Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Heilsa og hreyfing T inna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Þórhildur Ólafsdóttir, doktorsnemi í hagfræði í HÍ, unnu að rannsókn- inni ásamt þremur bandarískum konum sem einnig eru hagfræðingar, meðal annars hjá hinum kunna Princeton-háskóla í Bandaríkj- unum. Á meðal þess sem skoðað var í rannsókn- inni var ýmis hegðun sem áhrif hefur á heilsu. Neysla tóbaks, áfengis, sykraðra gos- drykkja, sælgætis, skyndibita, ljósabekkja, ávaxta, grænmetis, lýsis og vítamíns og fæðu- bótarefna Íslendinga, annars vegar árið 2007 og hins vegar árið 2009. Gögn um þessa neyslu sitt hvorum megin við efnahagskrepp- una, ef svo má segja, lágu því fyrir og gátu hagfræðingarnir unnið úr þeim. Rannsóknin var unnin upp úr viðamiklum rannsókn- argrunni sem embætti landlæknis hefur undir höndum en þar er að finna upplýsingar sem geta svarað óteljandi spurningum. Upplýsing- unum er safnað saman af starfsfólki embætt- isins en rannsakendur geta nýtt sér þá vinnu og unnið úr gögnunum. Þessi tiltekna rann- sókn er til að mynda hluti af nokkuð um- fangsmikilli skoðun á áhrifum efnahagshruns- ins í víðara samhengi sem Tinna Laufey vinnur að ásamt fleiri vísindamönnum og Rannsóknarsjóður Íslands hefur styrkt. Má þar nefna Unni Önnu Valdimarsdóttur, Örnu Hauksdóttur og Stefán Hrafn Jónsson, sem öll starfa við Háskóla Íslands auk erlendra vísindamanna. Áhugavert rannsóknartækifæri Sunnudagsmogginn tók Tinnu tali og segist hún strax hafa orðið spennt fyrir rannsókn- inni vegna þess hversu gott tækifæri hafi skapast til þess að rannsaka hugsanlegar breytingar á hegðun fólks þegar aðstæður breytast verulega og snögglega eins og í fjár- málakreppunni. „Mér fannst rannsókn- artækifærið vera mest spennandi. Skilin eru svo skýr því nánast er hægt að merkja upp- haf kreppunnar upp á dag, þegar ákveðinn maður sagði: Guð blessi Ísland. Þetta er kannski ekki alveg svo einfalt en það liggur við. Þarna verður umturnun á lífi fólks og hvaða áhrif hafði það á hegðun? Svona að- stæður eru tæki fyrir rannsakendur til að svara spurningum sem er mjög erfitt að svara við aðrar aðstæður. Hagfræði er atferl- isvísindi þar sem við reynum að skilja hegðun fólks. Sem hagfræðingi langaði mig að skilja hvaða áhrif kreppan hafði á hegðun fólks og þess vegna tók ég hegðunina sérstaklega fyr- ir. Þar fyrir utan hef ég rannskað ýmislegt annað sem hlaust af þessari hegðun eins og líkamleg einkenni sem dæmi en ég hef ekki síst mikinn áhuga á atferli fólks. Mér fannst mjög áhugavert að sjá að breytingar á hegð- un voru nokkuð fyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir að hér sé tímabil til skoðunar sem virðist mörg- um nokkuð kaótískt, þá er undirliggjandi að fólk reynir að vinna úr því með einhverjum hætti. Mér finnst heillandi að við skulum bregðast svona hratt við aðstæðum nánast ósjálfrátt. Mannskeppnan er, eins og svo margt annað í náttúruhegðun, ansi þróuð. Okkur verður tíðrætt um breytingar á við- horfum fólks, og þau eru sjálfsagt margvísleg, en hvað þessa hegðun varðar sem hér var til skoðunar, þá má að stærstum hluta skýra hana út frá breyttum hvötum í umhverfi fólks. Skiptir þá verð t.d. miklu máli þó svo að breytingar á öðrum hvötum, s.s. tekjum og vinnutíma, skipti þar líka einhverju máli.