Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Ragnar Hólm Ragnarsson opnar í dag, laug- ardag klukkan 14, sýningu í Populus tremula á Akureyri og kallar hana „Loftið & landið“. Ragnar hefur á undanförnum árum haldið nokkrar sýningar á vatnslitamyndum en að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk. Sýn- ingin er einnig opin á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu kl. 14 til 17 en aðeins verður opið þessa einu helgi. Um sýninguna segir Ragnar: „Ég hef aðeins verið að færa mig út undir bert loft með olíulitina en það er örlítið þyngra í vöfum að þvælast með þá um landið en vatnslitina þótt hvort tveggja sé gríðarlega skemmtilegt. Á sýningunni verða mestmegnis flunkuný olíu- málverk, bæði stílfært landslag og minni ab- straktmyndir.“ RAGNAR HÓLM SÝNIR LOFT OG LAND Ragnar Hólm Ragnarsson opnar sýningu í Populus tremula á Akureyri og sýnir málverk. Myndverk tengt sýningu Margrétar H. Blöndal á Siglufirði. Hún hefur sett þar upp innsetningu. Margrét H. Blöndal myndlistarkona opnar sýningu í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði á þriðjudaginn kemur klukan 17. Mar- grét hefur síðustu viku dvalið á staðnum og unnið innsetningu sem hún kallar „Út“ beint í Kompuna. Margrét er einn þekkktasti íslenski mynd- listarmaður sinnar kynslóðar. Hún er fædd árið 1970 og nam við MHÍ og við Mason Gross School of Arts í Rutgers-háskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum. Á undan- förnum árum hefur hún sýnt víða um lönd, meðal annars í Berlín, Listasafni Reykjavíkur, Texas, Dublin og í Basel í Sviss. Kompan er opin daglega kl. 14-17 og þegar skilti er úti. MARGRÉT SÝNIR Á SIGLUFIRÐI ÚT Í KOMPUNNI Ung ítölsk nunna, sem vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í vinsælli hæfileikakeppni í ítölsku sjónvarpi, sigraði í úrslit- um keppninnar. Systir Cristina Scuccia flutti lag Aliciu Keys „No One“ í forkeppninni og sló það í gegn í netheimum; horft hefur verið á það meira en 50 milljón sinnum. Í úrslitunum kom hún fram í nunnubúningi með kross um hálsinn, söng það aftur og þakkaði Guði fyrir sigurinn. Scuccia sagði lagið tjá „fegurð Guðs“ og sagði frammistöðu sína í keppninni ekki sér að þakka „heldur manninum þarna uppi!“ Hún sagðist ekki vera að hefja söng- feril heldur væri hún sendiboði trúarinnar og fór að því loknu með faðirvorið. SÖNGVAKEPPNI Á ÍTALÍU NUNNA SIGRAÐI Systir Cristina Scuccia Þessi tónleikaröð er sannkölluð kjölfesta í menningarlífi mið-borgarinnar,“ segir Sigurður Flosason, saxófónleikari og um-sjónarmaður hinnar árvissu jazzsumartónleikaraðar veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Fyrstu tónleikar sumarsins hefjast þar klukkan 15 á laugardag og þá kemur fram Fley tríó, sem er tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar. Með konum koma fram Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Tríóið er vel samstillt enda hefur það leikið vikum saman á skemmti- ferðaskipi sem siglt hefur um Eystrasalt, Norðursjó og Miðjarðarhaf. Á efnisskránni er úrval þekktra standarda. Góðir gestir koma fram með tríóinu á tónleikunum, Högni Eg- ilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, en hann er sonur hljóm- sveitarstjórans, og Jóel Pálsson saxófónleikari. „Úthald þessarar tónlistarhátaíðar hefur verið mikið og gott. Hún nýtur engra styrkja og er kostuð af Jakob Jakobssyni, veiting- armanni á Jómfrúnni,“ segir Sigurður en aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Torgið á bak við Jómfrúna hefur minnkað nokkuð vegna fram- kvæmda sem standa yfir við Hótel Borg en Sigurður segir að fram- kvæmdir muni liggja niðri meðan á leik tríósins stendur. SUMARJAZZINN HEFST AFTUR Á JÓMFRÚNNI Högni djassar með Fley tríói Fley tríó skipa þeir Gunnar Hrafnsson, Kjartan Guðnason og Egill B. Hreinsson. Þeir leika þekkta og vinsæla djassstandarda fyrir gesti. SUMARJAZZINN HLJÓMAR NÍTJÁNDA SUMARIÐ Í RÖÐ. GÓÐIR GESTIR KOMA FRAM Á TÓNLEIKUNUM. Menning E in eftirsóttasta klassíska hljóm- sveit samtímans, Mahler Cham- ber Orchestra (MCO), kemur fram á Midsummer