Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 60
60 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 DÚKAR OG SERVÍETTUR Mikið úrval af fallegum dúkum og servíettum í ýmsum stærðum og gerðum Lítið við ogskoðið úrvalið Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Beis eða hvítur dúkur Verð frá kr. 4.190 teg. Polyester Stærðir: 150x220, 150x250, 150x300, 150x320 Hvítur dúkur Verð frá kr. 4.690 teg. Polyester Stærðir: 150x220, 150x250, 150x300 Hvítar servíettur teg. Polyester 6 stk. í pakka kr. 1.800 Blúnda ásamt undirdúk, 2 saman í kassa. Verð frá kr. 7.650 teg. Polyester Stærðir: 160x220, 160x250, 160x300 Drapplitaður hördúkur með servíettum. Verð frá kr. 9.200 Stærð 160x230, 160x280 Upp með orkuna! FOCUS Á góðu verði á næsta sölustað: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land allt Svalandi, kraftmikill og bragðgóður drykkur – frábær þegar þig vantar aukna orku og einbeitingu 15 freyðitöflur í stauk ... skellt út í vatn þegar þér hentar ! 4Inniheldur koffín, guarana og ginseng 4Enginn sykur - engin fita 450 mg Magnesium og aðeins 2 hitaeiningar og 0.5g kolvetni í 100 ml. Í nýju aðalskipulagi vinstrimeirihluta Dags B. Eggertssonar í Reykjavík er gert ráð fyrir blokkarbyggð þar sem nú eru trjáreitir norðan Suðurlands- brautar, sjá meðfylgj- andi mynd, en á sama tíma eru uppi ráða- gerðir um að Suður- landsbraut verði þrengd í eina akrein í hvora átt. Hvað sem líður skoð- unum fólks á „þéttingu byggðar“ er afar varhugavert að skerða fram- tíðar íþrótta- og útivistarsvæði borgarbúa. Allt frá því í borgarstjóratíð Gunnars Thoroddsen hefur verið unnið markvisst að því að efla Laugardalinn sem íþrótta- og útivistarsvæði. Um þetta var sátt allra flokka þar til vinstrimeirihlut- inn 1978-1982 setti fram hugmyndir sínar um að þrengja að dalnum. Og síðar beit R-listinn sálugi höfuðið af skömminni og hugðist heimila byggingu skrif- stofublokkar og gríð- arstórs spilasalar í Laugardal. Borg- arbúar hrundu þessum atlögum að útivist- arsvæði sínu og höfðu til þess stuðnings sjálf- stæðismanna. Hins vegar hefur Sogamýrin verið skert verulega, en áður var gert ráð fyrir einu sam- hangandi útivistarsvæði frá Laug- ardal og inn að Elliðaám. Útivistar- og íþróttasvæðin í Laugardal eru aðgengileg öllum borgarbúum og mikil lífsgæði í því fólgin að búa við græn svæði. Nefna má Berlín sem dæmi, þar sem grænir garðar eru alltumlykjandi til mikils yndis fyrir íbúa jafnt sem gesti. Laugardalurinn er aðal- íþróttasvæði borgarinnar og mun verða um ókomin ár. Mikilvægt er að skerða ekki mögulega uppbygg- ingu íþróttamannvirkja til fram- tíðar á þessu svæði. Að sama skapi má telja líklegt að borgarbúar muni brátt vilja stækka fjölskyldugarðinn eða lystigarðinn og því brýnt að ekki hafi áður verið gengið of nærri dalnum. Trjágróðurinn veitir okkur skjól og er borgarbúum til yndis og ánægju. Blokkarbyggð vinstrimeiri- hlutans norðan megin Suðurlands- brautar yrði sannkallað umhverfis- slys. Blokkirnar munu mynda vegg sem lokar fyrir útsýni til norðurs, ekki ósvipað því þegar ekið er Sæ- braut meðfram Sundahöfn, þar sem vöruskemmur byrgja sýn út á Sundin. Í stóru og strjálbýlu landi er nægt rými fyrir ný hverfi og engin ástæða til að skerða stórkostlega lífsgæði borgarbúa með þröngri blokkarbyggð á aðalútivistarsvæði borgarinnar. Hugmyndir vinstri- meirihluta Dags B. um múrvegg norðan Suðurlandsbrautar munu