Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 22
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Konur eru í auknum mæli farnar að óska eftir fyrirbyggjandi aðgerðum við brjóstakrabbameini, eða svoköll- uðu brjóstnámi. Kristján Skúli Ás- geirsson, brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að konur séu orðnar miklu betur upplýstar en áð- ur og þær sem eigi sér fjölskyldu- sögu sækist oft eftir því að fá erfða- ráðgjöf þar sem kemur í ljós hvort þær eru með arfgenga stökkbreyt- ingu í genum sem getur aukið lík- urnar á brjóstakrabbameini. Þær konur sæki oft eftir því að láta fjar- lægja á sér bæði brjóstin en lang- tímahorfur þeirra kunna að verða betri ef þær fara í slíka aðgerð. 4 til 5 konur á ári í aðgerð Erfðaráðgjöfin tók til starfa hér á landi með skipulögðum hætti seinni- part árs 2006. Frá ársbyrjun 2007 og til dagsins í dag hafa 114 heilbrigðar konur greinst með stökkbreytingu og hafa 28 þeirra greinst á síðustu tveimur árum. Í lok þessa árs verða um 43% þeirra búin að fara í fyrir- byggjandi brjóstnám. „Frá 2007 til dagsins í dag hafa tíu konur farið í fyrirbyggjandi aðgerðir en helm- ingur þeirra fór á síðustu tveimur ár- um. Fyrir lok þess árs verða tólf kon- ur búnar að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám sem sýnir að þetta eru mjög vaxandi aðgerðir. Núna eru sjö konur á biðlista eftir brjóstnámi í fyrirbyggjandi skyni,“ segir Krist- ján. „Inni í þessum tölum eru ekki þær konur sem fengu brjóstakrabba- mein án þess að vita af því að þær væru með stökkbreytinguna. Í kjöl- farið á krabbameininu fara þær í erfðaráðgjöf, þar kemur í ljós að þær eru með stökkbreytinguna og þá biðja sumar þeirra um fyrir- byggjandi aðgerð á hinu brjóstinu. Þetta er viðbótarhópur. Ef maður tekur bæði þessar tíu heilbrigðu konur sem hafa farið í brjóstnám og svo þær sem hafa látið taka af sér brjóst því þær fengu krabbamein í hitt eru þetta á síðustu sjö árum 27 konur. Það eru þannig fjórar til fimm konur á ári sem hafa farið í fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerð hér á landi undanfarin sjö ár.“ Meðalaldur þeirra kvenna sem hafa farið í fyrirbyggjandi brjóstnám á síðustu árum hér á landi er 43 ár, en þær eru frá 33 ára og upp í 55 ára. 80% áhætta á krabbameini Talið er að um 1.200 íslenskar kon- ur geti verið með stökkbreytta krabbameinsgenið, samkvæmt gögn- um Íslenskrar erfðagreiningar. Þær konur eru í sex- til áttfaldri hættu m.v. venjulega konu á að fá brjósta- krabbamein. 11% kvenna fá brjósta- krabbamein einhvern tímann á æv- inni en áhætta þeirra sem eru með stökkbreytinguna er 60% til 80%, að sögn Kristjáns. Konur fara ekki beint í brjóst- námsaðgerð ef þær greinast með stökkbreytinguna. Flestar byrja á myndgreiningareftirliti en þeim er gefinn kostur á að mæta í segulóm- skoðun og röntgenmyndatöku á brjóstum til skiptis á hálfs árs fresti. Á sama tíma hefst umræða og fræðsla um gildi fyrirbyggjandi skurðaðgerða. „Ákveðið ferli fer þannig snemma af stað en frá því þær eru búnar að ákveða að fara í að- gerð og þar til hún á sér stað geta lið- ið eitt til tvö ár. Þessar aðgerðir eru ekki gerðar nema eftir nokkuð lang- an undirbúnings- og fræðslutíma,“ segir Kristján og bætir við að ákvarðanataka kvennanna litist oft af því að nákomnir fjölskyldumeðlimir hafa fengið brjóstakrabbamein eða jafnvel dáið úr sjúkdómnum. Um síðustu helgi var haldin í Hörpu alþjóðleg ráðstefna brjósta- skurðlækna sem fjallaði um fyrir- byggjandi meðferðir við ættgengu brjóstakrabbameini. Um 