Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Kvöldverður með frambjóðendum Dagana 21.–23. maí hefur þú tækifæri til að láta frambjóðendurna Áslaugu Friðriksdóttur, Hildi Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur bjóða þér í kvöldverð og spjall um framtíð Reykjavíkur. Þátttakendafjöldi er takmarkaður, svo ef þú hefur áhuga, sendu okkur nafn og símanúmer á netfangið hvotxd@gmail.com HVÖT – félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi hefur verið talsmaður breytinga í málefnum aldraðra og fatlaðra. Fólk þarf að hafa meira val og biðlistar þurfa að hverfa. Áslaug hefur einnig áhuga á að nýta betur tækifærin í menningar- og ferðamálum. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi hefur á kjörtímabilinu aðallega unnið að umhverfis- og skipulagsmálum og meðal annars beitt sér fyrir breytingum í búsetu- og samgöngumálum. Marta Guðjónsdóttir varborgarfulltrúi hefur setið í skóla- og frístundaráði og íþrótta- og tómstundaráði á kjörtímabilinu. Áherslur hennar snúameðal annars að því að byggja upp fyrsta flokks grunnskóla með áherslu á val, fjölbreytni og árangur. Kynntu þér málefnin á xdreykjavik.is Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alls seldust 2.543 nýir bílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins og er það ríflega 22% aukning frá fyrra ári. Bílaumboðið BL seldi flesta bíla, eða 567, og jók sölu sína um ríflega 54% frá því í fyrra. Er salan ein- stakra umboða sýnd hér til hliðar. Toyota er söluhæsta bílategundin á þessu tímabili og tekur við keflinu af Volkswagen frá sömu mánuðum árið 2013. Athygli vekur að sala á Nissban-bílum margfaldast, fer úr 48 bílum 2013 í 199 bíla í ár. Það vekur einnig athygli að sala á Mercedes-Benz eykst talsvert, fer úr 64 bílum í 99 bíla. Sala á BMW eykst líka, fer úr 23 bílum í 30 bíla. Sala á Audi dregst hins vegar saman, fer úr 36 bílum í 32 bíla. Þá minnkar sala á Jaguar Land Rover limited, fer úr 17 bílum í 12 bíla. Lúxusbílar í sókn Má flokka þessar fjórar tegundir sem lúxusbílategundir. Salan á þeim eykst úr 140 bílum í 173 bíla og eykst því um tæp 24%, eða svipað og sala nýrra bíla almennt. Er hér ekki tekið tillit til sölu á dýrari bílum af gerð- inni Toyota, þar með talið Land Cruiser, né er hér horft til sölu á Lexus-bílum, sem eru lúxusmerki. Til marks um verðlagningu lúxus- bifreiða kosta nýir Mercedes-Benz E-Class bílar frá 7,4 og upp í 26,6 milljónir, samkvæmt vef Öskju. Bílaleigur keyptu 621 nýja bifreið á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs en 786 þessa mánuði í ár. Fer hlutur þeirra úr 29,9% í 30,9% af heildar- sölu nýrra bifreiða. Sveiflur í sölu einstakra tegunda milli ára geta verið miklar. Má þar nefna að í ár seldust 54 nýir Peugeot- bílar en 15 sömu mánuði í fyrra. Er það hlutfallslega mesta aukningin, ef frá er talin söluaukning á Nissan. Sala á Dacia dregst mest saman, fer úr 36 nýjum bílum 2013 í 21 nýjan bíl í ár og er það tæplega 42% sam- dráttur. Þá minnkar sala á Honda talsvert, fer úr 114 nýjum bílum nið- ur í 74 nýja bíla og minnkar um 35%. Loks eykst salan í flokknum aðrar tegundir úr 59 nýjum bílum í 108 bíla og er það ríflega 83% aukning. Hlutdeild bifreiða í þessum flokki af heildarsölunni eykst líka, fer úr 2,8% árið 2013 í 4,2% árið 2014. Sala nýrra bíla eykst um fjórðung milli ára  Hlutur bílaleiga óbreyttur  Sala á Benz tekur kipp Sala nýrra bíla á fyrstu fjórum mánuðum ársins Samanburður milli 2013 og 2014, nýir fólksbílar og sendibílar Sala eftir bílaumboðum (heildarmarkaður með bílaleigubílum) jan.-apr. 2014 borið saman við 2013 Sala eftir bíltegundum (heildarmarkaður með bílaleigubílum) jan.-apr. 2014 borið saman við 2013 Sölusæti Bílaumboð Sala ‘14 Sala ‘13 Breyting Hlutdeild Hlutdeild jan.-apr. jan.-apr. 2014 2013 1 BL 567 368 54,1% 22,3% 17,7% 2 Hekla 476 546 -12,8% 18,7% 26,3% 3 Brimborg 385 269 43,1% 15,1% 12,9% 4 Toyota / Lexus 379 250 51,6% 14,9% 12,0% 5 Askja 277 205 35,1% 10,9% 9,9% 6 Bílabúð Benna 203 199 2,0% 8,0% 9,6% 7 Bernhard 128 129 -0,8% 5,0% 6,2% 8 Suzuki 91 91 0,0% 3,6% 4,4% 9 Aðrir 37 22 68,2% 1,5% 1,1% Alls 2.543 2.079 22,3% 100,0% 100,0% Sölusæti Tegund Sala ‘14 Sala ‘13 Breyting Hlutdeild Hlutdeild jan.