vonandi enda á öskuhaugum sög- unnar. Umhverfisslys Dags B. Eftir Björn Jón Bragason » Blokkirnar munumynda vegg sem lokar fyrir útsýni til norðurs. Björn Jón Bragason Höfundur er íbúi við Laugardal og skipar 11. sæti á D-lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Aðalskipulag Fyrirhuguð blokkarbyggð norðan Suðurlandsbrautar. Síðastu daga hefur Morgunblaðið upplýst okkur mjög vandlega í nokkrum greinum um væntanlegt atvinnu- vandamál í byggingar- iðnaði og blómstrandi viðskipti í tungumála- kennslu í Dósaverk- smiðjunni. Nema hvað, fólk sem er kannski ekki að falla á því að lesa allar grein- arnar mun kannski ekki vera vel upplýst um málefnin, þar sem fyr- irsagnir eru: „Margir innflytjendur eru án vinnu“ (bls. 6, 30. apríl) og „Straumur innflytjenda til Íslands“ (bls. 14, 29. apríl). Skoðum þetta aðeins betur. Það eru 11 málsgreinar í fyrrnefndu greininni, fyrir utan lítinn kassa með upplýsingum um hvernig at- vinnuþátttaka erlendra ríkisborgara er flokkuð og töflu um atvinnulausa eftir ríkisfangi. Þrjár fyrstu máls- greinarnar greina í stuttu máli frá atvinnuleysi meðal erlendra ríkis- borgara á Íslandi. Hinar átta máls- greinarnar fjalla um fyrirhuguð aukin umsvif í byggingariðnaði og þá áhættu að fluttir verði inn rétt- indalausir iðnaðarmenn og mögu- leiki að brotið verði á réttindum þeirra. Það er í raun mjög mikil- vægt að varpa ljósi á það að erlent vinnuafl getur lent í vondri stöðu í byggingargeir- anum og er maður þakklátur fyrir það ef Morgunblaðið langar að skoða þetta betur. En lesendur eiga mjög erfitt með að sjá hvern- ig þetta mál tengist at- vinnuleysi meðal inn- flytjenda almennt, eins og fyrirsögnin gefur í skyn. Á sömu nótum var það afar skemmtilegt að lesa um algjöra sprengingu í íslenskukennslunni í tungumálaskólanum hennar Sigrún- ar Gígju Svavarsdóttur, Dósaverk- smiðjunni. Tíu af sextán máls- greinum í fréttinni fjalla um starfsemi þessa eina skóla. En ég óttast að mjög margir lesendur nenni ekki að lesa lengra en fyrir- sögnin: „Straumur innflytjenda til Íslands“. Þar missti Morgunblaðið nú af glæsilegu tækifæri til að greina frá vaxandi áhrifum innflytj- enda á íslensku og íslenskunám. Því miður valdi Morgunblaðið þá leið, sem er þekkt í frekar lélegri blaða- mennsku, að setja tilkomumikla fyrirsögn fyrir ofan eitthvert allt annað lesefni. Það má færa rök fyrir því að blaðamennska í þessum tveimur til- fellum bjóði upp á svipaða upplifun og það sem karakter Stephens Reas upplifði í kvikmyndinni The Crying Game – hann hélt að hann væri ást- fanginn af konu þangað til hann af- klæddi hana og hennar karl- mennsku. Semsagt, fyrirsagnir í þessari grein eru allt annað „kyn“ en greinarnar sjálfar. Það má kannski líka færa rök fyrir því, sam- kvæmt vali á fyrirsögn miðað við efni greinarinnar, að Morgunblaðið sé andvígt erlendum íbúum á Ís- landi. En ég ætla ekki að leyfa mér að draga slíkar ályktanir, alveg eins og mér finnst að Morgunblaðið eigi að fara varlega í að draga illa ígrundaðar ályktanir og nota mis- vísandi fyrirsagnir sem geta að óþörfu kynt undir vantrausti á milli innfæddra og aðfluttra íbúa á Ís- landi. Má færa rök fyrir því? Eftir Johönnu E. Van Schalkwyk Johanna E. Van Schalkwyk »Mér finnst að Morg- unblaðið eigi að fara varlega í að draga illa ígrundaðar ályktanir og nota misvísandi fyrir- sagnir. Höfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.