Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 57
handritum og kalkmálverkum. Myndir hennar miðla fegurðarskyni og myndaheimi fornald- armanna. Þetta fer mjög vel saman,“ segir Annette. Jóhann segir að ritstjórarnir hafi metið hvernig best væri að standa að þýðingu fyrir sitt tungumál. „Markmiðið var því að miða að málsmekk hverrar þjóðar, að þýðingarnar kæmu fólki ekki of spánskt fyrir sjónir, og þær yrðu læsilegar fyrir almenning.“ Sem dæmi um það má nefna að í norsku útgáfunni eru bæði þýðingar á nýnorsku og bókmáli. „Þeir skipta þessu bróðurlega á milli sín, og sjá ekkert athugavert við það!“ segir Jóhann. Annað dæmi sem megi nefna er að í sænsku útgáfunni séu íslensk örnefnin ekki þýdd, samkvæmt hefðum þar, ólíkt því sem tíðkist í Noregi og Danmörku. Jóhann er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Þetta er fyrsta samræmda heildar- útgáfan á sænsku, og í fyrsta sinn sem þær koma út með þessum hætti í öllum löndunum. Sumar sögurnar og margir þáttanna hafa aldrei komið út áður á norsku og dönsku. Mín von hefur alltaf verið sú að þetta sé einstakt tækifæri fyrir fræðimenn, almenna lesendur og ekki síst bókasöfn að geta nú fangað þessa bókmenntagrein, sem á svo djúpar rætur í menningu Norðurlandanna og gert hana í heild sinni aðgengilega almenningi,“ segir Jó- hann. Annette bendir á að þetta sé í fyrsta sinn sem Íslendingasögurnar séu jafnframt þýdd- ar án þess að stórum köflum sé sleppt úr sögunum. „Það má segja að Danir hafi eig- inlega aldrei áður lesið Njálu því að í gömlu þýðingunum er búið að skera niður kafla, sleppa kvæðum og fleiri þáttum.“ Virðingin undirstrikuð Þjóðhöfðingjar landanna hafa ritað heið- ursformála að verkunum. Jóhann segir á eng- an þeirra hallað þó að minnst sé sérstaklega á formála Danadrottningar, sem tali til Ís- lendinga af ástúð og virðingu. „Við erum ákaflega þakklátir og stoltir af því að Mar- grét Þórhildur Danadrottning hefur ritað heiðursformála að verkinu og staðfestir þar með mikilvægi sagnanna og þá virðingu sem þær njóta í sínu heimalandi. Til frekari stað- festingar á því hefur hún boðist til þess að taka á móti fulltrúum útgáfunnar 21. maí og mun veita þar viðtöku eintaki af sögunum. Eitt af stórskáldum okkar, Þórarinn Eldjárn, hefur af því tilefni ort drápu til heiðurs Mar- gréti sem hann mun flytja henni við það tækifæri.“ Komu upp einhver sérstök vandamál á milli útgefandans og ritstjóranna? „Við rifumst stundum og var meiningarmunur, en það var bara til þess að skerpa keppnisandann! Þegar á heildina er litið var þetta bara sérlega eft- irminnilegt samstarf. Annette kom til dæmis fram með ýmsar tillögur og ég hafði sem bet- ur fer vit á að samþykkja þær!“ segir Jó- hann. Annette tekur undir það og segir sam- starfið hafa gengið mjög vel. Þá hafi þýðendurnir skilið mikilvægi starfs síns og sinnt verkinu eftir því. „Flestir skynja, að Ís- lendingasögurnar eru stærri en við. Við erum í raun að reyna að þjóna þeim. Eftir fimmtíu ár verður þessi þýðing úrelt og þá taka nýir þýðendur við, en þetta er okkar framlag í þessari löngu sögu Íslendingasagnanna, frá miðöldum til vorra daga.“ Jóhann samsinnir því. „Ég er sannfærður um að þetta er bara upphafið að því að þær komi út á fleiri heimstungum og verði gefnar út aftur og aftur. Það er sama hvaða skáldjöf- ur eða rithöfundur tjáir sig um sögurnar, allir sýna þeir þeim sömu lotningu. Það sýnir að það er einhver kraftur eða máttur sem fylgir sögunum.