Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 HarðskeljadekkTIRES Mundueftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupirdekk! SVIÐSLJÓS Sigurður Ægisson sae@sae.is Norðan- og sunnanmenn, 60 ára og eldri, eða þar um bil, hafa í rúman áratug komið saman einu sinni á ári, eftir að snjóa hefur tekið að leysa á vorin, og att kappi við taflborðið yfir helgi. Nú síðast fyrir viku, 10. og 11. maí. Upphafsmaður að þessu var Birg- ir Sigurðsson, prentari og skákfröm- uður. Hann var um tíma lands- liðmaður í skák og ritstjóri tímaritsins Skákar og var gerður að heiðursfélaga Skáksambands Ís- lands 2013. Fyrst var keppt árið 2003 „Já, þetta hófst árið 2003,“ segir Þór Valtýsson, höfuðpaur þeirra norðanmanna. „Birgir Sigurðsson hringdi þá í mig og spurði hvort við ættum ekki einhverja nyrðra til að glíma við sunnanmenn í hinni fornu og göfugu íþrótt og listgrein. Og við auðvitað slógum til. Við byrjuðum á Akureyri 2003, svo fórum við til Reykjavíkur 2004, og þannig var þetta til skiptis allt þar til var ákveðið að hittast á Blönduósi 2009, þ.e.a.s. mætast nokkurn veginn miðsvæðis, og þar vorum við á hótelinu, tefldum, möt- uðumst og gistum. Síðan æxlaðist það þannig að Karl Steingrímsson útvegaði okkur þetta pláss hér, í veiðiheimilinu Flóðvangi í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, en það er í eigu Veiðifélags Vatns- dalsár, og þar höfum við hist síðan, allt frá 2010. Hann á heiðurinn af því. Hann og kona hans sjá um hús- næðið og matinn, meðan á þessari dvöl okkar stendur.“ Viss kjarni mætir alltaf Ekki er alltaf um sömu ein- staklinga að ræða í liðunum, en samt er þar gegnumgangandi viss kjarni, einkum meðal norðanmanna, enda ekki úr eins stórum hópi að velja þar, eins og gefur að skilja. Þar fyrir utan takmarkar húsnæðið fjöldann. Ekki geta fleiri en 22-24 komist í þetta ævintýri í einu. Lið norðanmanna var þannig skip- að núna: Ásbjörn Guðmundsson, Ás- kell Örn Kárason, Haki Jóhann- esson, Haraldur Haraldsson, Jón Þ. Þór, Karl Steingrímsson, Ólafur Kristjánsson, Sigurður Eiríksson, Sigurður Ægisson, Sveinbjörn Sig- urðsson og Þór Valtýsson. Og í liði sunnamanna voru: Björg- vin Víglundsson, Einar S. Einarsson, Garðar Guðmundsson, Gísli Árna- son, Guðfinnur R. Kjartansson, sem jafnframt var mótsstjóri, Gunnar Kr. Gunnarsson, Jón Steinn Elías- son, Jón Úlfljótsson, Kristján Guð- mundsson, Páll G. Jónsson, Sæbjörn G. Larsen og Sævar Bjarnason. Einar S. Einarsson er nú foringi sunnanmanna, hefur tekið við kefl- inu úr hendi Birgis Sigurðssonar, sem lést 22. apríl síðastliðinn. Á laugardeginum eru tefldar 15 mínútna skákir, í A- og B-riðli, og um kvöldið er svo slegið upp opnu hraðskákmóti, með þeim sem vilja, svona til að hita upp fyrir alvöruna sem er á sunnudeginum, þar sem norðan- og sunnanmenn glíma í 7 mínútna hraðskákum. Norðanmenn höfðu betur í ár Að þessu sinni voru 6 í A-riðli og 5 í B-riðli í lengri skákunum. Norð- anmenn unnu þann fyrri 18,5 gegn 17,5 og þann síðari með 19 vinn- ingum gegn 11. Eins fór með hraðskákina, þar sem tefldar voru 11 umferðir; norð- anmenn fengu 73,5 vinninga, en sunnanmenn 47,5. „Þessi samkoma hefur verið af- skaplega vel heppnuð og menn ánægðir, alveg frá upphafi,“ segir Þór. „Við unnum með nokkrum yf- irburðum núna. Þetta var miklu jafnara í fyrra. Og oft hafa sunn- anmenn tekið okkur í bakaríið, sér- staklega þegar við höfum teflt í Reykjavík. En við höfum þó unnið oftar.“ Etja kappi við taflborðið Tilþrif Menn komnir að borðum og hraðskákin farin af stað. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skákmennirnir Hópurinn fyrir utan veiðiheimilið Flóðvang í Vatnsdal, þar sem keppnin fer fram hvert ár. Stund milli stríða Jón Þ. Þór sagnfræðingur fær sér í pípu.  Norðan- og sunnanmenn, 60 ára og eldri, koma árlega saman í veiðihúsi í Vatnsdal og keppa í hinni fornu og göfugu íþrótt og listgrein skákinni  Áhuginn mikill en húsnæðið takmarkar fjöldann Niðurskurður til landbótaverkefnis- ins Hekluskóga hefur verið dreginn til baka að hluta með þriggja millj- óna króna viðbótarframlagi frá um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu og verður nú 22,4 milljónir. Á vef Skóg- ræktar ríkisins er haft eftir Hreini Óskarssyni, framkvæmdastjóra Hekluskóga og skógarverði á Suður- landi, að viðbótarféð renni óskipt til ræktunarstarfsins. Nú eru gerðar tilraunir með að köggla birkifræ með mold og kjötmjöli. Stefnt er að því að gróðursetja um 260.000 trjáplöntur á vegum Heklu- skóga í sumar, um 250.000 birki- plöntur og 10.000 af reynivið. Á veg- um Hekluskóga hafa verið gerðir um 200 samningar við landeigendur sem sjá sjálfir um að gróðursetja hátt í helming af trjáplöntum sem settar eru niður undir hatti Hekluskóga. Notkun kjötmjöls er snar þáttur í starfi Hekluskóga. Að sögn Hreins er kjötmjölið frábært efni til land- græðslu af þessum toga og á þessum slóðum gefi það ekki síðri raun að dreifa kjötmjöli en sú hefðbundna aðferð að dreifa grasfræi og áburði enda sé mjög mikið af fræi í vikr- inum sem spíri þegar næringarríku kjötmjölinu er dreift yfir gróður- laust landið. Næringin úr mjölinu endist gróðrinum í um það bil þrjú ár. Þá er lag að koma inn með trjá- plöntur og gróðursetja birki og reynivið. Um 150 tonnum af kjöt- mjöli verður dreift á svæði Heklu- skóga í sumar, segir á skogur.is Hraust planta upp af fræinu Í fyrrahaust söfnuðu velunnarar verkefnisins birkifræi og sendu Hekluskógum og verður því blandað saman við kjötmjöl og gróðurmold í sumar. Með því að dreifa slíkri blöndu fær fræið gott veganesti til að spíra og róta sig. Nú eru gerðar tilraunir með að köggla þessa blöndu líkt og gras- eða viðarköggla. Ef í ljós kemur að fræið þolir þessa meðferð verður auðveldara að dreifa blöndunni og mögulegt að nota til þess dráttarvélar og áburð- ardreifara. Köggullinn leysist fljót- lega upp og þá verður áburður, mold og fræ á sama blettinum. Köggla birkifræ með mold og mjöli  Hekluskógar fá viðbótarframlag Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Ræktun Kjötmjölsdreifing á vegum Hekluskóga hefur gefið góða raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.