Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Á sunnudag, 18. maí, frá kl. 14 til 17
er tekið á móti gestum í Flug-
görðum á Reykjavíkurflugvelli. Að-
gengi á svæðið er frá bílastæði við
Njarðargötu og í húsi Félags ís-
lenskra einkaflugmanna við frakt-
afgreiðslu Flugfélags Íslands.
Svæðið er innan girðingar
Reykjavíkurflugvallar og því má
ætla að mörgum þyki áhugavert að
kynna sér starfsemi á luktu svæði.
Í Fluggörðum eru byggingar sem
eru samanlagt um 8.000 fermetrar.
Þar eru geymdar og gerðar út um
80 flugvélar.
Þarna hafa líka aðstöðu ýmis fé-
lög, fyrirtæki, flugskólar, verk-
stæði og fleira.
„Í Fluggörðum er grasrót flugs-
ins. Þar verða til flugmenn, bæði
þeir sem með tímanum verða at-
vinnuflugmenn og halda uppi sam-
göngum eyþjóðar við umheiminn
sem og innanlands, eins og þeir sem
hafa flugið sem tómstundagaman,“
segir í tilkynningu. sbs@mbl.is
Fluggarðar
eru opnir á
sunnudag
80 flugvélar eru
staðsettar á svæðinu
Morgunblaðið/Kristinn
Hátíð Flugið er spennandi og dag-
skrá sunnudagsins áhugaverð.
„Skógræktaráhuginn fer vaxandi,
því reglulega setja fulltrúar ým-
issa félagasamtaka sig í samband
við okkur og vilja nema land hér í
Heiðmörkinni,“ segir Helgi Gísla-
son framkvæmdastjóri Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur. Félagar í
Rótarýklúbbi Breiðholts mættu á
svæðið um síðustu helgi og tóku
þar til hendi í vorverkum, það er
að hreinsa burt sinu, grisja og
gróðursetja. Þá ætla soroptimista-
konur að taka til óspilltra málanna
á næstu dögum.
Heiðmörkin er í það heila um
3.200 hektarar og skógarlönd þar
af um 1.300 ha. Reitir félaga og
fyrirtækja eru alls 140 ha. og eða
rúm 10% alls ræktað lands á svæð-
inu. „Við köllum þetta landnema-
félög, hvert á sinn reit þar sem
fólk fer saman í skógarferðir og á
skemmtilegar stundir.
Við starfsmenn leggjum því
gjarnan lið og leiðbeinum,“ segir
Helgi sem telur þetta grasrótar-
starf mjög mikilvægt. Sjálfboðin
vinna hafi raunar verið lykilþátt-
urinn í öllu starfinu í Heiðmörk-
inni, þar sem ræktun hófst árið
1950.
„Fyrir nokkru náðum við ágætu
samkomulagi við Reykjavíkurborg
um áframhaldandi stuðning við
starfið hér,“ segir Helgi sem bætir
við að landnemaverkefnin séu
ákveðinn grunnþáttur í starfinu.
Þar muni um allt, svo sem reit sem
SÁÁ helgaði sér fyrir fáum árum.
Þar hefur verið unnið af kappi við
ýmis verkefni af hópi sem kallar
sig Timburmenn. sbs@mbl.is
Timburmenn gróðursetja
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skógarmaðurinn Sjálfboðastarfið er lykilþáttur, segir Helgi Gíslason.
Landnemar láta að sér kveða í ýmsum reitum í Heiðmörk
Kjarasamningur
flugvallarstarfs-
manna við Isavia
var samþykktur
í atkvæða-
greiðslu félags-
manna með
meirihluta at-
kvæða.
Með undir-
ritun samnings-
ins var verkfalli Félags flugmála-
starfsmanna ríkisins (FFR),
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna og SFR frest-
að til 22. maí. Úrslit kosningar um
samninginn liggja nú fyrir. Skv.
upplýsingum FFR samþykktu
72,95% félagsmanna samninginn,
24,62% höfnuðu honum og 2,43%
skiluðu auðu. „Niðurstaðan er skýr
og ekki leikur nokkur vafi á því að
félagsmenn eru sáttir við að undir-
ritaður kjarasamningur taki gildi,“
segir í frétt á vefsíðu FFR.
Samþykktu
kjarasamning
við Isavia
Hlökkum til að sjá þig
Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI
Háskóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins
upplýsingar og fræðsla. Háskóli er samfélag.
Skemmtilegur félagsskapur. Alvöru nám.
Hjúkrunarfræði**
Iðjuþjálfunarfræði*
Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum
- MS í heilbrigðisvísindum
- Diplómanám í heilbrigðisvísindum (45 ECTS ein.)
Heilbrigðisvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið
Viðskipta- og raunvísindasvið
unak.is
Líftækni*
Sjávarútvegsfræði*
Diplómanám í náttúru- og auðlindafræðum*
Viðskiptafræði*
MS í auðlindafræði
MS í viðskiptafræði
Félagsvísindi*
Fjölmiðlafræði*
Kennarafræði* (leik- og grunnskólastig)
Diplómanám í leikskólafræðum*
Lögfræði
Nútímafræði*
Sálfræði*
Félagsvísindi MA
Menntunarfræði MEd
Menntavísindi MA
Umsóknarfrestur til 5. júní
*Einnig í boði í fjarnámi
**Í boði í Hafnarfirði, á Ísafirði og
Norðurlandi vestra haustið 2014*