Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 49
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
hafi verið ástæðan; við vorum ekki að flýja
neitt,“ segir Guðjón.
„Aðalatriðið var þetta: Þetta var tækifæri.
Ég hafði átt draum um að flytja út og Jó-
hanna líka og þarna sáum við tækifæri. En
ég get lofað því að tímabil hafa komið þar
sem ég hef velt því fyrir mér hvort þetta hafi
verið rétt ákvörðun af því að þetta hefur oft
verið erfitt. En heilt yfir erum við ánægð
með að hafa tekið þessa ákvörðun.“
Það getur enginn hermt þetta eftir
Guðjón sór eið sem bandarískur ríkisborgari
í október á síðasta ári eftir að hafa þreytt
ýmis próf. „Að kvöldi þess dags settist ég
niður með Jóhönnu og við fórum yfir allt það
sem hafði gerst þessi ár okkar í Bandaríkj-
unum. Ég sá að það var svo margt sem var
eins og lygasaga og svo ótrúlegt að ég hugs-
aði með mér að ég yrði að skrifa þetta niður
til að skilja þetta, bæði fyrir börnin mín og
fjölskyldu og svo ef einhver hefði gaman af
því að lesa þetta þá væri það bara plús.
Þetta er alls ekki „how to“-bók um hvernig á
að verða ríkisborgari. Það getur enginn
hermt þetta eftir.“
Bókin kemur út á bandarískum markaði og
raunar var það tilviljun ein sem réð því að
undirrituð komst að því að Guðjón stæði í
bókaútgáfu ytra. Á internetinu rakst blaða-
maður á umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs
um nýju bókina. Titill hennar er „You Cańt
Have the Green Card“ og vísar í símtal sem
Jóhanna átti við starfsmann bandaríska
sendiráðsins hér á landi fyrir nokkrum árum.
Jóhanna tekur við:
„Mamma mín heitir Jo Ann Hearn en
mamma hennar, amma mín, giftist bandarísk-
um hermanni, flutti með honum út og bjó í
Texas í 14 ár. Þar fæddist mamma en sex
ára gömul fluttu þær mæðgur aftur til Ís-
lands og það flosnaði upp úr öllum tengslum
við Bandaríkin og mamma hitti föður sinn
aldrei aftur,“ segir Jóhanna. Guðjón rekur
þessa sögu í bókinni en í hjónabandi ömmu
Jóhönnu: Jóhönnu Bóelar Sigurðardóttur, og
afa, Samuels Emmett Hearn, fór fljótlega að
bera á drykkjuvandamáli Samuels og fór svo
að amma hennar yfirgaf Bandaríkin. Þau
skildu hins vegar aldrei að lögum.
„Mamma var þá mjög náin frændsystk-
inum sínum en átti ekki eftir að heyra í þeim
næstu fimmtíu árin. Það var lítið talað um
þetta en ég man eftir ýmsu sem tengdi við
Bandaríkin, til dæmis að amma gerði æðis-
legan kjúklingarétt upp á Suðurríkja vísu.“
Jóhanna man eftir því eins og það hafi
gerst í gær, árið 1981, þegar í Morgun-
blaðinu birtist smáauglýsing þar sem auglýst
var eftir mömmu hennar og ömmu og nöfn
þeirra gefin upp. Símhringingum linnti ekki
allan daginn þar sem allur bærinn hafði séð
auglýsinguna. Það endaði með því að Jo Ann
keyrði út á Keflavíkurflugvöll og hitti þar
mann sem vann sem tannlæknir á herstöð-
inni í tvær vikur á Íslandi og hafði verið falið
að reyna að finna hana og koma skilaboðum
áleiðis til hennar – faðir hennar Samuel hafði
látist árinu áður. Einnig fékk hún fregnir af
því að einn nánasti leikfélagi hennar og
systkinabarn við hana hafi líka látist fyrir
aldur fram. Eftir þessa örlagaríku keyrslu til
Keflavíkur liðu næstum þrír áratugir í viðbót
þegar, fyrir margar tilviljanir, Jóhanna
kynntist fjölskyldu móður sinnar og ömmu
vestanhafs.
„Fram að þessu hafði mömmu langað mik-
ið til að komast í samband við bæði pabba
sinn og frænda svo að þetta olli töluverðu
uppnámi.“
Jóhanna ferðast sjálf í fyrsta skipti til
Bandaríkjanna tvítug en það var ekkert
tengt fjölskyldu hennar ytra enda vissi hún
ekki hvar þau var að finna. „Ég hafði fengið
þá ferð í verðlaun fyrir að vera sú söluhæsta
í því sem ég starfaði við þá: að selja snyrti-
vörur og dvaldi í Phoenix, Arizona. Þá man
ég að ég hugsaði: „Vá, hér vil ég vera.“ Það
flögraði ekki að mér að ég ætti eftir að búa
hér mörgum árum síðar.“
Grænn lottóvinningur
Þau Guðjón kynntust árið 2000 og gengu í
hjónaband ári síðar. Guðjón vissi ekki af und-
irliggjandi áhuga eiginkonu sinnar á Banda-
ríkjunum. Hins vegar fór þessi umræða að
koma upp á yfirborðið árið 2005.
