Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 25
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Jóhann Árni Ólafsson, spilar körfubolta með Grindavík og leikur nú til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Jóhann skoraði 15 stig að meðaltali í vetur. Hversu oft æfir þú á viku? 5-6 körfuboltaæfingar og 2-3 lyftingaæfingar Hvernig æfir þú? Hefðbundnar körfuboltaæfingar og síðan eru lyftingaæfingarnar mjög misjafnar eftir álagi í boltanum. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Setja sér markmið og taka einn dag í einu en ekki ætla að sigra heiminn strax, góðir hlutir gerast hægt. Hver er lykillinn að góðum árangri? Agi á æfingum og í eldhúsinu Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Góð spurning, ég hef aldrei hlupið einhverja ákveðna vega- lengt, en á sumrin þegar það er „offseason“ og maður er í sumarbústað á Þingvöllum þá á maður til að fara út að hlaupa, myndi giska á að það séu ca 10 km sem maður hleypur þá hvað mest. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ætli það sé ekki svona 10 dagar, og það geri ég eft- ir úrslitakeppnina til að jafna mig eftir mikla ákefð, síð- an byrjar maður að undirbúa sig fyrir næsta tímabil hægt og rólega. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Fer út að hlaupa og geri styrktaræfingar í mikilli ákefð og tek stutta hvíld á milli setta. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Ég er meðvitaður um mataræðið, og sérstaklega þegar álagið er mikið, hinsvegar finnst mér mjög gaman að elda og borða góðan mat þannig að það er „balance“ á þessu hjá mér. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða mikið af hafragraut með ofurfæði í, síðan kjúkling og egg. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir ? Pizzum og bátum. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Kynna sér allar þær góðu og hollu uppskriftir sem til eru út um allt. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Nárameiðsli, ég var lengi að finna lausn á þeim og leitaði til margra, en á endanum fann ég lausnina og var mjög feginn. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Rúman mánuð að kom- ast í toppstand. Hver eru heimsku- legustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Ég hoppaði einu sinni uppí loftið í kjallara í líkamsræktinni í Grinda- vík og fékk stórt gat á hausinn, skal alveg taka það fram að lofthæðin er mismikil og hún var ansi lítil þar sem ég hoppaði upp. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Æfa stóru vöðvana sem sjást vel en gleyma þeim litlu sem sjást minna en eru mikilvægir til að halda vöðvajafnvæg- inu. Hver er besti samherjinn? Daníel Guðni Guðmundsson, hann hefur verið samherji minn upp alla yngri flokkana og er núna liðsfélagi minn í Grindavík, síðan er ansi gott að vera með manni eins og Ómari Sævarsyni í liði, það er maður sem er fastur í fimmta gír. Hver er fyrirmynd þín? Manu Ginobili Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Michael Jor- dan er besti sem ég hef fylgst með, síðan koma nöfn eins og Michael Phelps og Lance Armstrong uppí hugann þó þeir hafi nú báðir lent í veseni eftir afrek sín. Skemmtileg saga/uppákoma frá ferlinum? Þær eru margar og ansi margar sem ekki er hægt að segja frá á prenti. Það er eitt atvik sem stendur uppúr á þessu ári, en það var þannig að við fórum á Sauðarkrók að keppa og við fengum ansi lélega rútu úthlutaða fyrir ferðina. Við þurftum að sækja og skila Sigga Þorsteins af okkur í bænum og ákváðum að segja honum að það tæki svo langan tíma að koma rútunni af stað ef hún myndi stoppa, og því þurfti hann að hoppa