Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 54
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is L agasetning Alþingis í gær sem frestar verk- fallsaðgerðum flug- manna hjá Icelandair er 14. löggjöfin frá árinu 1985, þar sem stjórnvöld grípa inn í vinnudeilur og setja bann við verkföllum. Rúm milljón vinnudagar töp- uðust í 166 verkföllum Í grein eftir Friðrik Friðriks- son, hdl. og MS í mannauðsstjórnun og Gylfa Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ um verkföll á Íslandi 1985-2010, sem birt var í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, kemur fram að á ár- unum 1985 til 2010 kom til 166 verk- falla á vinnumarkaði hérlendis og samtals töpuðust 1.187.411 vinnu- dagar vegna þessara aðgerða. Gylfi Dalmann og Friðrik komust að því í rannsókn sinni að frá 1985 og til 2010 voru sett 12 lög á verkföll. Þar af tengdust þrjár vinnudeilur flug- starfsemi, fimm farmönnum og fiski- mönnum, tvenn lög voru sett vegna opinberra starfsmanna, ein vegna mjólkurfræðinga og loks ein til að banna vinnustöðvanir almennt. Frá því að greinin birtist á árinu 2010 hefur löggjafinn tvívegis stöðvað verkföll með lagasetningu. Í Herjólfsdeilunni í byrjun apríl sl. og nú síðast með lögunum sem sam- þykkt voru í gær á verkfall flug- manna hjá Icelandair. Allur gangur hefur verið á því á hvaða tímapunkti löggjafinn hefur gripið inn í kjaradeilu, ýmist áður en verkfall hefst og þar til langt er liðið á deilu og ekki var útlit fyrir að deil- endur næðu sáttum. Rökin sem færð eru fyrir lagasetningu á verkföll hafa verið mismunandi. Gylfi og Friðrik segja að skipta megi ástæð- um lagasetningar vegna vinnudeilna í þrennt. ,,Í fyrsta lagi hafa lög verið sett ef efnahagslegt vægi þjóðarbús- ins og stöðugleiki á vinnumarkaði eru í húfi, í öðru lagi ef heildarhags- munir atvinnugreinar eru í húfi og loks ef lögmælt verkefni og fram- kvæmd þeirra hjá hinu opinbera eru í húfi,“ segir í greininni. Þegar verkfall flugfreyja var stöðvað með lögum í október 1985 var rökstuðningurinn fyrst og fremst sá að vinnustöðvunin tefldi mun víðtækari hagsmunum í tvísýnu en þeirra sem áttu í kjaradeilunni. Árangri af erlendu kynningarstarfi yrði stefnt í voða og verkfallið myndi skerða nauðsynlegar samgöngur landsins við umheiminn. Önnur rök voru höfð uppi þegar sett voru lög á verkfall mjólkurfræð- inga 1986. Var þá m.a. vísað til þess að kröfur mjólkurfræðinga fælu í sér verulegar hækkanir umfram það sem fælist í samningum sem gerðir höfðu verið á almenna vinnumarkað- inum, auk þess sem verkfallið ylli mikilli röskun í mjólkurframleiðslu og miklu verðmætatjóni. Þegar flugvirkjar hjá Iceland- air fóru í verkfall í mars 2010 fékk ríkisstjórnin samþykkt lög sama dag og það skall á, þar sem vinnustöðv- unin var bönnuð. Þá var m.a. vísað til þess í rökstuðningi að flugvirkjar hefðu staðið fast á kröfum um veru- lega hækkun launa þótt félaginu hefðu verið boðnar sambærilegar eða meiri kjarabætur en samið hefði verið um við aðra launahópa. Verk- fallið hefði í för með sér verulega röskun flugs til og frá landinu og mundi valda íslensku efnahagslífi verulegu tjóni, auk þess sem vísað var til þess að launahækkanir um- fram það sem þegar hefði verið sam- ið um, hefðu neikvæð áhrif á aðra kjarasamninga og stöðugleika á vinnumarkaði. 14 lög hafa verið sett á verkföll á 30 árum Lög á verkfall Flugfreyjur fjölmenntu á þingpalla í október árið 1985 þegar Alþingi samþykkti frumvarp um stöðvun verkfalls flugfreyja. 