þeirri keppni ef hún er klók og hugvitssöm. Það eru ekki margar konur sem keppa í karate hér á landi en erlendis eru þær fjöl- margar. Hér vantar kynningu á íþróttinni og það þarf að láta stelpur vita að það sé í lagi að þær læri karate.“ Hefurðu einhvern tíma orðið fyrir stríðni vegna þess að þú iðkar karate? „Það var aðeins gert grín að þessu þegar ég var í grunnskóla og kom með hópnum mínum til að kynna karate í skólanum. Sú stríðni var aldrei sérlega alvarleg og hafði ekki nein áhrif á mig.“ Spurð að því hversu lengi hún ætli að halda áfram að keppa í karate segir Telma Rut: „Fólk keppir í þessari grein fram að þrítugu en ekki mikið eftir það, það eru helst karlarnir sem keppa eitthvað lengur. Ég ætla að keppa í þessari íþrótt þangað til ég verð leið á henni. Núna stefni ég á Evrópumeistaramótið sem verður haldið eftir rúma viku og heimsmeistaramótið í Þýskalandi í nóvember. Ég æfi á hverjum degi. Það er ekki mikill tími fyrir margt annað, en ég reyni að gefa mér tíma til að hitta vinina.“ Börnin heilla Spurð um áhugamál, önnur en íþróttir, segir Telma Rut: „ Þeg- ar ég var yngri langaði mig til að verða leikkona og í níunda og tíunda bekk var ég á leiklist- arnámskeiðum í Mosfellsbænum og lék í nokkrum leikritum sem sett voru upp í Bæjarleikhúsinu, eins og Þegar Trölli stal jólunum og Lion King. Mér fannst gaman að vera á sviði en er hætt við að verða leikkona. Þegar ég var sex ára langaði mig til að verða flugfreyja og núna þegar ég er búin að ferðast svo mikið þá heillast ég af því starfi.“ Nú sem stendur vinnur hún á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ á deild þar sem eru fimm ára börn. „Börn heilla mig, mér finnst svo gaman að sjá þau þroskast og bæta sig,“ segir hún. „Þau fylgjast með árangri mínum í íþróttum og ég finn að þau líta upp til mín. Ég finn til ábyrgðar gagnvart þeim og sem fyrirmynd veit ég að ég verð að haga mér vel og standa mig.“ Frábær frammistaða Telmu Rutar hefur vakið athygli, ekki síst í Mosfellsbæ þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum, Sig- ríði Sveinbjörnsdóttur bókara og Frímanni Ægi Frímannssyni framkvæmdastjóra G3 merkingar, og hún á fimm systkini. Telma Rut var beðin um að vera á framboðslista stjórnmálaflokks Í Mosfellsbæ fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar, en hafnaði boðinu. „Ég ákvað að segja pass við því í bili. Kannski geri ég það seinna,“ segir hún. Keppnisskapið hjálpar alltaf TELMA RUT FRÍMANNSDÓTTIR ER 21 ÁRS AFREKSKONA Í ÍÞRÓTTUM OG HEFUR UNNIÐ TIL FJÖLDA VERÐLAUNA. NÚ ÆFIR HÚN FYRIR EVRÓPUMÓTIÐ OG STEFNIR Á HEIMSMEISTARANÓT Í VETUR. HÚN SEGIR ÆFINGU, ÖGUN OG METNAÐ LYKILINN AÐ ÁRANGRI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Ég var nokkuðfúl út í sjálfamig fyrir að hafa ekki staðið mig bet- ur, en ákvað svo að láta það ekki á mig fá að ég átti vondan dag heldur gera bet- ur næst og standa mig. Ef maður vinn- ur úr mótlæti getur maður komið sterkur út úr ósigrum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.