Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 9
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
F
ar North er fyrst og
fremst tengslanet. Okkar
aðalmarkmið er að koma
norrænum og ekki síst
grænlenskum listamönn-
um sem langar að þroskast í list
sinni í kynni við reyndari listamenn
frá Evrópu,“ segir Arnbjörg María
Danielsen, einn aðstandenda félags-
ins Far North. „Við vinnum á breiðu
sviði og leggjum áherslu á opið flæði
hugmynda og spennandi tengsla-
myndun milli listamanna.“ Arnbjörg
hefur margvíslega menntun á sviði
lista og listrænnar stjórnunar en
samstarfsmaður hennar í Far North
er Þorleifur Örn Arnarsson leik-
stjóri. Bæði hafa þau unnið mikið er-
lendis. Auk þeirra koma að verkefn-
inu Anna Þorvaldsdóttir, Mette
Karlsvik, Makka Kleist, Anna Rún
Tryggvadóttir, Lars Petter Hagen
og Arnannguaq Gerstrøm.
„Mig hafði langað að vinna með
listamönnum í Grænlandi síðan ég
fékk þá hugmynd að halda tónlist-
arhátíð þar fyrir nokkrum árum.
Þorleifur var síðan til í þetta líka.“
Óperur og tónlistarleikhús
Hugmyndin að útfærslunni á Far
North-verkefninu kviknaði í fyrra.
Arnbjörg og Þorleifur voru þá ásamt
fleirum í könnunarleiðangri í Oqaat-
sut, litlu þorpi við Diskóflóa í Græn-
landi. Leiðangurinn var hluti af und-
irbúningi fyrir gerð nýrrar óperu
eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld.
Framleiðsla óperunnar var upphafið
að starfsemi Far North og verður
hún frumsýnd í Ósló á næsta ári en
sýnd víðar.
„Við leggjum mesta áherslu á óp-
erur og tónlistarleikhús, þannig að
flestir listamennirnir eru tónlistar-
og leikhúsfólk. Hins vegar tengir
leikhúsið saman margar listgreinar
og því hafa skáld og myndlistar-
menn einnig tekið þátt,“ segir Arn-
björg. Einn listamannanna sem þeg-
ar hafa tekið þátt er Arnannguaq
Gerstrøm, flautuleikari og tónskáld,
en hún er eini Grænlendingurinn
með mastersgráðu í klassískri tón-
list. „Arnannguaq langaði að öðlast
meiri reynslu á sviði tónsmíða og í
gegnum Far North hefur hún t.d.
heimsótt Myrka músíkdaga hér-
lendis og í haust mun hún sækja
heim samtímatónlistarhátðina Ul-
tima í Ósló.
Diskotek við Diskóflóa
Löndin sem koma að Far North auk
Grænlands eru Norðurlönd og
Þýskaland en áform eru uppi um
þátttöku listamanna frá Eistlandi,
Bandaríkjunum og Kína. „Stór hluti
af starfsemi Far North verður síðan
fólginn í reglulegum viðburðum sem
við nefndum eftir Diskóflóa og köll-
um Diskotek,“ segir Arnbjörg.
„Diskotekin munu standa í allt að
tvær vikur en fyrsta opinbera Disko-
tekið verður haldið í Oqaatsut í sum-
ar. Okkur fannst tilvalið að halda
Diskotekin í þorpinu þar sem hug-
myndin fór af stað í fyrra. Við heill-
uðumst af einangrun þorpsins, auk
þess sem umhverfið er ótrúlega fal-
legt og fellur vel að listsköpun.“
Listamenn frá nokkrum löndum
munu koma til Grænlands á Disko-
tekið og kynnast list grænleskra
listamanna en meðal þátttakenda
verður fyrsti útskriftarárgangur
grænlenska leiklistarskólans. Dag-
arnir verða þéttskipaðir af tón-
leikum, fyrirlestrum og ýmiss konar
vinnusmiðjum. Anna Þorvaldsdóttir
mun auk þess nýta tækifærið og
safna efni í tónheim óperu sinnar.
