Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 25
J óhann Helgi Hannesson er lærður húsasmiður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefur unnið sem smiður síðastliðin þrjú ár auk þess að spila með meistaraflokki Þórs í knattspyrnu. Hann fékk snemma áhuga á fótbolta en hann var einungis fjög- urra ára þegar hann fór að mæta á æfingar með bróð- ur sínum og hefur æft og spilað alla tíð síðan. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007, þá að- eins 17 ára gamall. Í sumar starfar Jóhann í íþrótta- miðstöðinni á Þelamörk sem sundlaugarvörður og því aldrei langt frá íþrótta- og tómstundastarfi. Í vetur stefnir hann svo að því að vera í smíðinni. Jóhann Helgi er harður í horn að taka eins og flest heljar- menni að norðan en í síðasta leik Þórs í Pepsídeildinni gegn ÍBV fékk hann takkana á skóm markmanns ÍBV í síðuna svo sá á. Hann lét það ekkert á sig fá og tryggði ásamt liðsfélögum sínum stig úr leiknum. Gælunafn: Jói. Íþróttagrein: Knattspyrna. Hversu oft æfir þú á viku? Það er í rauninni misjafnt; sex til níu sinnum í viku, fer svolítið eftir leikjaálagi á sumrin. Hver er lykillinn að góðum árangri? Setja sér raun- hæf markmið og hafa gaman af því sem maður er að gera auk þess að skipuleggja sig vel. Hvernig er best að koma sér af stað? Vera harður við sjálfan sig og koma æfingunum inn í daglega rút- ínu. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Finna sér eitthvað sem það hefur gaman af, hvort sem það er ræktin, sund, hlaup o.s.frv. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Þegar æfingarnar í boltanum minnka fer ég í ræktina að lyfta. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Ég get í raun borðað hvað sem er en ég kannski borðaði heldur lítið þangað til ég kynntist kærustunni minni sem tók mataræðið mitt alveg í gegn og hjálpar mér mikið. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða mikið kjöt og fisk, ég leyfi mér í rauninni að borða allt, vel af próteini og ég passa að borða nógu margar hitaeiningar til að líkaminn fari ekki að ganga á vöðv- ana. Hvaða óhollusta freistar þín? Í raun ekkert því ég er ótrúlega heppinn með það að ég get borðað það sem mig langar í en ég breytist ekkert. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Skrifa matardagbók og sjá svart á hvítu hvað er hægt að bæta. Það er samt mikilvægt að leyfa sér allavega einu sinni í viku að detta í smáóhollustu því annars gefst maður upp. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Ég hef hreyft KEMPA VIKUNNAR JÓHANN HELGI HANNESSON Norðlendingurinn sem ekkert stöðvar mig mikið alla daga frá því ég man eftir mér, hvort sem það var úti að leika mér eða æfingar nú til dags, ég gæti ekki ímyndað mér að hætta allt í einu að hreyfa mig daglega. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að halda að þetta verði auðvelt, það tekur tíma að byggja upp þol og fólk á það til að setja sér óraunhæf markmið sem verður til þess að það gefst upp í stað þess að gefa þessu tíma. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Ég elska að horfa á Wayne Rooney spila, ástríðan skín í gegn og hann gefst aldrei upp. Á Íslandi var það Hlynur Birgisson eða Kóngurinn eins og hann er kallaður í Þorpinu. Maðurinn spilaði til fertugs og varð bara betri eftir því sem hárið þynnt- ist. Skapti Hallgrímsson 8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Hjartasérfræðingar við The Institute of Cardiology í háskólanum í Nis í Serbíu segja rannsóknir sínar gefa til kynna að fólk geti aukið heilbrigði hjartans einfaldlega með því að hlusta á góða tónlist. Tón- listin hjálpar okkur líka að ná bata fyrr. Hlustaðu á tónlist sem þér líkar*Ég get sætt mig við mistök,öll gerum við mistök, en égget ekki sætt mig við uppgjöf. Michael Jordan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.