Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 44
SKOÐANAKÖNNUN HAFNARFJÖRÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í Hafnarfirði er fall- inn samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgun- blaðið á fylgi flokka í bænum. Sam- fylkingin tapar tveimur af fimm fulltrúum sínum í bæjarstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum manni. Björt framtíð vinnur tvo og Píratar einn. Vinstri græn halda sín- um fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Hafnarfirði, en fylgið er á niðurleið. Það mælist 31,2% af þeim sem afstöðu taka. Það er tals- vert minna en í kosningunum fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk 37,2% atkvæða og fimm menn kjörna. Þetta er einnig minna fylgi en í könnun Félagsvísindastofnunar í mars þegar flokkurinn mældist með 37,2% fylgi. Mikið tap Samfylkingarinnar Fylgi Samfylkingarinnar í könn- uninni er 24%. Hún fengi þrjá bæj- arfulltrúa. Í kosningunum 2010 var flokkurinn með 40,1% atkvæða og fimm menn. Í könnuninni í mars var Samfylkingin með 20,9% þannig að fylgið hefur aukist. Björt framtíð fylgir fast á hæla Samfylkingarinnar. Hún er með 20,4% fylgi og fengi tvo bæjarfull- trúa. Flokkurinn hefur ekki áður boðið fram til sveitarstjórnar. Í síð- ustu könnun var hann með 15,3% fylgi í Hafnarfirði. Vinstri græn rétta nægilega úr kútnum til að ná áfram einum full- trúa í bæjarstjórn. Fylgið er 8,2% en var 14,6% í kosningunum 2010. Í síð- ustu tveimur könnunum hefur fulltrúi þeirra verið úti. Það er bæj- arstjórinn í Hafnarfirði, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, sem er oddviti listans. Píratar njóta álíka fylgis í Hafnar- firði og VG. Það er 8,1% sem gefur einn fulltrúa í bæjarstjórn. Píratar hafa ekki áður boðið fram til sveitar- stjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur 7,1% fylgi, svipað og í kosningunum 2010, og það dugar ekki nú frekar en þá fyrir manni. Af heildinni kváðust 17,4% ekki hafa gert upp hug sinn til framboðs- listanna. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. maí. Spurt var: Ef sveitarstjórn- arkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 220 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 380 manna úrtaks úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls fékkst 421 svar frá svarendum á aldrinum 18 til 90 ára og var svar- hlutfall 72%. Vigtaður svarendafjöldi var sömuleiðis 421. Talsverður munur er á stuðningi við suma flokkana eftir kynferði. Samfylkinguna styðja 32% kvenna en 17% karla. Þessu er öfugt farið hjá sjálfstæðismönnum og Pírötum þar sem karlar eru mun fleiri meðal fylgismanna. Fáir ungir styðja VG Meðal aldurshópa er áberandi hve lítið af ungu fólki styður Vinstri græn. Meðal yngstu kjósendanna í Samfylkingin tapar tveimur  Ný könnun á fylgi flokka í Hafnarfirði  Meirihlutinn í bæjarstjórn fallinn  Björt framtíð vinnur tvo bæjarfulltrúa og Píratar einn  Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni  VG heldur sínum fulltrúa Píra tar Fylgi stjórnmálaflokka í Hafnarfirði samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 5.-12. maí 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí Bjö rt f ram tíð ? Ann að Sam fylk ing Vin stri -græ n Fra ms ókn arfl . Sjá lfst æð isfl. Fjöldi bæjarfulltrúa, eftir síðustu kosningar. Fjöldi bæjarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 18.-23. feb. Fylgi skv. könnun 5.-12. maíFylgi skv. könnun 6.-25 nóv 2013 Svör alls: 421 Svarhlutfall: 72% Nefndu einhvern flokk: 307 Veit ekki: 73 Skila auðu/ógildu: 18 Ætla ekki að kjósa: 14 Vilja ekki svara: 9 37 ,2 % 33 ,6 % 37 ,7 % 40 ,9 % 24 ,2 % 20 ,9 % 19 ,2 % 15 ,3 % 7,3 % 7,9 % 9, 7% 6, 4% 9 ,5 % 14 ,6 % 6, 0% 6, 3% 2, 6% 0, 6% 31,6% 24,0% 20,4% 8,2% 8,1% 7,1% 0,6% 5 4 14 3 2 1 1 Fylgi flokka eftir því hvað var kosið síðast (2010) Fra ms ókn arfl . Kýs nú: Kaus þá: Vin stri -græ n Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Ann an flok k eða fram b. ? Björt framtíð Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri-græn Píratar Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis Myndi kjósa í sveitar- stjórn: Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 5.-12. maí 2014. Fra ms ókn arfl . Myndi kjósa á Alþingi: Sjá lfst æð isfl. Bjö rt f ram tíð Sam fylk ing Vin stri -græ n 11% 10% 24% 27% 4% 8% 62% 3% 3% 3% 12% 54% 1% 5% 1% 1% 81% 8% 81% 70% 70% 3% 7% 12% 28% 18% 11% 43% 4% 3% 4% 2% 4% 4% 77% 84%93% 18% 4% 7% 4% 2% 21% 3% 5% Morgunblaðið/Kristinn Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna (í miðið) þungt hugsi á bæjarstjórnarfundi.  Hafnarfjörður er stundum kallaður „kratabærinn.“. Þar lifir bærinn á fornri frægð. Al- þýðuflokkurinn sálugi varð snemma sterkur í Hafnarfirði og um árabil á öldinni sem leið var hann með hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn. Nafnið fékk Hafnarfjörður líka af því að þar var fyrr en víðast hvar annars staðar gripið til ýmissa félags- legra úrræða í málaflokkum bæjarfélagsins. Þannig stofn- uðu Hafnfirðingar fyrstu bæjar- útgerðina á Íslandi í upphafi heimskreppunnar til að vinna gegn atvinnuleysi. En þótt jafnaðarmenn hafi oft fengið góða kosningu í Hafnarfirði hafa aðrir flokkar einnig risið til mikilla áhrifa þar, einkum Sjálfstæðisflokk- urinn og á tíma framboðslisti óháðra borgara. Alþýðuflokk- urinn missti hreinan meirihluta í bæjarstjórninni þegar árið 1954 og endurheimti hann ekki aftur fyrr en 1990. Tapaði hon- um aftur í lok þess kjörtíma- bils, en síðan var arftaki hans, Samfylkingin, ein við völd í bænum á árunum 2002 til 2010. Síðustu fjögur árin hefur Samfylkingin verið í meirihluta- samstarfi með Vinstri grænum. Sjálfstæðismenn hafa einnig lengi verið sterkir í Hafnarfirði. Á viðreisnarárunum, þegar mörgum þótti skilin á milli Al- þýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins orðin óglögg, urðu sjálfstæðismenn stærsti flokk- urinn í bænum. Þeir fengu fjóra af sjö bæjarfulltrúum árið 1962 og tóku upp meirihluta- samstarf við framsóknarmenn. Þeir hafa þó aldrei náð hrein- um meirihluta í bæjarstjórn- inni. Hafnarfjörð- ur lifir á fornri frægð sem „krata- bærinn“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.