54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ný bók Tim-othy Geit-hner, sem var seðlabankastjóri í New York, hefur vakið nokkra at- hygli. Hann var þá, ásamt Hank Paul- son fjármálaráð- herra og Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna, í því óvænta verkefni að ákvarða björgunar- aðgerðir í bankaskjálftanum 2008. Það eru engar ýkjur að verkefnið hafi komið óvænt. Enda voru engin plön um við- brögð fyrir hendi og Paulson fjármálaráðherra hefur í sinni bók um sama efni lýst því, hvern- ig hinar stórkarlalegu ákvarð- anir, sem taka þurfti, voru nán- ast spilaðar eftir eyranu, og án þess að nokkur minnisblöð eða fundargerðir væru skrifaðar. (Ís- lenska nefndin sem rannsakaði hið smávaxna íslenska afbrigði þessara atburða var áhugasöm- ust um að finna slíka pappíra og hvort ekki hefði verið farið út í hörgul eftir viðbragðsáætlunum úr gömlum möppum!) En það virðast fleiri atriði hafa vakið athygli úr hinni nýju bók Geithners, sem tók við embætti fjármálaráðherra af Hank Paul- son. Þannig segir Styrmir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri, frá því að í bókinni komi fram að embættismenn frá Evrópusam- bandinu hafi leitað eftir aðstoð Bandaríkjamanna við að koma Silvio Berlusconi frá völdum sem forsætisráðherra Ítalíu haustið 2011. Geithner segist hafa neitað að taka þátt í samsærinu, með þessum orðum: „Við getum ekki verið at- aðir blóði.“ Fram kemur að ESB-mennirnir vildu að Bandaríkin neituðu Ítalíu um aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum nema með því skil- yrði að Berlusconi færi frá. Um þetta segir Styrmir: „Þetta eru óneitanlega athygl- isverðar fréttir, sem ekki verða dregnar í efa vegna þess hver sögumaðurinn er. Þær sýna að æðstu stjórnendur ESB skirrast ekki við að beita ólýðræðislegum aðferðum til þess að koma frá völdum í einstökum aðildar- ríkjum ESB mönnum sem þeim líkar ekki við. Sama haust hafði þáverandi forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, lýst því yfir opinberlega að hann mundi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi í byrjun desember um björgunarsamninga, sem ríkis- stjórn hans hafði gert við ESB/ AGS/SE. Hann var þvingaður til þess, nánast fyrir opnum tjöld- um, að falla frá þeim áformum. Nú liggja fyrir margar heim- ildir um að ESB og Seðlabanki Evrópu þvinguðu írsku ríkis- stjórnina á sínum tíma til þess að lýsa yfir ábyrgð írska ríkisins á öllum skuldbindingum írsku bankanna, þegar fjármálakrepp- an var skollin á. Svona eru vinnubrögðin. Hvað ætli Íslendingar mundu segja ef löglega kjörin ríkis- stjórn á Ísland yrði sett frá með bolabrögðum af þessu tagi?“ Umboðslausir kom- issarar ESB stóðu fyrir samsæri um að bola frá forsætis- ráðherra eins stærsta ríkis sambandsins } Ótrúlegar aðfarir Um það er núrætt í mörgum ríkjum Evrópu hvernig best sé að koma í veg fyrir að ríki álfunnar verði of háð Rússum um orkugjafa. Bretar hafa þar geng- ið í fararbroddi, en William Hague, utanríkisráðherra Breta, hefur varað við því í ræðu og riti að Rússar hafi nú þegar náð nokkurs konar fantataki á ríkjum Evrópu með orkubirgðum sínum. Sex þjóðir Evrópu treysta nú al- gjörlega á rússneskan útflutning, og margar í viðbót kaupa meira en helming af því eldsneyti sem þær brenna á hverju ári frá Rúss- um. Fyrirsjáanlegt er að aðrar þjóðir, eins og Þjóðverjar og jafn- vel Bretar, muni að óbreyttu þurfa að treysta sífellt meir á rússneskan innflutning til að mæta orkuþörfum sínum. Þetta væri ekki vandamál ef það hefði ekki sýnt sig að Pútín Rússlandsforseti er óhræddur við að beita þessu taki sínu til þess að fá sínu framgengt. Þær þjóðir sem standa í orkuskuld við Rússa eiga því erfiðara um vik að verj- ast ágengni þeirra, þegar viðbúið er að Rússar geti valdið stórkostlegum bú- sifjum, annað hvort beint með hækkun orkuverðsins, eða óbeint með því að tefja fyrir af- hendingu eldsneytisins, t.d. með „ófyrirséðum bilunum“, eins og brögð voru að í Úkraínu. Á sama tíma er ljóst að Evrópa situr nú á miklum birgðum af jarðgasi og olíu, sem situr í leir- steinslögum sem ekki hefur áður verið hægt að ná í, fyrr en á síð- ustu árum með tilkomu nýrra að- ferða við olíuborun, svonefndri vökvaborun eða „fracking“. Samskipti ríkja Evrópu og Rússlands hafa breyst til hins verra á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til að þau muni lagast um fyrirsjáanlega framtíð. Af þeim sökum er líklegt, jafnvel þótt boranirnar séu umdeildar og afleiðingar þeirra ekki að fullu þekktar, að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að nýta þessar birgðir. Þó að einungis brot af þeim væri sótt myndi það breyta vígstöðu Evrópu