“ Breytingar til hins betra Niðurstöður rannsóknarinnar eru í megin- atriðum þær að Íslendingar drógu úr reyk- ingum, áfengisneyslu, neyslu sykraðra gos- drykkja, neyslu sælgætis og notkun ljósabekkja árið 2009 miðað við 2007. Nokkuð sem telst jákvætt út frá lýðheilsusjón- armiðum en hins vegar dró einnig úr neyslu ávaxta og grænmetis. Þá jókst neysla skyndi- bitafæðis á tímabilinu. Íslendingar juku neyslu sína á lýsi á tímabilinu og þá jókst ráðlagður svefn en þar er miðað við 7-9 tíma nætursvefn. Umtalsverðar og í sumum til- fellum miklar verðhækkanir urðu á þeim vörum sem var minna neytt árið 2009. Ólíkt hinum neysluvörunum þá lækkaði raunverð lýsis og skyndibita sem jókst í neyslu og fórnarkostnaður tíma, sem er í raun verðið á svefni, lækkaði jafnframt. Við vitum úr öðrum rannsóknum hversu miklar breytingar eru á hegðun fólks þegar verð þessara vörutegunda breytist, og tilfellið er að hegðunarbreytingar í kreppunni voru ekki mjög frábrugðnar því sem fyrri mælingar á verðbreytingum höfðu sagt fyrir um. Þegar stiklað er á stóru í niðustöðum þess- arar viðamiklu rannsóknar þá nefnir Tinna þessi áhrif verðs á hegðun og segir þau raun- ar hafa komið sér á óvart þrátt fyrir allar þær rannsóknir sem áður hafi sýnt hversu sterkur stýriþáttur verð er. „Ég trúði því að fólk myndi bregðast við aðstæðum upp að einhverju marki. Viðbrögðin voru á þessu óvenjulega tímabili fyrirsjáanlegri en mig ór- aði fyrir og það kom mér helst á óvart. Nú hefur þessi rannsóknarhópur sótt um leyfi til embættis landlæknis til þess að fá sambæri- leg gögn sem safnað var árið 2012. Þá hefur aftur orðið breyting á verði og ýmsum öðrum þáttum í lífi fólks. Við viljum því rannsaka hvort fólk hafi aftur aðlagast breyttum að- stæðum eins og það gerði á milli áranna 2007 og 2009. Skyldi það vera viðvarandi radar í fólki að bregðast við aðstæðum eða hafði það áhrif á hegðunina hversu meðvitað fólk var um breytingarnar sem urðu á þjóðfélaginu árið 2009?“ NIÐURSTÖÐUR NÝRRAR ÍSLENSKRAR RANNSÓKNAR Neysluvenjurnar breyttust í kjölfar kreppu Verðbreytingar og breytingar á hegðun milli 2007 og 2009 70 60 50 40 30 20 10 0 -10 -20 Áfengi Sælgæti LjósabekkirGosdrykkir Skyndibiti Ávextir GrænmetiTóbak Verð Neysla 13,1% 21,4% 29,8% 22,6% -3,5% 11,4% 64,5% 10,5% -10%-7,8% -1,7% 2,5% -5,6% -18,9%-12,3%-14,8% Taflan sýnir breytingar á raunverði og breytingar á neysluhegðun milli nóvember 2007 og nóv- ember 2009. Tölurnar eru unnar útfrá gögnum Hagstofunnar. Morgunblaðið/Eyþór ÍSLENDINGAR VIRÐAST HAFA BREYTT NEYSLUVENJUM SÍNUM EFTIR AÐ EFNAHAGSKREPPAN SKALL Á OG STÝRÐIST SÚ NEYSLUBREYTING AÐ STÆRSTUM HLUTA AF BREYTINGUM Á VÖRUVERÐI. NIÐURSTÖÐUR NÝ- LEGRAR RANNSÓKNAR ÍSLENSKRA OG BANDARÍSKRA HAGFRÆÐINGA BENDA STERKLEGA TIL ÞESSARAR