Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna Ástralar fá stærsta arfinn Morgunblaðið/Sverrir AFP *Ekki er amalegt að geta huggað sig við fráfallástvinar með veglegum arfi. Af öllum þjóðumheims eru Ástralar sennilega þeir sem auð-veldast eiga með að halda aftur af tárunum íjarðarförum því þeir eiga heimsmetið í upp-hæð arfs. Rannsókn HSBC leiddi í ljós aðmeðalarfur í Ástralíu er um 56 milljóna króna virði. Er það fjórum sinnum hærra en heimsmeðaltalið. Elvar Árni Lund er maður margra hæfileika. Hann starfar við útflutn- ing sjávarafurða og stýrir fyrirtæki í skelrækt en eflaust þekkja fleiri hann sem forfallinn skotveiðimann og formann Skotvís, Skotveiðifélags Íslands. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fimm í heimili. Eiginkonan Arna Ýrr Sigurðardóttir, synir okk- ar Níels Árni og Benedikt Árni sem eru 9 og 6 ára og systursonur minn Sveinn Andri. Við eigum labrador- hundinn Skugga. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, ostur, smjör og ávextir og eitthvert brauðmeti. Svo vil ég alltaf eiga grænar ólífur með steinum og nóg af chili- kryddi. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Við förum með um 30.000 á viku í matarinnkaup. Hvar kaupirðu inn? Við verslum oftast í Bónus en stundum liggur leiðin á Hagkaup og Nettó. Við söknum þess að geta ekki verslað í Krónunni, sem er ekki að finna á Akureyri þar sem við búum. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Eftir að við hjónin fórum í 30 daga hreinsun á mataræði hjá Davíð Kristinssyni í Heilsuþjálfun á Ak- ureyri eru það lífrænu vörurnar sem heilla mest. Sykurlaust 80% súkkulaði vottað af Fair Trade rat- ar stundum í körfuna og svo er það Prima Donna Maturo- osturinn sem freistar um helgar. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Til að spara reynum við að kaupa minna í einu. Því miður eru þessar stóru einingar oft til þess fallnar að maturinn skemmist áður en hans er neytt. Það er nefnilega ekki alltaf ódýrt að kaupa magnpakkningar. Ég reyni svo að útvega mér fisk og sjávarfang beint frá framleiðanda og sama með lamba- og nautakjöt. Hvað vantar helst á heimilið? Ég held bara að okkur vanti ekki neitt, en það væri gaman að eignast nýjan blandara. Eyðir þú í sparnað? Ég hef lagt fyrir í lífeyrissparnaði hjá Sparnadur.is í mörg ár og líka inn á bankabók. Skothelt sparnaðarráð? Það er freistandi að segja að skot- helt sparnaðarráð sé að veiða í matinn, en þar sem það kostar orð- ið oft svo mikið að komast til veiða þá er villibráð munaðarvara. Það er miður því villibráð er einhver holl- asti matur sem hægt er að finna og þegar maður fullnýtir bráðina og gerir allt sjálfur veit maður hvers konar eðalhráefni maður er með í höndunum. Villtir grasbítar nýta svæði sem oft henta ekki til skipu- lagðrar beitar eða ræktunar svo það er í sjálfu sér sparnaður að nýta kjötið af þeim. Svo að það sé hægt þarf hinsvegar að tryggja almenningi áfram aðgengi að landinu. NEYTANDI VIKUNNAR ELVAR ÁRNI LUND Kaupir minna til að spara Elvar Árni saknar þess mjög svo að geta ekki fundið Krónuverslun á Akureyri. Með Elvari á myndinni er eiginkona hans, Arna Ýrr Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aurapúkinn hefur komið sér upp nokkrum góðum sparnaðarráðum í gegnum tíðina. Liggja sparnaðar- tækifærin hvað helst í matarinn- kaupunum og getur ódýr, bragð- góður og seðjandi réttur oft bjargað fjárhagnum. Eitt sem Púkinn hefur lært er að fá sér súpu þegar þarf að spara. Púkinn fann sér einn góðan súpu- framleiðanda og er enga stund að snara fram máltíð í örbylgjuofn- inum. Til