Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2014
Tveir átta vikna hvítir ljóns-
hvolpar, Mombasa og Nala, voru
frumsýndir í dýragarði í Ung-
verjalandi í vikunni. Hvolparnir,
sem fæddust á Norður-Ítalíu í
apríl, hafa dafnað vel síðan þeir
komu í heiminn. Þeir æfðu í það
minnsta öskrin fyrir blaða- og
fréttamenn sem fjölmenntu til að
sjá þá.
Hvít ljón eru meðal sjaldgæf-
ustu dýra veraldar en samkvæmt
Vísindavefnum er ekki vitað til
þess að villt hvít ljón finnist leng-
ur í náttúrunni. Að sama skapi
finnast á þriðja tug hvítra ljóna í
dýragörðum.
Ástæða þess að hvít ljón eru
ekki lengur til í náttúrunni er að
hvítum ljónum gengur mun verr
að veiða sér til matar. Ljón
hlaupa ekki langar vegalengdir á
eftir bráð sinni heldur reyna að
laumast sem næst og taka síðan á
sprett, en þau geta hlaupið á 60
kílómetra hraða á klukkustund.
Til að komast nálægt bráðinni
kemur hinn klassíski feldur þeim
vel en getur reynst hvítum ljónum
erfiður, enda er hvítur litur ekki
beint algengur á sléttum Afríku.
Þau Mombasa og Nala munu eyða
ævinni í Magán-dýragarðinum,
sem er rúma 60 kílómetra frá höf-
uðborginni Búdapest.
FURÐUR VERALDAR
Hvít ljón í
Ungverjalandi
„Hvít ljón eru ekki albínóar í ströngustu merkingu þar sem litarefni er til stað-
ar í augum og loppum þótt það vanti í húð og feld,“ segir á Vísindavefnum.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ryan Gosling
leikari.
Luke Shaw
knattspyrnumaður.
Pétur Viðarsson
knattspyrnumaður.
Á ferðinniÍ sumarhúsinuÍ útilegunni
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
12.990 kr.
Gegn 6 mán. 4G Netáskrift, stærri
en 1 GB eða 22.990 kr. stgr.
4G Ferðanetbeinir
(MIFI)
Gegn 6 mán. 4G Netáskrift, stærri
en 1 GB eða 15.990 kr. stgr.
7.990 kr.
4G Nettengill
22.990 kr.
Gegn 6 mán. 4G Netáskrift, stærri
en 1 GB eða 36.990 kr. stgr.
4G Netbeinir
4G Netáskrift er fyrir þá sem vilja tengjast
netinu á auðveldan hátt í sumarhúsinu,
bílnum og á ferðalögum innanlands.
1.190 kr. 2.190 kr. 3.990 kr.
1 GB
Áskrift Áskrift & netfrelsi Áskrift & netfrelsi
5 GB 15 GB
5.190 kr. 6.490 kr.
Áskrift Áskrift
50 GB 100 GB
Undirbúðu
sumarið
Þú missir ekki af neinu í sumarhúsinu eða
á ferðalögum innanlands með ferðanetbúnaði
og 4G Netáskrift Vodafone.
Kíktu við í næstu verslun okkar
og græjaðu þig upp fyrir sumarið.
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
Það er líf og fjör í Húsdýragarðinum um þessar mundir en í byrjun
viku kom í heiminn splunkunýr kópur í Húsdýragarðinum. Það var
hún Esja sem kæpti fyrsta kópnum snemma á mánudagsmorgun.
Esja er sjálf fædd 2005. Urturnar sem búa í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum eru þrjár talsins og hafa yfirleitt fært sjómönnum
landsins einn kóp að gjöf enda flestar kæpt í kringum sjómanna-
daginn.
Stella Kristjánsdóttir, dýrahirðir í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum, segir að allt hafi gengið að óskum. „Það er búið að ganga
ljómandi vel,“ segir Stella. Urturnar hafa allar kæpt árlega og er
venjan að einn kópur komi í hvert skipti. „Við gerum ráð fyrir að
það komi tveir kópar í viðbót á allra næstu dögum.“ Spennan er því
mikil og um að gera að skella sér í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
til þess að berja þessi dásamlegu dýr augum.
Urturnar fæða kópana með næringarríkri mjólk í fjórar vikur en eftir það eru þeir upp á eigin spýtur. Það getur verið
erfiður tími þar sem þeir þurfa að átta sig á því hvað fæða er og hvernig þarf að ná í hana.
NÝTT LÍF Í HÚSDÝRAGARÐINUM
Esja kæpti
einum kópi
Nýi kópurinn, sem er urta.
Ljósmyndir/Stella Kristjánsdóttir