NIÐURSTÖÐU Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska heimildamyndin Hallgrímur – Maður eins og ég verður sýnd á alþjóðlegri kvik- myndahátíð Mad in America sem fram fer í október í Massachusetts í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um lífshlaup Hallgríms Björgvinssonar heitins og um stofnun Hugarafls, sem eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu. Myndin er aðgengileg á www.hugarafl.is. Hugmyndafræði Hugarafls á kvikmyndahátíð Viðmælandi Sunnudags- blaðsins, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, er doktor í hagfræði. Oft og tíðum er hún hins vegar kölluð heilsuhagfræðingur rétt eins og Ragnar Árnason, doktor í hagfræði, er oft og tíðum kallaður auð- lindahagfræðingur svo dæmi sé tekið. Heilsuhagfræði er ein af undirgreinum hagfræðinnar og hana er hægt að nota til að fjalla um ýmsa þætti heilsu. Hægt að taka meistaragráðu við Háskóla Íslands Heilsuhagfræði hefur vaxið fiskur um hrygg, nú þegar er hægt að læra heilsu- hagfræði til meistaragráðu við Háskóla Ís- lands og sækja námskeið í heilsuhagfræði í gegnum Endurmenntun Háskóla Íslands. Viðfangsefni í heilbrigðisþjónustu krefjast slíkrar sérmenntunar. „Mannfólkið er þannig gert að það vill yfirleitt meiri gæði frekar en minni. Vandi liggur hins vegar í því að auðlindir sam- félagsins eru ekki óþrjótandi. Hagfræði er vísindagrein sem fjallar um leiðir til að ráðstafa takmörkuðum auð- lindum samfélaga. Orðið hagfræði er lýs- andi því hagfræðingar fjalla um hvernig hagsæld samfélagsins sé hámörkuð. Til þess að nálgast ólíkar aðstæður í sam- félaginu takast hagfræðingar á við við- fangsefni sín innan marka margra und- irgreina. Heilsuhagfræði fjallar t.d. um ýmsa þætti er varða heilsu. Grunn- spurningar hagfræðinnar; hvað skal fram- leiða, í hvaða magni, fyrir hvern og af hverjum, til þess að hámarka hagsæld samfélagsins, eru ekki síður mikilvægar varðandi heilsu en aðra þætti,“ útskýrir Tinna. HVAÐ ER HEILSUHAGFRÆÐI? Grunnspurningar hagfræðinnar yfirfærðar á heilsu Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir * Hagfræðingarnir Tinna Laufey Ás-geirsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir unnu viðamikla rannsókn um neysluvenj- ur Íslendinga, fyrir og eftir efnahags- kreppuna, upp úr gögnum embættis landlæknis. * Rannsóknin var unnin í samstarfivið bandarísku hagfræðingana Hope Corman, Kelly Noonan og Nancy E. Reichman. * Niðurstöður rannsóknarinnarbenda til þess að Íslendingar hafi tamið sér heilbrigðari lífsstíl í kjölfar efnahags- kreppunnar. Rannsóknin sýnir til dæmis að úr neyslu áfengis og notkun tóbaks dró umtalsvert árið 2009 miðað við 2007. * Niðurstöðurnar benda til þessað verðbreytingar hafi áhrif á hegðun. * Niðurstöðurnar birtust fyrst íhinu sterka alþjóðlega vísindatímariti Economics & Human Biology frá Else- vier. * Ýmsir erlendir fjölmiðlar hafasýnt rannsókninni áhuga og fjallað um hana. Má þar nefna The Economist, The New York Times og Huffington Post.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.