Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Græðandi og slakandi Ég var með slæmt sár í fimm mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu Rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkbletti. Slakandi olían er góð fyrir húðina og himnesk í baðið! – Lena Lenharðsdóttir www.annarosa.is Sáramyrslið græðir sár og sprungur og hefur líka gefist afar vel við kláða, frunsum, sveppasýkingum og bleiuútbrotum. Slakandi olían hefur róandi áhrif og er frábær nudd- Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn@heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA Pantaðu tíma í heyrnargreiningu og fáðu heyrnartæki til reynslu ReSound LiNXTM eru fyrstu heyrn- artækin sem tengjast þráðlaust beint við snjalltæki s.s. síma, spjaldtölvur og spilara. Auk þess að vera mjög fullkomin heyrnartæki eru þau heyrnartól fyrir snjalltæki. Með þeim opnast endalausir möguleikar að streyma samtölum úr síma og tónlist eða öðrum tegundum hágæðahljóða beint í heyrnartækin úr snjalltækjunum. Ný hönnun gerir þér kleift að fela ReSound LiNXTM ef þú vilt, eða monta þig af þeim ef þú vilt það frekar. Þau eru fíngerð, þunn og fást í 10 mismunandi litum og tveimur gæðaflokkum. Fyrstu snjallheyrnartækin Tímapantanir 534-9600 Heimasíða www.heyrn.is Stekkur fjárfest- ingarfélag hefur eignast meiri- hluta í Securitas, en fyrir átti félag- ið þriðjungshlut. Stekkur er í eigu Kristins Að- alsteinssonar, en meðal annarra fjárfestinga Stekks er eign- arhlutur í Límtré Vírneti. Fram- takssjóðurinn Edda, sem er í rekstri hjá Virðingu, hefur auk þess keypt 40% hlut í Securitas. Seljendur hlut- anna eru fagfjárfestasjóðirnir Norð- urljós og AUÐUR I. Lykilstjórn- endur Securitas verða áfram í hluthafahópi félagsins. „Það er mik- ilvægt fyrir Securitas að nýir hlut- hafar þekkja félagið vel og deila framtíðarsýn með stjórnendum fé- lagsins,“ segir Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, í tilkynningu. Guðmundur Arason Breytingar í hluthafahópi Securitas Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hlutabréfaeign í HB Granda hafði langmest að segja um að fjárfesting- artekjur TM hafa aukist mikið á milli ára, segir Sigurður Viðarsson for- stjóri. Þetta kom fram á afkomufundi í gær. TM hefur lengi átt hlut í HB Granda, en bókfært virði í bókum TM hækkaði í kjölfar skráningar útgerð- arinnar á Aðalmarkað Kauphallarinn- ar fyrir skömmu. Hagnaður TM var 700 milljónir króna á fyrsta fjórðungi og jókst um 34% á milli ára. Aukningin skýrist fyrst og fremst af fjárfestingarstarf- semi. Fjárfestingartekjur námu 741 milljón króna á fjórðungnum, en voru 469 milljónir á sama tíma fyrir ári. HB Grandi er stærsta fjárfestingar- eign TM og var eignin metin á 2,7 milljarða í bókum félagsins. Matið er byggt á skráningargengi útgerðar- innar, auk þess sem tekið var tillit til arðgreiðslu á öðrum fjórðungi. Eigin iðgjöld drógust saman um 4,5% á milli ára. Sigurður sagði að það mætti m.a. rekja til þess að TM hefði misst stóra viðskiptavini vegna þess að keppinautar buðu betra verð, vegna viðskiptaafsláttar og að félagið tryggði margar útgerðir. Sökum brælu hefðu skip verið mikið við bryggju og greitt þar af leiðandi minni tryggingar. Hann sagði að sókn TM erlendis, sem byggist á samstarfi við erlenda vátryggingarmiðlara, hefði gengið eftir áætlun. Samdrátturinn í tekjum væri hér á landi. Sóknin erlendis byggist á að því að félagið er með styrkleikamatið BBB- frá matsfyrir- tækinu Standard & Poor’s. Aðspurður á fundinum um hindr- anir í vegi fyrir vexti erlendis sagði Sigurður að TM væri íslenskt og nær óþekkt erlendis. Styrkleikamatið BBB- gæfi TM færi á að keppa er- lendis en það jafnaðist ekki á við það besta. Hann sagði að TM hefði t.d. misst viðskiptavin þegar hann var endurfjármagnaður því nýi viðskipta- bankinn vildi að fyrirtækið væri tryggt hjá félagi með betra styrk- leikamat. Rekstur TM nýtur góðs af skráningu HB Granda Morgunblaðið/Árni Sæberg Samdráttur Eigin iðgjöld TM drógust saman um 4,5% á milli ára.  Bræla og hörð samkeppni dregur úr tekjum TM Af átta stórum bæjum á landsbyggð- inni hefur fasteignaverð hækkað langmest í Vestmannaeyjum á síð- ustu fimm árum. Frá seinni hluta árs 2008 fram til fjórða ársfjórðungs 2013 hækkaði verðið um rúmlega 60% í Eyjum og þar á eftir á Ísafirði um u.þ.b. 35%. Á sama tíma hefur verð lækkað á tveimur stöðum, í Árborg um 10,2% og í Reykjanesbæ um 4,7%. Það er því um 70% munur á breytingu fast- eignaverðs í þessum bæjum á fimm ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræðideildar Landsbankans. Akureyri eins og höfuðborgarsvæðið Á miðvikudaginn birti Hagfræði- deildin aðra úttekt þar sem fram kom að fasteignaverð á Akureyri hefði hækkað með áþekkum hætti og á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Hagfræðideild Landsbankans hef- ur áður bent á það að svo virðist sem fasteignaverð hafi hækkað meira en ella í þeim bæjum sem tengjast sjáv- arútvegi hvað mest. Kaupmáttur, at- vinnu- og tekjustig hafi jafnan mikil áhrif á fasteignaverð. Framboð skipti líka máli. Árborg og Reykjanesbær voru meðal þeirra bæja þar sem mest hafi verið byggt fyrir hrun. „Þessar niðurstöður benda til þess að mikið framboð íbúða hafi haldið aftur af hækkunum fasteignaverðs. Þá má líka ætla að báðir þessir þættir skipti máli í Vest- mannaeyjum, en þar við kann að bætast að byggingarland sé meira takmarkað í Vestmannaeyjum. At- vinnu- og tekjustig er gott og skort- ur hefur verið á húsnæði. Niðurstað- an er því miklar verðhækkanir,“ segir Hagfræðideild Landsbankans. helgivifill@mbl.is 70% munur á fasteignaverði  Landsbyggðin þróast með ólíkum hætti Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjar Fasteignaverð í Eyjum hefur hækkað um 60% á fimm árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.