Music Festi- val í Hörpu 15. júní næstkom- andi. Er það fagnaðarefni fyrir tónlistarunn- endur, því þessi vandaða hljómsveit er á ferðalagi í 150 til 200 daga á ári hverju og kemur fram í helstu tónleikahúsum, þar sem gagnrýnendur ausa hana lofi fyrir ferska og skýra túlkun á samtímatónlist sem eldri klassískum verkum. Rúmlega þrjátíu hljóð- færaleikarar koma hingað til lands og leika undir stjórn hins athyglisverða finnska fiðlu- leikara Pekka Kuusist. Og efnisskráin er í anda Midsummer Music-hátíðarinnar, nýtt og gamalt í bland: fiðlukonsert eftir Johann Sebastian Bach, „Shaker Loops“ eftir John Adams og þrjú verk eftir einn helsta meist- ara mínimalismans, Steve Reich. MCO var stofnuð árið 1997 af hópi tónlist- arfólks sem var þá vart orðið tvítugt en þau voru öll fyrrverandi meðlimir einnar bestu ungmennahljómsveitar heimsins, Gustav Mahler Youth Orchestra. Þau kusu að kenna sig áfram við Mahler og bættu við „kamm- erhljómsveit“; gagnrýnendur benda þó iðu- lega á að hljómsveitin sé mun stærri en hefðbundin kammerhljómsveit og í raun er það sinfóníetta sem hingað kemur en kjarna sveitarinnar skipa um 45 manns, flestir á aldrinum 35 ára til fertugs. Allt frá stofnun vann MCO náið með hin- um heimskunna hljómsveitarstjóra Claudio Abbado, sem lést í janúar síðastliðnum. Einnig hafa þau unnið mikið með Daniel Harding, sem var um skeið aðstoðarmaður Abbados, og þá hefur hljómsveitin á undan- förnum árum unnið með norska píanóleik- aranum Leif Ove Andsnes og flutt alla pí- anókonserta Beethovens víða um lönd, við einróma lof. Meðal annarra listamanna sem MCO hefur starfað og hljóðritað með má nefna Esa-Pekka Salonen, Pierre Boulez og Mörthu Argerich. Alls staðar frábærir dómar Steinunn Birna Ragnarsdóttir fagnar komu MCO til Íslands enda sé um eina bestu og vinsælustu hljómsveit samtímans að ræða. Hún segir að áður en Abbado lést hafi við- ræður um komu hans hingað, með Mozart- hljómsveitinni sem hann leiddi einnig, verið langt komnar. Af því varð ekki vegna fráfalls meistarans en hún hitti stjórnendur MCO að máli og samningar náðust um að hljóm- sveitin kæmi hingað í sumar. „Það er erfitt að finna staðgengla fyrir risa eins og Claudio Abbado og Mozart-hljómsveitina en ef ein- hverjir standa undir því þá er það Mahler Chamber Orchestra,“ segir Steinunn Birna. „Þau vinna eftir þeirri hugmyndafræði að tónlistin sé tungumál sem allir eiga sameig- inlegt og allir eigi að hafa jafnt aðgengi að. Það getur verið erfitt að lifa eftir þeim ásetningi en það er virðingarvert að sjá hljómsveit á borð við MCO leggja sig í líma við að láta það ganga upp. Þetta er hljómsveit af hæsta mögulega gæðastaðli og það verður merkisviðburður að heyra hana leika í Hörpu. Hún fær alls stað- ar frábæra dóma.“ Miðla tónlist af ástríðu Uppbygging og skipulag MCO er um margt óvenjulegt þegar um svo stóra og virka hljómsveit er að ræða. Stofnfélagarnir hafa allir jafnan atkvæðisrétt um allar ákvarðanir sem tengjast rekstri og listrænni stefnu og þá hefur hún ekkert fast tónlistarhús sem sveitin getur kallað heimili. Á skrifstofu hljómsveitarinnar í Berlín eru tíu starfsmenn MAHLER CHAMBER ORCHESTRA LEIKUR Í HÖRPU „Ekkert leysir upplifun á tónleikum af hólmi“ „ÞAÐ VERÐUR MERKISVIÐBURÐUR AÐ HEYRA HANA LEIKA Í HÖRPU,“ SEGIR TÓNLISTARSTJÓRI HÚSSINS UM HINNA KUNNU HLJÓMSVEIT, MAHLER CHAMBER ORCHESTRA, SEM KEMUR Í FYRSTA SKIPTI FRAM Á ÍSLANDI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto stjórnar Mahler Chamber Orchestra á tónleikunum í Hörpu um næstu helgi og leikur auk þess einleik í öðrum fiðlukons- erti J.S. Bachs. Þetta er í fyrsta skipti sem Kuusisto starfar með hljómsveitinni en er óhræddur við nýjar leiðir og er ein skær- asta unga stjarna klassíska tónlist- arheimsins í Norður-Evrópu. Hann varð fyrstur Finna til að sigra í alþjóðlegu Si- beliusar-fiðlukeppninni og hlaut Nor- rænu tónlistarverðlaunin árið 2013. Stjörnufiðlarinn Pekka Kuusisto. Ljósmynd/Kaapo Kamu Ein skærasta unga stjarnan FIÐLULEIKARINN KUUSISTO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.