að verða ekki þreyttur á súpunni á púkinn nokkrar uppá- haldstegundir til að breyta til. Diskur fullur af súpu mettir mag- ann hratt og vel og kostar af- skaplega lítið. Svo skemmir ekki fyrir að hitaeiningainnihaldið er oft ekki mikið í súpum svo bæði er verið að spara krónur og halda aukakílóunum í skefjum. Reyna má að spara enn meira með því að gera súpuna frá grunni frekar en úr dós eða pakka og geyma hana tilbúna til upphitunar í frysti eða í kæli. púkinn Aura- Sparað með súpunni A ð byggja upp góðan fjár- hag snýst ekki bara um að forðast stóráföllin. Oft eru það litlu útgjaldalið- irnir sem safnast upp í áranna rás og koma í bakið á fólki. Leiðin að fjárhagslegri heilsu er oftar en ekki vörðuð mörgum smáum en góðum ákvörðunum. En hvað getur munað um nokkra hundraðkalla hér og þar? Ert þú kannski að leka peningum án þess að gera þér grein fyrir heildar- áhrifunum? Rík af að gera nesti Matarútgjöld eru sígilt dæmi um lítinn og lúmskan kostnaðarlið. Það er rétt að nærast vel og gefa lík- amanum þá orku sem hann þarf til að afkasta í vinnunni og njóta frí- stunda, en örlítið daglegt bruðl í matarútgjöldum safnast fljótt upp. Hvað má t.d. spara með því að taka nesti í vinnuna í stað þess að borga fyrir hádegismat í mötuneytinu, úti á næsta kaffihúsi eða skyndibita- stað? Algengt er að máltíð á hamborg- arastað kosti í kringum 1.200 kr. og mötuneytismáltíð getur líka kostað töluvert. Gefum okkur að 1.000 kr. að jafnaði fari í hádegismat, alla virka daga ársins. Það gerir sam- tals í kringum 260.000 kr. yfir árið. Ef nesti væri tekið með í staðinn, og kostaði bara 300 kr. í hráefni hvern dag, þá væri sparnaðurinn árlega um 182.000 kr. Þeir sem venja sig af gosi og láta sér nægja kranavatn fá líka sand af seðlum að launum. Gefum okkur að sjálfsali í vinnunni eða skólanum selji hálfs lítra gosflösku á 250 kr. Ein flaska á dag alla daga vikunnar gerir um 65.000 kr. á ári. Tölurnar eru svipaðar fyrir þá sem ekki tekst að komast í gegnum daginn án þess að kaupa sér kaffi- bolla einhvers staðar. Nokkrir bjórar kosta sitt Fólk má ekki spara svo mikið að lífið verði alveg litlaust, en það er samt skynsamlegt að skoða hvað afþreyingin og skemmtunin kostar og kannski finna ódýrari iðju í stað- inn. Eða hvað kostar það að kaupa fjóra bjóra á bar í mánuði hverjum og fara mánaðarlega í bíó og kaupa popp og gos í hvert skipti? Gefum okkur að bíómiðinn kosti 1.250 kr., miðstærð af poppi og kók 800 kr. og bjórglasið 1.000 kr. Sam- tals eru útgjöldin þá 6.050 kr. á mánuði eða rúmlega 72.600 á ári. Síðan eru ýmis önnur smáleg gjöld sem stundum virðast hrein- lega vera hluti af því að vera Ís- lendingur: Seðilgjald hér, inn- heimtuviðvörun þar, yfirdráttar- vextir og sektir. Gefum okkur eina innheimtu- viðvörun í mánuði upp á 950 kr. og fjögur seðilgjöld upp á 600 kr. Samtals eru það 3.350 kr. á mánuði sem gerir 40.200 kr. á ári. Í dag eru vextirnir af 500.000 kr. yfir- drætti svo 64.500 kr. yfir árið. Og hvað kosta þau svo, öll þessi litlu útgjöld sem talin hafa verið upp hér að ofan? Jú, heilar 424.000 kr. á ári. LEKUR VESKIÐ PENINGUM? Hvað kosta öll litlu útgjöldin mikið yfir árið? MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT. DAGLEG OG MÁNAÐARLEG ÚTGJÖLD SEM ENGU VIRÐAST SKIPTA VERÐA AÐ MÖRGUM HUNDRUÐUM ÞÚSUNDA Á ÁRI HVERJU. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Víða leynast tækifæri. Að útbúa nesti í stað þess að kaupa hádegisverð ætti að geta sparað um 182.000 kr. á ári miðað við forsendur greinarinnar. Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.