Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 32
V ið pistlahöfundarnir á Pjatt.is, eða Pjattrófurnar eins og við köllum okkur, erum alltaf annað slagið í einhverjum svona hefðarkattafíling og komum okkur í einhvern lúxus,“ segir Margrét Gústavsdóttir, eigandi pjatt.is. Á dögunum fór hópurinn í Grímsborgir þar sem slakað var á nátt- sloppum og góður matur borðaður. Margrét segir að ákveðið þema hafi verið ákveðið fyrir bústaðadvölina þar sem Dynasty-andinn skyldi svífa yfir vötnum og smáhundar voru því aufúsugestir. „Á bleikum náttsloppum. Ekki flókið. Ég hef áður verið í einu af þessum húsum í Grímsborgum sem hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir leigja út og verið hrifin, það er svolítill Southfork- fílingur þarna. Við þurftum ekki að koma með sængurföt eða neitt svo að það var lítið sem þurfti að undirbúa. Dögurðarborðið var dekkað með aðstoð Kristínar kvöldið áður svo að maður væri nú ekki að stressa sig á því næsta dag. Galdurinn á bak við góða veislu er jú góður undirbúningur, svo maður sjálfur geti verið með í partí- inu.“ Margrét segir helgina hafa verið vorfögnuð Pjattrófnanna en á boðstólum voru meðal annars alls kyns girnilegar bökur sem henta vel í hvers kyns sumarveislur sem framundan eru. Að öðrum dá- semdarveitingum ólöstuðum var geitaostbakan stjarna dagsins. Hvað gerir góða bústaðaferð að góðri bústaðaferð? „Félagsskapurinn, samstillt eldamennska og labbitúr í náttúrunni næsta morgun til að hressa sig við er auðvitað kjörinn. Þema ferð- arinnar: Við sem Dynasty-bangsar á bleikum dúskainniskóm, smá- hundar og Grand Môet Marnier mímósa, sló í gegn. Þá er ég mikill dögurðar-aðdáandi. Sú máltíð býður upp á svo mikla fjölbreytni og þetta er í sjálfu sér ekki dýrt, ef maður vill bjóða fjölskyldunni eða stórum hóp í mat. Bökur, ávextir, beikon og kökur. Það er svo auð- velt að koma til móts við smekk og þarfir allra með góðum dögurði.“ PJATTRÓFUR EIGA DÁSEMDARDAG Góðgæti í sumarbústað YFIRPJATTRÓFAN MARGRÉT GÚSTAVSDÓTTIR STÓÐ FYRIR VEL HEPPNAÐRI SUMARBÚSTAÐAFERÐ Í GRÍMS- BORGUM ÞAR SEM GEITAOSTBAKA, SÆTAR KÖKUR OG ANNAÐ GÓÐGÆTI VAR Á BOÐSTÓLUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Eftirlætismál-tíðin mín erdögurður. Hann býður upp á svo mikla fjölbreytni og þetta er í sjálfu sér ekki dýrt.“ Allir lögðu eitthvað til á borðið. Margrét útbýr Grand mímósuna. Smáhundarnir nutu sín vel í sveitasælunni. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Matur og drykkir 1½ plata tilbúið bökudeig 2 blaðlaukar 2 egg ½ bolli undanrenna ½ bolli rjómi 2 msk. ferskur graslaukur ½ tsk. salt ½ tsk. pipar ¾ tsk. múskat 150 g geitaostur sem hægt er að mylja ½ bolli valhnetur, saxaðar 1 sneið geitaostur til skreytingar Geitaost er hægt að kaupa víðast hvar í ostabúðum en Margrét Hugrún keypti ostinn í Búrinu þar sem hún gat bæði fengið ost til að mylja niður og eins eina sneið niðurskorna ofan á bökuna. Einfaldar uppskriftir að bökudeigi ef fólk vill frekar útbúa það sjálft má finna víðast hvar á netinu. Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og setjið í bökuform, lítið smurt, því deigið er feitt. Gott er að nota sprey. Skerið blaðlaukinn í sneiðar og sjóðið í 5-7 mínútur í heitu vatni. Pískið saman egg, rjóma, graslauk og undanrennu kryddið. Takið soðinn blaðlaukinn, hristið vatnið vel af honum og leggið ofan á bökudeigið. Dreifið muldum geitaostinum yfir og hellið svo eggja blöndunni ofan á. Bakið í miðjum of 40-50 mínútur, eða þar til bakan er lega gyllt. Þegar 10 mínútur eru um bil eftir af bökunartíma er valhnetum dreift yfir og geitaostssneiðin lögð þ ofan á. Leyfið bökunni að kólna aðe en best er að hún sé við stofuhita þ ar hún er borin fram. Geitaostsbaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.