Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði“ „Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við. Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“ 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fyrstu útfarir fórnarlamba námuslyssins í Soma í Tyrk- landi fóru fram í gær. Um er að ræða mannskæðasta iðn- aðarslys í sögu landsins; að minnsta kosti 282 eru látnir og 142 enn saknað. Mikil reiði ríkir í landinu vegna slyss- ins og í gær efndu tyrknesk verkalýðsfélög til eins dags verkfalls til að mótmæla slæmu ástandi öryggismála í námuiðnaðinum. Fjöldi fólks mótmælti í borgunum Ank- ara, Istanbul og Zonguldak og í Izmir beitti lögregla táragasi og vatnsbyssum gegn þúsundum mótmælenda sem söfnuðust saman á götum úti. Krufningar hafa leitt í ljós að mennirnir létust úr kol- sýringseitrun en eldar hafa geisað í námunni frá því sprenging varð á þriðjudag og hamla reykur og eitur- gufur björgunarstarfi. Vonir voru bundnar við að finna einhverja á lífi í „öruggum“ klefum námunnar, þar sem er að finna súrefnisbirgðir og ýmis aðföng, en í gær fund- ust fjórtán látnir í einum slíkum klefa. Sorg og reiði Ættingjar og vinir grétu við útfarir fórnarlambanna í gær en sorg blandaðist reiði vegna viðbragða stjórn- valda. Í ávarpi sínu til ástvina námuverkamannanna á miðvikudag kom forsætisráðherrann Recep Tayyip Er- dogan sér undan því að fjalla um öryggismál í námum landsins en sagði harmleiki á borð við þennan fylgifisk hættulegs iðnaðar. Slíkur var tilfinningahitinn meðal við- staddra að ráðherrann neyddist til að leita skjóls í stór- vörumarkaði þegar fólkið gerði aðsúg að honum. Reiði og hneykslan landsmanna jókst enn í gær þegar tyrknesk dagblöð birtu myndir af jakkafataklæddum manni sparka í mótmælanda sem lögregluþjónar halda niðri. Blöðin nafngreindu manninn, Yusuf Yerkel, en hann er einn aðstoðarmanna Erdogan. Ekki leið á löngu þar til myndirnar höfðu vakið ofsaleg viðbrögð á sam- skiptamiðlum. Yerkel hét því að útskýra atvikið en hafði ekki tjáð sig frekar um málið seint í gær. Fjölmiðlar sögðu frá því í gær að náman í Soma hefði verið í eigu ríkisins en leigð til einkafyrirtækis. Verka- lýðsfélög kröfðust þess að öryggi námumanna yrði bætt og sögðu að eftirlit ætti að vera í höndum óháðra aðila en ekki námufyrirtækjanna. Talsmaður bandalags fram- sækinna verkalýðsfélaga sagði mennina vinna langa vinnudaga, vera án starfsöryggis og að flestir þeirra væru óskráðir. Hann sagði að einkavæðing námaiðnaðar- ins í Tyrklandi hefði leitt til mikillar fjölgunar slysa, þar sem ágóðinn væri alltaf settur ofar mannslífum í einka- geiranum. Mannskæðasta iðnaðar- slys í sögu Tyrklands  Að minnsta kosti 282 látnir  Heitar tilfinningar brjótast út AFP Harmleikur Duygu Colak syrgir eiginmann sinn Ugur við útför hans í borginni Soma í gær. AFP Hneykslan Myndin af aðstoðarmanni ráðherra sparka í mótmælanda vakti gríðarlega reiði í Tyrklandi í gær. Ekki eru til nákvæmar upplýsingar um hversu mörg börn starfa við tóbaksræktun í Bandaríkjunum en af 150 viðmælendum, sem tóku þátt í könnun mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, reyndust 75% sýna einkenni bráðrar nikótín- eitrunar. Börnin sögðust m.a. þjást af ógleði, uppköstum, lystarleysi, höf- uðverkjum, svima og öndunarerfið- leikum en þau reyndust einnig hafa orðið fyrir áhrifum skordýraeiturs frá nærliggjandi ökrum og hafa slasað sig á beittum verkfærum sem notuð eru við uppskeruna. Varnarlaus fyrir eitrun Rannsókn HRW tók til fjögurra ríkja þar sem tóbak er ræktað: Norður-Karólínu, Kentucky, Ten- nessee og Virginíu. Yngstu börnin sem samtökin ræddu við voru að- eins 11-12 ára gömul, flest afkom- endur suðuramerískra innflytjenda í nærliggjandi bæjum, og unnu við tóbaksræktunina á sumrin til að drýgja tekjur fjölskyldunnar. „Þegar skólaárinu lýkur halda börnin á tóbaksakrana, þar sem þau komast ekki hjá því að verða fyrir áhrifum hættulegs nikótíns, án þess þó að reykja eina einustu sígarettu,“ segir Margaret Wurth, einn höfunda skýrslu HRW. „Það kemur ekki á óvart að börnin, sem eru varnarlaus fyrir eitrun á tób- aksökrunum, séu að veikjast,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Mörg barnanna reyndust vinna langa vinnudaga án þess að fá greitt yfirvinnukaup né fengu þau tilskildan hvíldartíma. Höfundar rannsóknarinnar leggja til að sett verði 18 ára aldurstakmark á störf á tóbaksökrunum. Sýna einkenni nikótíneitrunar AFP Tóbak Börnin hafa aldrei reykt en þjást engu að síður af nikótíneitrun.  11-12 ára börn vinna á tóbaksökrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.