til hins betra. Evrópuríki komast vart hjá því að leita nýrra lausna til að tryggja næga orku} Óhófleg tök Rússa á Evrópu V innufélagi minn sparkaði í mig, tók matardiskinn minn og henti hon- um í vegginn með öskrum og óhljóðum. Þegar ég sagði yfir- manni frá þessu, sagði hann mér hastur í bragði að láta ekki svona. Ég ætti að vita að vinnufélaginn ætti stundum svolítið erf- itt með að stjórna sér. Ég yrði að vera tillits- samari í framtíðinni. Finnst ykkur þetta í lagi? Sko … reyndar var þetta ekki alveg svona. Enginn af vinnufélögum mínum hagar sér svona og ég er næsta viss um að yfirmaðurinn myndi bregðast á annan hátt við slíkri uppákomu. Við skulum skipta persónum og leikendum út fyrir nemendur og starfsfólk í íslenskum grunnskóla. Uppákomur eins og sú sem að framan er lýst og sumar miklu alvarlegri, eru síður en svo sjald- gæfar í íslenskum grunnskólum. Allt of mörg börn verða fyrir áreitni af ýmsum toga af hendi annarra barna á vinnustaðnum sínum (eða er skólinn annars ekki vinnustaður um 43.000 barna?) og er þannig gert að vinna við aðstæður sem við fullorðna fólkið myndum aldrei láta bjóða okkur. Þegar gerðar eru athugasemdir er svarið gjarnan að sá sem áreitninni veldur eigi erfitt og að sá sem fyrir henni verður verði að taka tillit til þess. Þetta þekkja margir foreldrar grunnskólabarna. Börn, rétt eins og allt annað fólk, geta átt við marg- víslega erfiðleika að stríða. Öll börn eru skólaskyld og flest ganga þau í almenna grunnskóla sem starfa undir merkj- um skólastefnunnar Skóli án aðgreiningar. Það er erfitt fyrir barn að sæta árásum á vinnustað sínum og það er líka erfitt fyrir barn sem á í alvar- legum erfiðleikum að vera gert að mæta á hverjum degi í aðstæður sem það ræður engan veginn við í 180 daga á ári í tíu ár. Tölur sýna fjölgun barna með ýmis alvarleg vandamál, m.a. geðræn. Meðferðarúrræði eru fá, biðlistar langir og samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins fyrr í vikunni er einungis einn barna- og unglingageðlæknir starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi grein er ekki um að börnin sem eiga erfitt eigi að vera einhvers staðar annars stað- ar en í almennum grunnskólum. Hún er heldur ekki um grunnskólakennara, sem eina ferðina enn eru komnir í hart við hið opinbera vegna lágra launa og mikils vinnuálags. Þessi grein er um þær starfsaðstæður sem við bjóðum börnunum okkar upp á á hverjum degi í nafni Skóla án að- greiningar, sem út af fyrir sig er góð og gild hugmynda- fræði. En til þess að framkvæma hana þarf miklu meira fjármagn, fleira fólk og meiri sérþekkingu þeirra sem starfa í skólakerfinu. Það er ekki nóg að lengja kennara- menntunina í fimm ár og halda að þar með sé verkið unnið. Þessi skólastefna krefst fagfólks úr ýmsum stéttum. Og það er ekki eins og börnin okkar geti hætt í vinnunni eða skipt um vinnu. Þau eru skólaskyld. Í gær lögðu grunnskólakennarar niður störf og kröfðust betri kjara og vinnuaðstæðna. Hvenær skyldu börnin okk- ar gera slíkt hið sama? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Er þetta góður vinnustaður? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Verkföll eru vandmeðfarin úr- ræði og oft neyðarúrræði laun- þega,“ segir í grein Gylfa Dal- mann og Friðriks. Verkfallsvopnið bítur með mis- munandi hætti eftir því hver í hlut á og stéttarfélög eru í ólíkri aðstöðu til að hafa áhrif á viðsemjendur sína. Gylfi og Friðrik benda í grein sinni á að sum stéttarfélög fara með samningsrétt fyrir fámennar stéttir sem eru í lykilstöðu. Þessi stéttarfélög geti farið í verkfall án langs undirbúnings eða mikils kostnaðar fyrir fé- lagsmenn og þau geta haft víðtæk áhrif út í samfélagið. „Sveigjanleiki þeirra og áhrif af stöðvun starfa þeirra getur gefið þeim aukið vægi við gerð kjarasamninga. Dæmi um slík stéttarfélög eru Mjólkurfræð- ingafélag Íslands, Flugvirkja- félag Íslands og Félag flug- umferðarstjóra, svo einhverjir hópar séu nefndir,“ segir í greininni. „Oft neyðar- úrræði“ SUM FÉLÖG Í LYKILSTÖÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.