“ Annette tekur undir það og segir það und- irstrika mikilvægi þýðingarinnar. „Heims- bókmenntir skapast í gegnum þýðingar og þýðingarnar fá pláss í bókmenntum hvers- lands. Íslendingasögurnar verða með þýðing- unum hluti af dönskum bókmenntum, og munu hjálpa til við að móta danska tungu og bókmenntir. Þessar sögur hafa mótað Norð- urlöndin sem einingu og þess vegna er svo mikilvægt að þær séu þýddar á tungumál þeirra.“ 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Á sunnudag lýkur í Listasafni Reykjanesbæjar sýningunni Mannlegar víddir, með mannamyndum eftir Stefán Boulter og Stephen Lárus Stephen. Sá fyrrnefndi verður með leiðsögn á sýn- ingunni sama dag, kl. 14. 2 Á fjölum Litla sviðs Borgar- leikhússins gefur þessa dag- ana að líta sýninguna Ham- let litla. Virka daga er fimmtubekkingum boðið að mæta en tvær almennar sýningar eru á sunnu- dag. Í verkinu er unnið á áhugaverð- an hátt með söguna um Hamlet Danaprins. 4 Kammerkór Seltjarnar- neskirkju heldur á laugardag kl. 17 tónleika í kirkjunni undir yfirskriftinni „Dýrð- artónar“. Tónleikarnir eru í sam- starfi við Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, Kári Þormar leikur á orgelið og Friðrik Vignir Stefánsson stjórnar. 5 Á laugardag klukkan 14 verð- ur opnuð í Hafnarhúsinu ein- hver best sótta og líflegasta sýning hvers árs, útskrift- arsýning myndlistar- og hönnunar- nema í Listaháskóla Íslands. Forvitnileg verkefni og myndverk fylla þar salina og veita gestum innsýn í nýjustu stefn- ur og strauma og áhugamál listamanna og hönnuða framtíðarinnar. 3 Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur leikið fyrir þúsundir skólabarna á skólatónleikum í vikunni. Tónleikarispu sveit- arinnar lýkur með tvennum fjöl- skyldutónleikum í Eldborg á laug- ardag, klukkan 14 og 16. MÆLT MEÐ 1Íslenskar fornsögur eru eitt helsta fram-lag Norðurlanda til heimsbókmennt-anna. Í Danmörku hafa þær gegnt afar mikilvægu hlutverki sem heimildir um forna sögu íbúa Norðurlanda og þær hafa frá alda öðli kveikt samkennd með Norðurlanda- búum og tengt saman norrænar þjóðir. Vita- skuld er sögusvið Íslendingasagna fyrst og fremst stórbrotið landslag Íslands, en ís- lensku kapparnir sigla út í heim: til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Þeir setjast að á Grænlandi og fara þaðan og kanna ný lönd, eins og hið fjarlæga Vínland. Íslend- ingasögurnar – og ekki síst þættirnir – segja frá konungum sem eignuðust vináttu og nutu skemmtunar skálda, sagnamanna og kappa. Um 1200 segir Saxo, söguritarinn mikli, einnig frá því hér heima að Valdimar konungur mikli og Absalon erkibiskup hafi haldið við hirð sína Íslending sem var fram- úrskarandi sagnamaður. Af þeim sökum hélt konungur honum einhverju sinni heima og hleypti honum ekki í orrustu svo hann gæti sjálfur hlýtt á sagnaskemmtun hans um forna tíð. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að í þá daga töluðu Danir og Íslend- ingar, og raunar allir Norðurlandabúar, eitt og sama málið, sem þeir kölluðu danska tungu. Þeir þurftu ekki á þýðingum að halda. Nú, þegar heildarsafn Íslendingasagna er komið út á dönsku, munu danskir lesendur geta sökkt sér niður í þennan ríkulega sjóð sem ekki hefur áður verið aðgengilegur öll- um almenningi. Þetta eru leiftrandi sögur, stórar í sniðum og stundum mergjaðar; en um leið gefa þær okkur kost á að horfa inn í fjarlæga fortíð og eygja í sjónhending fornöld okkar á hennar eigin forsendum. Ég hlakka til að lesa bæði nýjar þýðingar á alkunnum sígildum verk- um eins og Njáls sögu og öðrum minna þekktum sögum sem ég hef enn ekki kynnst. Sögurnar hafa heillað mig frá unga aldri. Ég var ekki nema fjórtán eða fimmtán ára þeg- ar ég komst fyrst í kynni við þær, hetjur þeirra og eftirminnileg atvik: Gunnar, sem