120 ráð- stefnugestir sóttu fundinn, og voru framkvæmdar brjóstnámsaðgerðir í beinni útsendingu og íslenskar kon- ur, sem farið höfðu í fyrirbyggjandi brjóstnám, sögðu frá reynslu sinni. Bætir horfur kvennanna Kristján segir að það hafi komið fram á ráðstefnunni að niðurstöður nýrra rannsókna með löngum eftir- fylgnitíma sýni fram á að fyrirbyggj- andi brjóstnám minnki ekki bara hættuna á að fá sjúkdóminn heldur geti líka bætt horfur kvennanna. „Til þessa hefur verið um það deilt hvort þessar aðgerðir bæti horfurnar, en þessar rannsóknir virðast einmitt sýna fram á það. Þetta er það sem er að koma í ljós núna á síðustu árum og m.a. ástæðan fyrir því að eftirspurn- in eftir aðgerðum er að vaxa og við í vaxandi mæli að bjóða upp á þær,“ segir Kristján að lokum og bætir við að hann búist við því að brjóstnáms- aðgerðum muni fjölga nokkuð á næstu árum. Fleiri konur biðja um brjóstnám  Tíu konur hafa farið í brjóstnám hér á landi frá 2007 og nú eru sjö konur á biðlista  Bætir lífsgæði þeirra sem eru í meiri áhættu á að fá brjóstakrabbamein vegna arfgengrar stökkbreytingar í genum Morgunblaðið/Golli Læknir Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir segir fleiri konur óska orðið eftir því að komast í fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerð. Brjóstnám » Um 1.200 íslenskar konur gætu verið með stökkbreytta krabbameinsgenið, samkvæmt gögnum Íslenskrar erfðagrein- ingar. » Þær konur eru í sex- til átt- faldri hættu m.v. venjulega konu á að fá brjóstakrabba- mein. » „Það er klárt að fyrirbyggj- andi aðgerðir minnka áhætt- una á að fá sjúkdóminn.“ www.utkall.is ÚTKALL Í ÞÁGU VÍSINDA ÞESSA DAGANA ERU BJÖRGUNARSVEITIRNAR AÐ GANGA Í HÚS Þær sækja tilbúin skilaumslög til þeirra sem ákveða að taka þátt. Umslögin má einnig setja ófrímerkt í póst. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Langflestar þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein læknast af sjúkdómnum. „Með vaxandi tíðni fyrirbyggjandi brjóstnáma verða fleiri konur sem fá ekki brjóstakrabbamein í framtíðinni. Þeir brjóstaskurðlæknar, sem eru að bjóða upp á og framkvæma þessar að- gerðir, eru að fást við margar siðferðislegar spurningar. t.d. hvert er gildi þess að fyrirbyggja sjúkdóm sem er langoftast læknanlegur? Hvað þýðingu hefur það að gera stórar aðgerðir á konum sem eru algjörlega heilbrigðar og hugsanlega að gera aðgerðir á konum sem myndu aldrei fá sjúkdóminn? Það er alveg ljóst að takmarkið með þessum aðgerðum er að minnka líkur þessara kvenna á því að fá brjóstakrabbamein og væntanlega bæta horfur sumra en ekki síst snýst þetta um það að bæta lífsgæði þeirra þannig að þær geti haldið áfram með sitt líf án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því að fá sjúkdóminn. Þannig er þetta starf ákaflega vandasamt og sérhæft og mikilvægt að sérhæft teymi vinni að þessu svo útkoman verði góð. Á undanförnum árum hefur slíkt sérhæft teymi myndast utan um þessa starfsemi á Landspítalanum, enda líklegt að þessum aðgerðum muni fjölga á næstu árum,“ segir Kristján. Langoftast læknanlegt BRJÓSTAKRABBAMEIN Tilboðsverð 23.896,- Tilboðsverð 12.792,- Ti lboðsverð 31.992,- Tilboðsverð 29.592,- Samstarfsaðilar um land allt. Kaupfélag Borgfirðinga, Veiðiflugan á Reyðarfirði, SR Byggingavörur á Siglufirði. Tilboðsverð 18.392,- Tilboðsverð 23.920,- VOR SPREN GJA Tilboðsverð 14.320,- Tilboðsverð 39.192,- Tilboðsverð 47.992,- Við fögnum sumrinu og bjóðum allar vörur með 20% afslætti Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.