í rútuna á ferð og einnig úr henni. Honum tókst ágætlega að hoppa í hana en þegar hann hoppaði útúr henni þá rúllaði hann eftir götunni. Bílstjóranum brá svo að hann stoppaði. Þá öskraði Siggi, „Ekki stoppa rútuna“, ennþá fullviss um að það myndi taka langan tíma að koma rútunni af stað ef hún myndi stoppa. Það eru þessar skemmtilegu uppákomur sem gera ferilinn svo skemmti- legan, og maður man oft betur eftir æðislegum augnablikum utan vallar með liðs- félögunum heldur en því sem gerist innan vallar. Skilaboð að lokum? Það er mikilvægt að finna sér einhverja líkams- rækt sem manni finnst skemmtileg því þá verður þetta svo auðvelt, þá þarf maður ekki að pína sig til þess að fara og stunda sína líkams- rækt. Einnig mæli ég með að fólk fái sér einkaþjálfara ef það hefur tök á því, það gerir æf- inguna bæði skemmtilegri og markvissari. KEMPA VIKUNNAR Agaður í eldhúsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Afhverju ekki að hefja nýja vinnuviku á því að fara fyrr á fætur? Það getur verið gott að gefa sér tíma á morgnana til þess að nostra við sjálfan sig í ró og næði, fara í bað, lesa tímarit eða hlusta á tónlist. Slík tilbreyting getur lagt grunninn að vellíðan og góðri vinnuviku. Breyttu til og vaknaðu fyrr*Í hreyfingu og ringulreið,reyndu að halda í kyrrðinainnra með þér. Deepak Chopra Það kemur eflaust fáum á óvart að þeir sem eru svangir eru jafnan verri í skapinu en þeir sem eru ekki svangir. Þetta staðfestir hins vegar ný rannsókn sem unnin var á vegum háskólans í Ohio, Bandaríkj- unum. 107 hjón tóku þátt í rann- sókninni og var blóðsykur þeirra mældur reglulega á 21 dags tímabili og þau beðin um að meta ýgi sína í lok hvers dags. Þá voru nið- urstöður blóðsykursmælinga born- ar saman við tilfinningar hjónanna og í ljós kom að þeir sem mældust lágir í blóðsykri fundu almennt fyr- ir meiri reiði í garð makans jafnvel eftir að búið var að taka tillit til þess hversu farsælt hjónabandið var almennt talið. „Ýgin verður áberandi þegar fólk hefur minni stjórn á sér. Fólk þarfnast orku til þess að hafa stjórn á sér en hana er helst að fá úr fæðu,“ segir Brad Bushman, sálfræðingur sem rannsakað hef- ur ýgi í fjölmörg ár. Þessar niðurstöður benda til þess að draga megi úr ýgi og árásargirni á ýmsum stöðum þjóðfélagsins, eins og til dæmis á geðdeildum spítala og fangelsum, með því að auka aðgengi fólks að mat. Þá leggur Bushman til þess að hjón ræði viðkvæm mál eftir kvöldverð. Það er betra fyrir hjónabandið að vera saddur. LÁGUR BLÓÐSYKUR Vekur upp ýgi HIV-veiran leggst þungt á mörg lönd Afríku og erfitt er að ráða bót á því. Sam- tökin The Center for African Family Stu- dies í Naíróbí hafa skorið upp herör gegn þessari vá með nýjum umbúðum ut- an um smokka. Um- búðunum er ætlað að breyta hugarfari fólks til notkunar verjanna. Þau hafa fengið til liðs við sig vinsælan listamann sem skreytir umbúð- irnar með líflegum myndum. Samtökin hafa orðið vör við mikinn áhuga ungs fólks á þessum nýju umbúðum. „Við settum mynd af þeim á Facebook og fengum fjölmargar fyrirspurnir um hvar væri hægt að nálgast verj- urnar. Það lá því beinast við að setja á markað heila línu af verjunum. Enn í dag veigra margir sér við að festa kaup á smokkum og við vilj- um breyta því. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig að fá listamenn til liðs við okkur en margir vildu ekki leggja nafn sitt við þetta,“ segir markaðsstjóri samtakanna. POPPLIST GEGN EYÐNI Umbúðirnar skipta máli Michael Soi er listamaðurinn en söfnun er hafin fyrir framleiðslunni á vefsíðunni indiegogo.com. Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.