Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Á sunnudag, 18. maí, frá kl. 14 til 17 er tekið á móti gestum í Flug- görðum á Reykjavíkurflugvelli. Að- gengi á svæðið er frá bílastæði við Njarðargötu og í húsi Félags ís- lenskra einkaflugmanna við frakt- afgreiðslu Flugfélags Íslands. Svæðið er innan girðingar Reykjavíkurflugvallar og því má ætla að mörgum þyki áhugavert að kynna sér starfsemi á luktu svæði. Í Fluggörðum eru byggingar sem eru samanlagt um 8.000 fermetrar. Þar eru geymdar og gerðar út um 80 flugvélar. Þarna hafa líka aðstöðu ýmis fé- lög, fyrirtæki, flugskólar, verk- stæði og fleira. „Í Fluggörðum er grasrót flugs- ins. Þar verða til flugmenn, bæði þeir sem með tímanum verða at- vinnuflugmenn og halda uppi sam- göngum eyþjóðar við umheiminn sem og innanlands, eins og þeir sem hafa flugið sem tómstundagaman,“ segir í tilkynningu. sbs@mbl.is Fluggarðar eru opnir á sunnudag  80 flugvélar eru staðsettar á svæðinu Morgunblaðið/Kristinn Hátíð Flugið er spennandi og dag- skrá sunnudagsins áhugaverð. „Skógræktaráhuginn fer vaxandi, því reglulega setja fulltrúar ým- issa félagasamtaka sig í samband við okkur og vilja nema land hér í Heiðmörkinni,“ segir Helgi Gísla- son framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Reykjavíkur. Félagar í Rótarýklúbbi Breiðholts mættu á svæðið um síðustu helgi og tóku þar til hendi í vorverkum, það er að hreinsa burt sinu, grisja og gróðursetja. Þá ætla soroptimista- konur að taka til óspilltra málanna á næstu dögum. Heiðmörkin er í það heila um 3.200 hektarar og skógarlönd þar af um 1.300 ha. Reitir félaga og fyrirtækja eru alls 140 ha. og eða rúm 10% alls ræktað lands á svæð- inu. „Við köllum þetta landnema- félög, hvert á sinn reit þar sem fólk fer saman í skógarferðir og á skemmtilegar stundir. Við starfsmenn leggjum því gjarnan lið og leiðbeinum,“ segir Helgi sem telur þetta grasrótar- starf mjög mikilvægt. Sjálfboðin vinna hafi raunar verið lykilþátt- urinn í öllu starfinu í Heiðmörk- inni, þar sem ræktun hófst árið 1950. „Fyrir nokkru náðum við ágætu samkomulagi við Reykjavíkurborg um áframhaldandi stuðning við starfið hér,“ segir Helgi sem bætir við að landnemaverkefnin séu ákveðinn grunnþáttur í starfinu. Þar muni um allt, svo sem reit sem SÁÁ helgaði sér fyrir fáum árum. Þar hefur verið unnið af kappi við ýmis verkefni af hópi sem kallar sig Timburmenn. sbs@mbl.is Timburmenn gróðursetja Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarmaðurinn Sjálfboðastarfið er lykilþáttur, segir Helgi Gíslason.  Landnemar láta að sér kveða í ýmsum reitum í Heiðmörk Kjarasamningur flugvallarstarfs- manna við Isavia var samþykktur í atkvæða- greiðslu félags- manna með meirihluta at- kvæða. Með undir- ritun samnings- ins var verkfalli Félags flugmála- starfsmanna ríkisins (FFR), Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og SFR frest- að til 22. maí. Úrslit kosningar um samninginn liggja nú fyrir. Skv. upplýsingum FFR samþykktu 72,95% félagsmanna samninginn, 24,62% höfnuðu honum og 2,43% skiluðu auðu. „Niðurstaðan er skýr og ekki leikur nokkur vafi á því að félagsmenn eru sáttir við að undir- ritaður kjarasamningur taki gildi,“ segir í frétt á vefsíðu FFR. Samþykktu kjarasamning við Isavia Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI Háskóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Háskóli er samfélag. Skemmtilegur félagsskapur. Alvöru nám. Hjúkrunarfræði** Iðjuþjálfunarfræði* Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum - MS í heilbrigðisvísindum - Diplómanám í heilbrigðisvísindum (45 ECTS ein.) Heilbrigðisvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Viðskipta- og raunvísindasvið unak.is Líftækni* Sjávarútvegsfræði* Diplómanám í náttúru- og auðlindafræðum* Viðskiptafræði* MS í auðlindafræði MS í viðskiptafræði Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Kennarafræði* (leik- og grunnskólastig) Diplómanám í leikskólafræðum* Lögfræði Nútímafræði* Sálfræði* Félagsvísindi MA Menntunarfræði MEd Menntavísindi MA Umsóknarfrestur til 5. júní *Einnig í boði í fjarnámi **Í boði í Hafnarfirði, á Ísafirði og Norðurlandi vestra haustið 2014*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.