Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Vonarstræti er hörkuspenn-andi og átakanleg sam-tímasaga um óvægna for-tíðardrauga, sársaukafull leyndarmál og mögulega syndaaf- lausn. Myndin segir af samtvinn- uðum örlögum þriggja ólíkra per- sóna sem reyna að halda sér á floti í fremur vályndum og gruggugum íslenskum veruleika rétt fyrir hrun. Móri (Þorsteinn Bachmann) er skáld og bóhem sem drekkur frá sér ráð og rænu til að flýja sorgir sínar og óbærilegan missi. Eik (Hera Hilmarsdóttir) er ung, ein- stæð móðir sem neyðist til að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og dóttur sinni og fyrrverandi fót- boltastjarnan Sölvi (Þorvaldur Dav- íð) er upprennandi stórlax í vafa- sömum banka. Öll eru þau, hvert á sinn hátt, fangar aðstæðna sem endurspegla ágætlega þverskurð íslensks samfélags. Birgir Örn Steinarsson (betur þekktur sem Biggi í Maus) og Baldvin Z skrifuðu marglaga hand- rit myndarinnar en Baldvin er einnig leikstjóri hennar. Hann stimplaði sig eftirminnilega inn í ís- lensku kvikmyndasenuna þegar hann leikstýrði vel heppnuðu myndinni Óróa fyrir nokkrum ár- um. Vonarstræti er enginn eftir- bátur fyrri afreka Baldvins og Birgis og kemur til með að hreyfa vel við áhorfendum. Myndin fer fremur hægt af stað en er á líður herðir hún tökin og rígheldur svo allt til enda. Söguþráðurinn er hlaðinn merkingaraukum og vís- unum. Reykjavíkurtjörn, forarpytt- urinn við Vonarstræti, er miðja sögusviðsins og ágætis myndlíking fyrir Ísland samtímans. Hún er fiskabúr með ránfiskum, seiðum og blæðandi steinum. Slík túlkun rím- ar ágætlega við enskan titil mynd- arinnar, Life in a Fishbowl, sem aftur gæti vísað í frægan lagatexta Pink Floyd um glataðar sálir sem eilíflega svamla um í fiskabúri. Nöfn persóna, Móri, Eik og Sölvi, virðast kannski frekar til- gerðarleg við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð má sjá þau tákn- rænt og auk þess er kostur að þau eru án augljósra vísana í lifandi fólk, þótt kannski hefði þá einnig mátt sleppa því að skrýða persónur þekktum ættarnöfnum. Í íslenskri þjóðtrú er móri karlkyns aftur- ganga og þar með er persóna Móra eiginlega draugur fortíðar. Hann er lifandi dauður og líkir sjálfum sér einnig við blæðandi stein í mögn- uðum og átakanlegum skáldskap sínum. Gullkálfurinn Sölvi er vá samtímans. Hann er upprennandi stórlax sem getur auðveldlega orðið spillingu og valdagræðgi að bráð og þar með sölnað. Eik er eiginlegt seiði myndarinnar. Hún er undir- málsfiskur sem berst við mikið mótstreymi en eins og máltækið segir: „Ekki fellur eik við fyrsta högg.“ Eik er því von framtíðar og tákngervingur styrks og þraut- seigju. Ótrúlega tilþrifamikill leikur lyft- ir myndinni upp á æðra plan. Þor- steinn Bachmann er magnaður og Hera og Þorvaldur eru einnig feiknasterk. Raunar má segja að leikurinn í myndinni sé lastalaus á línuna, jafnt börn sem hinir reynd- ari gefa allt í hlutverk sín. Minnis- stæðasti aukaleikarinn er þó líklega Valur Freyr Einarsson í hlutverki gjörsamlega siðblinds bankamanns. Fyrri hlutverk og opinber ímynd allra leikara gleymist þegar þeir verða eitt með persónum myndar- innar. Það er einstakt afrek í ljósi þess að leikaraflóra litla íslenska fiskabúrsins er frekar takmörkuð. Persónum er gefinn góður tími og nægt svigrúm til að þroskast og finna sér sinn farveg. Þær eru vissulega misgeðþekkar og margur gæti efast um trúverðugleika at- hafna þeirra á köflum en örvænting og neyð eru harðstjórar sem oft ræna menn skynsemi og knýja þá út á hálar og viðsjárverðar brautir. Samtöl myndarinnar eru með ólík- indum lipur og laus við alla tilgerð og gervi persóna, sérstaklega Móra, eru afar vel heppnuð. Myndin er beinskeytt og einlæg, tónlist hennar seiðandi og mynd- ræn framsetning framúrskarandi. Einstök nærgætni í efnistökum og djúpur skilningur á mannlegu eðli skilar sér í margbrotnum og áhugaverðum persónum. Fram- vindan er átakanleg án þess þó að áhorfendum sé misboðið með of- forsi eða óþarfa grafískum ógeðs- legheitum. Myndin miðlar þarfri samfélagsrýni sem þó er án áfellis- dóma og hún vekur áhorfendur til umhugsunar. Íslensk kvikmynda- gerð er þrautseig eins og eikin. Hún er seinfelld og rís stöðugt hærra, hvað sem núverandi kreppu með sínu gallsúra menningarlega fjármagnssvelti áhrærir. Það getur enginn hæðst að hæfileikum, þori og dug þeirra sem að Vonarstræti standa. Þessi nýja íslenska kvik- myndavon vísar bjartan veg til framtíðar. Vonir seiða, ránfiska og blæðandi steina í gruggugri tjörn Þor „Það getur enginn hæðst að hæfileikum, þori og dug þeirra sem að Vonarstræti standa. Þessi nýja íslenska kvikmyndavon vísar bjartan veg til framtíðar.“ Háskólabíó, Laugarásbíó og Smárabíó. Vonarstræti bbbbm Leikstjórn: Baldvin Z. Handrit: Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z. Aðal- hlutverk: Þorsteinn Bachmann, Hera Hilmarsdóttr, Þorvaldur Davíð Krist- jánsson, Valur Freyr Einarsson, Kristín Lea Sigríðardóttir, Theodór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Elma Lísa Gunn- arsdóttir. 125 mín. Ísland, 2014. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 19.maí. GARÐAR OG GRILL Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um garða og grill föstudaginn 23. maí SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 Skartgripalínan Salka er falleg og eiguleg útskriftargjöf. Frí heimsending af www.aurum.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.