Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Heimili og hönnun Herbergin eru í sama sveitalega stílnum en öll þægindi eru samt sem áður við hendina; háhraða nettenging, háskerpuflatskjár og annað sem telst sjálfsagt á nútíma 5 stjörnu hótelum. * Hið þriggja ára miðaldaþorpBorgo Egnazia hefur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum í þau þrjú ár sem hótelþorpið hefur starfað enda hefur arkitektinum Pino Brescia tekist bráðvel til. Horft yfir La Piazza Borgo, torgið í miðju þorpsins. Hér er ekki fyrir hávaðanum að fara, neonskilti og órói frá umferð þekkjast ekki. Kyrrðin svífur yfir innan dyra sem utan, þó hvergi eins og innan veggja heilsulindarinnar, sem nefnist Vair Spa. Hér var athöfnin haldin er þau Justin Timberlake og Jessica Biel gengu í það heilaga í október 2012. Trévirkið sem ber við bláan himininn var reist af því tilefni og hefur fengið að standa síðan enda órækur vitnisburður þess að þeir sem hafa efni á því besta velja Borgo Egnazia. Í Suður-Ítalíu er lag að slaka á við laugarbakkann og njóta sólarinnar um stund. ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR TIMEOUT HÆGINDASTÓLL Sumartilboð kr. 322.980 með fótskemli TIMEOUT ER FÁANLEGUR Í MÖRGUM ÚTFÆRSLUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.