Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 55

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Löggan deilir Lögreglumaður tekur mynd til að deila af félögum sínum á nýjum lögreglureiðhjólum sem kynnt voru í gær á Austurvelli og munu verða notuð við löggæslu í borginni. Júlíus Ekki eru mörg ár síðan borgarfulltrúar Samfylkingarinnar létu ekkert tækifæri ónotað til að gagnrýna ríkisvaldið fyrir að lítið fé rynni til vegamála í Reykjavík í sam- anburði við fjárveit- ingar til annarra kjör- dæma. Í ljósi þessarar gagnrýni bjuggust ein- hverjir við því að Sam- fylkingin myndi bæta myndarlega úr þegar hún sjálf kæmist í rík- isstjórn og jafnvel sjá til þess að Reykjavík fengi vegafé í samræmi við íbúafjölda. Heggur sá er hlífa skyldi Raunin varð önnur. Samfylkingin náði vissulega ríkisstjórninni í sínar hendur um sex ára skeið, frá 2007- 2013. Þetta valdaskeið notaði Sam- fylkingin hins vegar til að knýja fram tíu ára stöðvun stórfram- kvæmda í samgöngumálum í höf- uðborginni með dyggum stuðningi borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna. Þessir flokkar beittu sér fyrir því að gerður var svokallaður samgöngusamningur milli ríkisins og sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, sem fól í sér að hætt var við allar stór- ar samgöngu- framkvæmdir í Reykjavík á árunum 2012-2022. Á sama tímabili munu hins vegar tugir milljarða renna til samgöngu- framkvæmda í öðrum kjördæmum landsins. Helsti forvígismaður framkvæmdastoppsins var Dagur B. Eggerts- son, oddviti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík og þáverandi varafor- maður flokksins á landsvísu. Mað- urinn sem áður sparaði ekki stór- yrðin í garð ríkisvaldsins fyrir að veita of lítið fé til samgöngu- framkvæmda í Reykjavík, beitti sér síðan fyrir 10 ára framkvæmda- stoppi í Reykjavík. Umræddar sam- gönguframkvæmdir, sem vinstri flokkarnir stýrðu þannig frá Reykjavík, hefðu fækkað slysum í borginni og skapað þar umsvif og atvinnu. Mikil arðsemi samgöngu- framkvæmda í Reykjavík Ég hef gagnrýnt þennan samning frá upphafi og þá einkum í ljósi þess að hann seinkar því um tíu ár að ráðist verði í brýnar úrbætur í þágu umferðaröryggis á stofnbrautum í borginni. Auðvitað kosta slíkar ör- yggislausnir sitt en ekki er um það deilt að leitun er að arðsamari fram- kvæmdum en þeim að auka umferð- aröryggi á fjölförnum gatnamótum þar sem alvarleg umferðarslys eru tíð. Rétt er að geta þess að í samn- ingnum eru ákvæði um framlög til eflingar hjólreiðum og almennings- samgöngum, sem Sjálfstæðisflokk- urinn styður að sjálfsögðu. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lögðu til á borgarstjórn- arfundi í síðustu viku að umræddur samgöngusamningur yrði endur- skoðaður með það að markmiði að á samningstímabilinu yrði ráðist í stórframkvæmdir í samgöngu- málum í Reykjavík með umferðarör- yggi og arðsemi að leiðarljósi. Borgarfulltrúar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar lögðust gegn því að tillagan yrði borin upp til at- kvæða á fundinum. Í umræðum um málið kom hins vegar skýrt fram að fulltrúar vinstri flokkanna vilja ekki endurskoða umræddan samning með það að markmiði að á samn- ingstímabilinu verði ráðist í fram- kvæmdir á stofnbrautakerfinu í Reykjavík með umferðaröryggi og arðsemi að leiðarljósi. Aukum umferðaröryggi allra vegfarenda Reykvíkingar! Hnekkjum að- gerðaleysisstefnunni og hefjum á ný framkvæmdir í þágu umferðarör- yggis á stofnbrautum í Reykjavík. Til þess þarf að koma borgarstjórn- armeirihluta vinstri manna frá völd- um og kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sem fyrr vill Sjálfstæðisflokkurinn að Reykvíkingar eigi val um ólíka samgöngukosti um leið og við bend- um á að umræddar samgöngu- framkvæmdir munu stuðla að auknu umferðaröryggi allra vegfarenda, hvort sem þeir nota almennings- samgöngur, bifreiðar, hjól eða tvo jafnfljóta. Eftir Kjartan Magnússon »Komum vinstri meirihlutanum frá völdum og hefjum á ný framkvæmdir í þágu umferðaröryggis á stofnbrautum í Reykja- vík. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn vill framkvæmdir í þágu umferðaröryggis Morgunblaðið/Eggert Vegavinna Unnið að þrengingum á Snorrabraut í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.