-apr. jan.-apr. 2014 2013 1 Toyota 369 243 51,9% 14,5% 11,7% 2 Volkswagen 293 289 1,4% 11,5% 13,9% 3 Ford 231 125 84,8% 9,1% 6,0% 4 Nissan 199 48 314,6% 7,8% 2,3% 5 Chevrolet 195 197 -1,0% 7,7% 9,5% 6 Kia 178 141 26,2% 7,0% 6,8% 7 Skoda 145 211 -31,3% 5,7% 10,1% 8 Renault 120 78 53,8% 4,7% 3,8% 9 Mercedes-Benz 99 64 54,7% 3,9% 3,1% 10 Suzuki 91 91 0,0% 3,6% 4,4% (Tegundir í 11.-22. sæti ekki sýndar) Samtals 2.543 2.079 22,3% 100,0% 100,0% Þar af bílaleigubílar 786 621 Hlutfall af heildarsölu 30,9% 29,9% Heimild: Brimborg Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Þegar FL Group hafði tryggt sér yfirráð yfir Glitni í lok aprílmánaðar árið 2007 tæplega tvöfölduðust útlán bankans til Baugshópsins, en sem dæmi fóru útlánin til Baugs og FL Group yfir 40% af eiginfjárgrunni bankans. Þetta sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, við aðalmeðferð í Aurum-málinu svo- nefnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísaði hann þar til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna haustið 2008. Hann sagði málið eiga sér fá fordæmi hér á landi þegar kæmi að efnahagsbrotum. Málflutningi lýkur í dag. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis banka til félagsins FS38 ehf. í júlímánuði árið 2008. Lánið var veitt til að fjármagna að fullu kaup FS38 á 25,7% hlut í Fons, eignarhalds- félagi Pálma Haraldssonar, í Aurum Holdings Limited og eru þeim Lár- usi Welding, fyrrverandi banka- stjóra Glitnis, Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, einum aðaleiganda bankans, Magnúsi Arnari Arngrímssyni, fyrr- verandi framkvæmdastjóra fyrir- tækjasviðs, og Bjarna Jóhannessyni, fyrrverandi viðskiptastjóra Glitnis, gefin að sök umboðssvik eða hlut- deild í umboðssvikum vegna lánveit- ingarinnar. Saksóknari sagði einnig að útlán bankans til eignarhalds- félagsins Fons, sem Pálmi Haralds- son fór fyrir, hefðu aukist verulega eftir að skipt var um forstjóra í Glitni. Reyndar hefðu útlán bankans til Baugshópsins svokallaða tvö- faldast. Inn á persónulegan reikning Í munnlegum málflutningi sér- staks saksóknara kom fram að Jón Ásgeir hefði, í gegnum félög sem hann, fjölskylda hans og viðskipta- félagar áttu meirihluta í og stjórn- uðu, ráðið yfir 40% af hlutafé Glitnis. Honum hefði ekki getað dulist að með sex milljarða fjárveitingunni væru þeir Lárus og Magnús Arnar að misnota stöðu sína og valda bank- anum verulegri fjártjónshættu. Einn milljarður af upphæðinni hefði farið inn á persónulegan reikn- ing Jóns Ásgeirs sem hann hefði nýtt í eigin þágu, meðal annars til að greiða um 705 milljóna króna yfir- dráttarskuld sína hjá Glitni. Farið er fram á sex ára fangelsi yfir Lárusi og fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri, Magnúsi Arnari og Bjarna. Morgunblaðið/Golli Aurum-málið Lögmenn ræða saman í héraðsdómi í gær. Sérstakur saksókn- ari fer fram á sex ára og fjögurra ára fangelsi yfir sakborningum. Útlán tvöfölduðust við forstjóraskipti  Málflutningi í Aurum-málinu lýkur í dag Undanfarin ár hefur Veiðimálastofnun rannsakað göngur laxaseiða til sjávar í nokkrum ám hér á landi, m.a. í Kálfá sem er þverá Þjórsár. Göngu- seiðagildra til veiða á seiðum var að þessu sinni sett niður þann 7. maí sl. Laxagönguseiði komu strax fyrsta sólarhringinn, sem er óvenjusnemmt. Hlýindi í vor eru líklega skýringin, en í fyrra var vorið mun kaldara og hófst gangan þá ekki fyrr en 18. maí. Rannsóknirnar eru liður í mati á stofnstærð laxa á vatnasvæði Þjórsár sem unnin er í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir í Neðri-Þjórsá og kost- aðar eru af Landsvirkjun. Þær hófust árið 2012 og fyrstu merktu seiðin skiluðu sér í fyrra. Þá komu 7,9% seiðanna til baka úr sjó, að því að greint er frá á veidimal.is. Hlýindi flýta för laxaseiða í Kálfá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.