„Okkur langaði til að prófa að fara til
Bandaríkjanna og dvelja í lengri tíma, ef ekki
til að búa og starfa, þá að minnsta kosti að
fara þangað í nám, segir Guðjón. „Sjálfur
ferðaðist ég mikið með mömmu og pabba til
Bandaríkjanna þegar ég var barn og einn
besti vinur pabba míns, Guðlaugs Berg-
manns, var bandarískur en hann heitir Bill
James. Ég á góðar minningar þaðan, um
bandarískan morgunverð og bandaríska af-
þreyingarmenningu og þessa upplifun að
vera þar.“
Jóhanna ákvað að fara með móður sinni í
bandaríska sendiráðið og athuga hvort það
gæti hjálpað að fá græna kortið að mamma
hennar er með bandarískt ríkisfang. Þá var
Jóhanna á öðru ári í viðskiptafræði í Háskól-
anum í Reykjavík. Þeim var tilkynnt að til að
fá ríkisfang hefði Jóhanna þurft að sækja um
fyrir 18 ára aldur en eins og stæði gæti það
tekið mörg ár að fá græna kortið og ekki
tryggt að umsóknin yrði samþykkt.
Það var á þessari stundu sem Guðjón
ákvað að eina leiðin væri að prófa að spila í
Græna korts-lottóinu. Og tvö ár liðu.
„Ég var staddur í hádegisverðarboði með
bræðrum mínum þegar ég fékk ótrúlegt sím-
tal um að ég hafi unnið í lottóinu. Við urðum
auðvitað himinlifandi en það er samt tvennt
ólíkt að vinna í þessu lottói og fá svo græna
kortið. Við fengum einfaldlega rétt til þess að
vinna umsókn og pappírana og sjá svo hvort
það gengi. En þarna gerist eitt sem breytti
öllu og við skiljum ekki hvernig það atvik-
aðist. Ég skráði mig í lottóið en pappírarnir
sem komu svo voru ekki stílaðir á mig heldur
Jóhönnu og það varð til þess að óvæntir hlut-
ir komu í ljós.“
Á þessum tímapunkti, árið 2008, er Jó-
hanna ólétt, í meistaranámi í Háskólanum í
Reykjavík en í því námi bauðst nemendum
að dvelja eina önn í skiptinámi erlendis. Um
haustið var stefnan því sett á San Marcos í
Bandaríkjunum í eina önn. Þau hjónin voru
vongóð um að græna korts-umsóknin færi í
gegn og sóttu því ekki um námsmannavísa
fyrir dvölina. Í júní fékk Jóhanna örlagaríku
símhringinguna sem breytti öllu. „Þú getur
ekki fengið græna kortið,“ var sagt á hinum
enda línunnar. Og titill bókarinnar er einmitt
fenginn úr þessu símtali.
Í ljós kemur að Jóhanna getur ekki fengið
græna kortið af þeirri einföldu ástæðu að
þess gerist ekki þörf; hún er bandarískur rík-
isborgari og hefur verið alla ævi án þess að
vita af því.
„Móðir mín og faðir giftu sig ekki fyrr en
ég var fjögurra mánaða. Og lög þess tíma
voru á þann veg að ef einstæð móðir sem er
bandarískur ríkisborgari, sem mamma er,
eignast barn utan Bandaríkjanna – fær barn-
ið sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt.
Þetta var því frekar ótrúlegt.“
Þannig að þið hefðuð í raun aldrei þurft að
lotta?
„Jú, í raun þurftum við að taka þátt og
vinna til að þessi vinna ætti sér stað. Sendi-
ráðið fann út úr þessu vegna þess. Ef við
hefðum svo ekki tekið þátt í því hefði öll
þessi vinna aldrei átt sér stað og við ekki
fundið út úr því að ég væri í raun með tvö-
„Ég ákvað kvöldið sem ég
varð bandarískur ríkisborg-
ari að skrifa bók um þessa
lífsreynslu,“ segir Guðjón
Bergmann.
Ljósmynd/Gilbert Sauceda
Á ob.is geturðu valið uppáhaldsliðið þitt á HM í fótbolta sem fram
fer í Brasilíu í júní og júlí. Daginn eftir alla leiki hjá liðinu færðu
afslátt af bensíni og dísel með lyklinum, sem nemur 5 krónum
á hvert mark sem liðið þitt skoraði. Ef þú átt ekki lykil, sendum við
þér hann. Afslátturinn gildir hjá ÓB og Olís.
KR.
FYRIR HVERT
5
MARK