Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Á morgun fer fram árlegt uppboð á reiðhjólum í hús- næði Vöku hf., Skútuvogi 8, Reykjavík, að beiðni lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni verða boðin upp um 120 reiðhjól. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, segir að uppboðið eigi sér áratuga sögu. Áður fyrr hafi uppboðin verið í porti lögregl- unnar við Hafnarstræti, síðar á Fríkirkjuvegi 11, þeg- ar Sakadómur Reykjavíkur hafi verið þar til húsa, lengst af á ýmsum stöðum í Borgartúni og undanfarin ár í húsnæði Vöku. Á liðnu ári fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu um 530 tilkynningar um stolin reiðhjól. Gunnar segir að á uppboðinu séu hjól, sem hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu og ekki kom- ist í hendur réttra eigenda aftur. Þess séu líka dæmi að hjól hafi verið skilin eftir fyrir utan húsnæði lög- reglunnar við Hverfisgötu og þau fari einnig í geymsluna og á uppboðið, komist þau ekki til skila. Ekkert grunnverð er sett á hjólin. Reiðhjólageymsla lögreglunnar í Borgartúni 7b er opin á þriðjudögum klukkan 10-12. Þar má tilkynna um stolin reiðhjól finnist þau ekki í geymslunni. Uppboðið hefst klukkan 11 og verður byrjað á því að bjóða upp barnakerrur, barnavagna, hlaupahjól og síðan barnahjól og svo stærri hjól. Greiða verður með debetkorti eða pen- ingum við hamarshögg. steinthor@mbl.is Um 120 reiðhjól á uppboði Talning Það verður handagangur í öskjunni á morgun.  Greiðsla við hamarshögg Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Rífandi stemming var á heimavelli Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær- kvöld þegar heimamenn tóku á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum í hreinum úrslita- leik um Íslandsmeistaratitilinn. Rúm- lega tvö þúsund áhorfendur voru á vell- inum, þar af nærri því helmingurinn Eyjamenn sem lögðu leið sína upp á land til að styðja sitt lið. Skiptust stúkurnar í haf rauðra og hvítra treyja liðanna tveggja en svo fór að ÍBV fór með sigur af hólmi með einu marki, 28-29. „Þetta er með því flottara sem ég hef séð, hversu vel áhorfendur taka þátt í leiknum og hve stemmingin er frábær,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í gærkvöld. Hann líkir stemm- ingunni við þá sem var á Ásvöllum á leik Íslands við Eistland skömmu eftir að lið- ið vann silfur á Ólympíuleikunum 2008. „Þetta er báðum félögum til mikils sóma. Þetta hafa verið frábærar viður- eignir. Handboltinn fær að njóta sín, það er það sem skiptir öllu máli.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði stemminguna í Hafnarfirði einstaka þegar blaðamaður náði af hon- um tali í hálfleik. „Hér voru allir mættir klukkutíma fyr- ir leik og byrjaðir að syngja og skemmta sér. Stuðningsmennirnir eru duglegir við að styðja sitt lið. Þetta er bara frábær handboltaleikur og mikil og góð auglýs- ing fyrir handboltann,“ sagði hann. Morgunblaðið/Ómar Einstök stemning á Ásvöllum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.