fellur af hesti sínum á leið í útlegð og lítur til baka á hlíðina fögru, frjósama akra og tún og verður ljóst að hann vill frekar deyja en yfirgefa heimahagana; skáldið Egil sem leysir höfuð sitt með kvæði, og Guðrúnu sem í ástarraunum sínum verður þeim manni að bana sem hún elskar mest. Í Danmörku nutum við lengi þeirra for- réttinda að varðveita gömlu íslensku hand- ritin í dönskum bókasöfnum. Nú hefur hand- ritasafninu verið skipt milli þessara tveggja vinaþjóða. Með heildarsafni Íslend- ingasagna í danskri þýðingu, sem Íslend- ingar höfðu forgöngu um, deila þeir sagna- arfinum með okkur á nýjan leik. Von mín er sú að í þessum nýju þýðingum nái sögurnar til eins margra og kostur er, svo nýjar kyn- slóðir geti haft af þeim sömu ánægju og ég hef haft. De islandske sagaer er et af Nordens mest markante bidrag til verdenslitteraturen. IDanmark har de spillet en særlig vigtig rolle som kilde til de gamle nordboers hi-storie, og de har fra en meget tidlig tid dannet et fællesskab i Norden og knyttet de nordiske folk sammen. Islændingesagaerne udspilles ganske vist primært i Islands drama- tiske landskab, men de islandske helte sejler ud i verden: til Danmark, Norge og Sverige. De bosætter sig i Grønland og udforsker derfra nye lande, som det fjerne Vinland. Islænd- ingesagaerne – og ikke mindst totterne – beretter om konger, der indgår venskab med og la- der sig underholde af islandske digtere, sagafortællere og helte. Herhjemme fortæller den store historiker Saxo omkring 1200 ligeledes, at kong Valdemar den Store og ærkebiskop Absalon ved hirden havde en islænding, der excellerede i at fortælle sagaer. Af denne grund holdt kongen ham engang hjemme fra et slag, så han kunne lytte til hans historier om old- tiden. Det er morsomt at tænke på, at danskere og islændinge, ja, alle nordboer, på den tid talte samme sprog, som de kaldte dansk tunge. De havde ikke brug for oversættelser. Nu, da en samlet oversættelse af alle islændingesagaerne foreligger på dansk, vil danske læsere kunne dykke ned i hele den righoldige skat, som ikke tidligere har været tilgængelig for en bred læserskare. Det er forrygende historier, dramatiske, sommetider drastiske; men de giver os samtidig lov til at kigge ind i en fjern fortid og få et glimt af vor egen oldtid på dens egne præmisser. Jeg glæder mig både til at læse de nye oversættelser af de kendte klassikere, som Njals saga, og de mere glemte sagaer, som jeg endnu ikke kender. Fra en ung alder har sagaerne begejstret mig. Allerede som fjorten-femtenårig stiftede jeg bekendtskab med sagaerne og deres uforglemmelige helte og optrin: Gunnar, der på vej i landflygtighed falder af hesten, ser tilbage mod den smukke fjeldskråning og det frugtbare landskab og indser, at han hellere vil dø end forlade sin jord; skjalden Egil, der køber sit eget hoved med et kvad, og Gudrun, der af ulykkelig kærlighed får dræbt den mand, som hun elsker højest. I lang tid havde vi i Danmark det privilegium at bevare de gamle islandske håndskrifter ved danske biblioteker. Håndskriftsamlingen er i dag delt mellem de to venskabsfolk. Med den samlede danske oversættelse af islændingesagaerne, som sker på islandsk initiativ, deler islændingene sagaarven med os påny. Det er mit håb, at sagaerne i denne nye over- sættelse vil nå ud til så mange som muligt, så nye generationer kan få samme glæde af saga- erne, som jeg har haft. FORMÁLI MARGRÉTAR ÞÓRHILDAR DANADROTTNINGAR Íslendingasögurnar eru leiftrandi og stórar í sniðum Hennar hátign Margrét Þórhildur Danadrottning.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.