„Þetta verður hins vegar alls ekki
einhliða, gestirnir eru ekki kennarar
Grænlendinganna, heldur vonumst
við til þess að samtal geti orðið á
milli listamanna, þar sem allir kynn-
ast einhverju nýju. Grænlending-
arnir ætla t.d. að kynna fyrir gest-
um sínum grænlenska trommutónlist
og inúítadansa. Samtalið er lista-
mönnum mikilvægt,“ segir Arnbjörg.
Sem dæmi um listamenn sem
sækja munu Diskotekið má nefna
International Contemporary En-
semble. ICE-hópurinn er í fremstu
röð á sínu sviði, hefur mikla reynslu
af miðlun samtímatónlistar og hefur
m.a. heimsótt skóla í Brooklyn í
New York. Þau munu nýta þessa
reynslu sína á Diskotekinu og hefur
öllum börnum í Oqaatsut verið boðið
til vinnusmiðju í umsjón ICE.
Áhersla verður lögð á frjálsan og
skapandi heim samtímatónlistar.
„Söngkonan og tónskáldið Sofia
Jernberg verður með okkur líka.
Hún er fædd í Eþíópíu en búsett í
Ósló. Hún blandar saman djassi og
samtímatónlist, hefur mikið raddsvið
og einstaka raddtækni. Það verður
gaman að sjá hvað kemur út úr því
þegar hennar tónlist mætir græn-
lensku tónlistinni,“ segir Arnbjörg
og er greinilega orðin spennt.
Fyrirmyndir mikilvægar
Far North lætur þó ekki staðar
numið við Diskotekin, því félagið
stendur einnig fyrir komu László
Kuti til Grænlands. Hann er einleik-
ari á klarinett í Fílharmóníuhljóm-
sveitinni í München og leikur með
grænlenskum tónlistarmönnum á
Orkestertreff-tónleikunum í júní.
„Ungum og upprennandi tónlist-
armönnum í Grænlandi er ómet-
anlegur fengur að fyrirmynd í þeim
gæðaflokki sem László Kuti er,“
segir Arnbjörg að lokum.
TENGSLANETI KOMIÐ Á MILLI GRÆNLENSKRA LISTAMANNA OG UMHEIMSINS
Samtalið er
listamönnum
mikilvægt
ARNBJÖRG MARÍA DANIELSEN SÖNGKONA VANN VERK-
EFNI UM TÓNLISTARHÁTÍÐ Á GRÆNLANDI ÞEGAR HÚN
VAR VIÐ NÁM Í SVISS. Í FYRRA LEIT FÉLAGIÐ FAR NORTH
DAGSINS LJÓS OG ER BYGGT Á HUGMYND ARNBJARGAR.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Arnbjörg María Danielsen, einn aðstandenda félagsins Far North. Fræðast má
um félagið og listamennina á www.farnorth.is og á Facebook.
Morgunblaðið/Ómar
Nokkrir hlutaðeigendur, f.v.: Mette
Karlsvik, Arnannguaq Gerstrøm, Þor-
leifur Örn Arnarsson, Arnbjörg María
Danielsen, Anna Þorvaldsdóttir, Lars
Petter Hagen.
Heimild launafólks til frádráttar iðgjalda frá tekjuskattsstofni vegna
viðbótarlífeyrissparnaðar hækkar úr 2% af launum í 4% 1. júlí 2014.
Launagreiðendum ber að greiða 4% iðgjald í viðbótarlífeyrissparnað frá og
með launatímabilinu sem hefst 1. júlí næstkomandi hjá launafólki sem
hefur samið um viðbótarlífeyrissparnað og óskar eftir að leggja fyrir 4% af
launum.
Orðsending til launagreiðenda vegna
nýrra lagaákvæða um viðbótarlífeyrissparnað
Landssamtök lífeyrissjóða Sætúni 1 • 105 Reykjavík • Sími: 563 6450 • www.ll.is
Launamenn eru hvattir til að kynna sér kosti viðbótarlífeyrissparnaðar og
nýta sér þetta hagstæða sparnaðarform ef þeir hafa tök á. Lífeyrissjóðir
veita nánari upplýsingar.