Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 4

Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Á morgun fer fram árlegt uppboð á reiðhjólum í hús- næði Vöku hf., Skútuvogi 8, Reykjavík, að beiðni lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni verða boðin upp um 120 reiðhjól. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, segir að uppboðið eigi sér áratuga sögu. Áður fyrr hafi uppboðin verið í porti lögregl- unnar við Hafnarstræti, síðar á Fríkirkjuvegi 11, þeg- ar Sakadómur Reykjavíkur hafi verið þar til húsa, lengst af á ýmsum stöðum í Borgartúni og undanfarin ár í húsnæði Vöku. Á liðnu ári fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu um 530 tilkynningar um stolin reiðhjól. Gunnar segir að á uppboðinu séu hjól, sem hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu og ekki kom- ist í hendur réttra eigenda aftur. Þess séu líka dæmi að hjól hafi verið skilin eftir fyrir utan húsnæði lög- reglunnar við Hverfisgötu og þau fari einnig í geymsluna og á uppboðið, komist þau ekki til skila. Ekkert grunnverð er sett á hjólin. Reiðhjólageymsla lögreglunnar í Borgartúni 7b er opin á þriðjudögum klukkan 10-12. Þar má tilkynna um stolin reiðhjól finnist þau ekki í geymslunni. Uppboðið hefst klukkan 11 og verður byrjað á því að bjóða upp barnakerrur, barnavagna, hlaupahjól og síðan barnahjól og svo stærri hjól. Greiða verður með debetkorti eða pen- ingum við hamarshögg. steinthor@mbl.is Um 120 reiðhjól á uppboði Talning Það verður handagangur í öskjunni á morgun.  Greiðsla við hamarshögg Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Rífandi stemming var á heimavelli Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær- kvöld þegar heimamenn tóku á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum í hreinum úrslita- leik um Íslandsmeistaratitilinn. Rúm- lega tvö þúsund áhorfendur voru á vell- inum, þar af nærri því helmingurinn Eyjamenn sem lögðu leið sína upp á land til að styðja sitt lið. Skiptust stúkurnar í haf rauðra og hvítra treyja liðanna tveggja en svo fór að ÍBV fór með sigur af hólmi með einu marki, 28-29. „Þetta er með því flottara sem ég hef séð, hversu vel áhorfendur taka þátt í leiknum og hve stemmingin er frábær,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í gærkvöld. Hann líkir stemm- ingunni við þá sem var á Ásvöllum á leik Íslands við Eistland skömmu eftir að lið- ið vann silfur á Ólympíuleikunum 2008. „Þetta er báðum félögum til mikils sóma. Þetta hafa verið frábærar viður- eignir. Handboltinn fær að njóta sín, það er það sem skiptir öllu máli.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði stemminguna í Hafnarfirði einstaka þegar blaðamaður náði af hon- um tali í hálfleik. „Hér voru allir mættir klukkutíma fyr- ir leik og byrjaðir að syngja og skemmta sér. Stuðningsmennirnir eru duglegir við að styðja sitt lið. Þetta er bara frábær handboltaleikur og mikil og góð auglýs- ing fyrir handboltann,“ sagði hann. Morgunblaðið/Ómar Einstök stemning á Ásvöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.