Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Qupperneq 29
B orgo Egnazia er afgirt hótelþorp í grennd við sjáv- arþorpið Savelletri í Puglia-héraði á Ítalíu, um 60 kíló- metra suður af borginni Bari. Yfirbragðið er allt í takt við það sem búast mætti við þegar gengið er um götur lítilla miðaldaþorpa í Suður-Ítalíu; húsin eru úr svokölluðum tufo-steini, sem er mjólkurhvítur sandsteinn úr hérðaðinu. Það gæti því komið gestum á óvart að þorpið var byggt frá grunni á síðustu árum og opnað á vordögum 2011. Enda er það svo að þegar komið inn á herbergi er þar allt til alls til að láta fara vel um sig og nýjasta tækni er við hendina í bland við vinalega gamaldags yfirbragðið sem er allsráðandi. Þorpið er hugarfóstur fjárfestisins Aldo Melpignano sem sagði skilið við bankaheiminn til að láta draum sinn um hótelrekstur rætast. Hann gerði það svo um munaði og hefur Borgo Egnazia sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum í þau þrjú ár sem hótelþorpið hefur starfað enda hefur arkitektinum Pino Brescia tekist bráðvel til. Þar er að finna dýrindis veitingastaði þar sem Michelin-kokkurinn Mario Musoni ræður ríkjum og golfvöllur, spa og nálægðin við eldforna ólífulundi Puglia-héraðs og dimm- blátt Adríahafið hins vegar ættu að nægja öllum sem vilja slaka á í gamaldags – en um leið nútímalegu – umhverfi. Huggulegt miðaldaþorp? Það er þó ekki eldra en svo að þessa dagana fagnar það þriggja ára afmæli. Þeir sem vilja upplifa Borgo Egnazia alla leið taka villu á leigu, en þær eru 8 tals- ins í útjaðri þorpsins, með einkasundlaug og öðrum munaði. Þorpið er fullt af krókum, kimum og þröngum litlum göngugötum. Auðvelt að tapa áttum um stund en yfir því kvartar vitaskuld enginn. Inni á veitingastöðunum, La Frasca og Il Due Camini, er suðrænn stíll Púglíu allt- umlykjandi. Stuttbuxur og sandalar eru að sjálfsögðu harðbannaður útbúnaður! Munaður í nýju mið- aldaþorpi UNDIRRITAÐUR BRÁ SÉR TIL BORGO EGNAZIA FYRR Í MÁNUÐINUM OG LÍKAÐI VEL. ÞAÐ ER SANNARLEGA EKKI AÐ UNDRA AÐ JUSTIN TIMBER- LAKE HAFI LEIGT STAÐINN Í HEILD FYRIR BRÚÐ- KAUP SITT OG JESSICU BIEL HAUSTIÐ 2012. Texti og myndir: Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is GLÆNÝTT OG GAMALDAGS Samspil hvíts sandsteins Púglíu og dimmblás him- insins er fullkomin samsetning út af fyrir sig. Veð- urbarðir Íslendingar þurfa alltént ekki mikið flóknari pallettu en það og slaka snimmhendis á. 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Faxafeni 5, Reykjavik, S: 588 8477 | Skeiði 1, Ísafirði, S: 456 4566 | Dalsbraut 1, Akureyri • S: 558 1100 • www.betrabak.is TIMEOUT STÓLLINN Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.