Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 39
NEST LEARNING THERMOSTAT-HITASTILLIR Hitinn orðinn snjall Tony Fadell, vann áður hjá Apple og er oft kallaður faðir iPodsins. Fyrirtæki hans Nest Lab er komið með aðra kynslóð af hitastillum inn á heimili. Fadell vildi gera hitastilli snjallari og færa hann til nútímans. Hitastillar heimila hafa lítið breyst síðan þeir komu á markað á síðustu öld. Sífellt fleiri heimili hér á landi nota rafstýrða hitastilla í stað ofnakerfa. Í byrjun mánaðarins kom hitastillirinn á markað í Evrópu og kostar herlegheitin 249 pund í Bretlandi eða 46 þúsund krónur og kemur maður frá Nest til að setja þetta upp á heimilinu. Með Nest-appinu má breyta hitastillingunni heima hjá sér hvar sem er. Segir Fadell að hitakostnaður- inn geti lækkað um allt að 20% með tækinu. Tækið lærir hvernig hitastig fólk vill hafa á heimilinu og á hvaða tíma. Sérstakt merki, græna laufið, hjálpar eigandanum að finna ódýrustu kyndinguna. Hitastillirinn er ekki eina tækið sem Nest Lab hefur fært í nútímabún- ing en á síðasta ári kom reykskynjari frá fyrirtækinu sem breska blaðið The Guardian valdi eina af tækninýjungum ársins 2013. Í upphafi árs keypti tæknirisinn Google fyr- irtækið fyrir 3,2 milljarða dollara. Tony Fadell fékk hugmyndina að hitastillinum þegar hann var að byggja sér hús. AFP Íslensk fjölskylda horfir á Kanasjónvarpið árið 1961. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eftir tæknisýningu í New York 1939 kom hið virta New York Times út með dóma um ýmsar tæknibyltingar sem þar var að finna. Þar mátti lesa um dauða sjónvarpsins. Sjónvarpið var þá að koma með auknum krafti inn á hinn almenna markað en New York Times var ekki hrifið. „Vandamálið við þetta tæki sem kallast sjónvarp er að meðal Am- eríkani hefur ekki tíma til að stara á skjá í trékassa,“ var meðal ann- ars sem stóð í blaðinu. Þetta reyndist auðvitað ansi langt frá því sem síðar varð. Á tæknisýningunni byrjaði NBC að senda út efni til íbúa New York en sjónvarpstæki voru þá að byrja að verða hluti af stofum borgarbúa. Fimm til átta þúsund manns náðu útsendingum NBC. Sjónvarpið hafði komið á markað snemma á 20. öldinni en í afar takmörkuðu upplagi og aðeins forréttindafólk hafði efni að kaupa slík tæki. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem spekingar spá vitlaust fyrir um tækninýjungar en New York Times fór fremst í flokki að spá sjónvarpinu skammlífi. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Enginn starir á trékassa 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Tölvur eru tilgangslausar. Þær geta aðeins gefið manni svör.Pablo Picasso Símboðinn þótti mikið þarfaþing fyrir upptekið fólk. Með símboðanum var hægt að hringja í viðkomandi og þá kom númer viðkomandi á símboðann. Eftir að GSM-símar urðu ódýrari í kringum aldamótin fór hinsvegar að fjara verulega undan símboðanum. Þrátt fyrir að það séu ekki margir með símboða hér á landi keyptu Bandaríkjamenn sjö milljónir sím- boða árið 2012 samkvæmt tölum frá Consumer Agency í Bandaríkunum. 2003 skilaði símboðamark- aðurinn 6,3 milljörðum dollara til eiganda sinna en 2010 rúmum 1,5 milljörðum dollara. Símboðinn kom fyrst á markað árið 1950 fyrir lækna í New York ef þeir þurftu að bregða sér frá sjúkrahúsinu. John Francis Mitchell sameinaði svo tækni talstöðvar og útvarps tíu árum síðar og gerði að ódýru tæki þannig að almenningur gat fengið ein- tak. Símboðinn sló strax í gegn og varð mjög vinsæll þó að læknar, björgunarsveitarfólk og aðrir sem varð að vera hægt að ná í með skömmum fyrirvara notuðu slík tæki mest. Mörg vinsæl veitingahús notast við símboða þar sem fólk fær sinn eigin símboða sem pípir þegar borð losnar. GAMLA GRÆJAN Boð um símtal Læknarnir í sjónvarpsþáttaröðinni Grey’s Anatomy notast enn við símboða. Hér er Meredith Grey með einn slíkan. Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Au ka hl ut ad ag ar st an da til 1. m aí iPad töskur In Ear heyrnartól Þráðlausir hátalarar Fartölvutöskur daa ga rs ta nd a til 1. m aí Þrá ag ar st an da til 1 m aí ðlaus heyrnartól iPhone hulstur iPhone sport armbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.