Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 45
Ný könnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í Hafnarfirði sýnir að meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í bæjarstjórninni er fallinn. Sam- fylkingin tapar tveimur fulltrúum. VG heldur sínum manni. Björt framtíð fær tvo menn kjörna og Píratar einn. Hvorugur flokkanna hefur áður boðið fram til sveitarstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Hafnarfirði en tapar einum bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Hafnarfirði, fólks á aldrinum 18 til 29 ára, nýtur flokkurinn aðeins stuðn- ings 3% kjósenda. Aftur á móti er fylgi flokksins meðal elstu kjósend- anna, 60 ára og eldri, 14%. Píratar njóta aftur á móti meiri stuðnings meðal yngstu kjósendanna en með- alfylgi þeirra er. Lítil aðgreining er á milli flokka eftir menntun kjósenda. Tekjur spil- ar hins vegar inn í. Meðal þeirra sem hæstu launin hafa, 600 þúsund krón- ur eða meira á mánuði, er fylgi við Sjálfstæðisflokkinn 44%. Fjórðungur þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð kaus Samfylk- inguna árið 2010. Litlu fleiri, 27%, kusu Vinstri græn og 10% Sjálfstæð- isflokkinn. 12% þeirra sem kusu Samfylkinguna síðast ætla núna að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Jafnaðarmenn hafa lengi verið sterkir í Hafnarfirði. Frá 2002 til 2010 var Samfylkingin með hreinan meirihluta í bæjarstjórninni. Eftir nokkurt tap í kosningunum vorið 2010 varð flokkurinn að láta bæj- arstjórastólinn af hendi Vinstri grænna til þess að skapa grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. Nú virðist flokkurinn vera að lenda í sögulegri lægð í bænum sem helst er hægt að líkja við erfiðleikaár Alþýðuflokksins 1962 til 1986 þegar hann var lengst af með aðeins tvo bæjarfulltrúa. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 „Við í Samfylkingunni finnum að landið er að rísa og bæjarbúar kunna að meta þá ábyrgð reynslu og skýru fram- tíðarsýn sem við stönd- um fyrir. Við ætlum að sækja fjórða manninn. Það er okkar markmið,“ sagði Gunnar Axel Ax- elsson, oddviti Samfylk- ingarinnar, þegar Morg- unblaðið leitaði álits hans á niðurstöðum könnunar Félagsvís- indastofnunar á fylgi flokka í Hafnarfirði. „Þetta staðfestir að Hafnfirðingar vilja breytingar á stjórn bæjarins. Það er ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast langstærsti flokk- urinn. En fylgið er greinilega á mik- illi hreyfingu. Við sjálfstæðismenn munum gefa í núna,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæð- isflokksins. Stutt barátta og snörp „Þetta verður óskaplega spenn- andi vor. Við sem erum í pólitík eig- um engin atkvæði. Það eina sem við getum gert er að vinna vel og leggja verk okkar í dóm kjósenda og von- ast til að verða metin að verðleikum. Þetta er hinn nýi veruleiki í stjórn- málunum,“ sagði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Vinstri grænna. Guðrún sagðist heyra það á fólki að því fyndist kosningabaráttan ekki farin af stað. Líklega yrði þetta stutt bar- átta og snörp. Samvinnu þvert á flokka „Við höfum fundið það síðan kosningamiðstöð okkar var opnuð og við fórum að fara út meðal bæj- arbúa að það er mjög góð stemning fyrir okkar framboði í bænum. Við mætum hvarvetna gleði og velvild,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, odd- viti Bjartrar framtíðar. Guðlaug sagði að í síðustu kosn- ingum hefði þátttaka verið í sögu- legu lágmarki og margir skilað auðu. „Það hefur verið mikil löngum eftir breytingum. Við erum í þeim hópi sem vill sjá fleiri valkosti.“ Guðlaug sagði að Björt framtíð legði áherslu á samvinnu þvert á flokka og væri reiðubúin til samstarfs við alla sem vildu koma upp úr skot- gröfunum og vinna að langtíma- stefnu fyrir bæinn. Opna bókhaldið „Það er jákvætt að vera með mann inni,“ sagði Brynjar Guðna- son, oddviti Pírata. Hann sagði að Píratar hefðu ekki mótað stefnu um það hvernig staðið yrði að myndun meirihluta. „En við myndum setja það á oddinn að opna bókhaldið og öll gögn í kerfinu,“ sagði hann. „Hafnfirðingar vilja breytingar“  „Við ætlum að sæka fjórða manninn“  „Óskaplega spennandi vor“ Gunnar Axel Axelsson Guðlaug Kristjánsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Rósa Guðbjartsdóttir Brynjar Guðnason  Mosfellsbær Á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.