Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 32

Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Sigrún Jónsdóttir hefur verið valin sveitarlistamaður Rangárþings eystra fyrir árið 2014. Þetta var til- kynnt um síðustu helgi þegar þar var haldin svonefnd Kjötsúpuhátíð, þegar íbúar á Hvolsvelli og á nær- liggjandi slóðum gerðu sér glaðan dag. Sigrún býr á Ásvelli í Fljótshlíð. Er kennari við Hvolsskóla á Hvols- velli og starfar að listsköpun ým- iskonar. Sækir myndefni m.a. í nærumhverfið. Þá hefur Sigrún að- stoðað einstaklinga og félagasam- tök í ýmsu. Má þar nefna að hún teiknaði sviðsmynd í leikritinu Anna frá Stóru Borg sem Leikfélag Austur-Eyfellinga setti upp í fyrra- vetur við miklar vinsældir á fjöl- sóttum sýningum. sbs@mbl.is Sigrún var valin sveitarlistamaður Kúnst Listakonan í Fljótshlíð, Sigrún Jónsdóttir með eitt af málverkum sínum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fræðslusetrið Klif í Garðabæ stend- ur nú í september fyrir námskeiðinu Grúsk í vísindum sem er fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. Markmiðið þar er að vekja áhuga ungs fólks á jarðfræði, eðlisfræði og himingeimnum. Tekin verða fyrir undur ýmissa raungreina svo og himingeimsins. Könnuð verða eld- fjöll og jöklar og hið stóra samhengi sköpunar heimsins kannað. Fjallað verður um jarðskjálfta, eldgos og eldfjallagrjót, ljós og liti, tunglið, Mars og fleiri hnetti. Farið verður í vettvangsferðir og stjörnuskoðun. Sævar Helgi Bragason jarðfræð- ingur leiðbeinir á þessu námskeiði. Hann er formaður Stjörnuskoð- unarfélags Seltjarnarness og hefur mikið fjallað um stjarnfræði, bæði með skrifum og kennslu. Hefur og fengið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, sem hafa vakið áhuga barna sem fullorðinna. Að sögn Ágústu Guðmundsdóttur hjá Klifinu er efnisskrá haustsins þar á bæ fjölbreytt að venju. Í boði verða námskeið í vísindum, list- dansi, leiklist, tónlist, myndlist og fleiru. „Svo erum við líka með fjölda námskeiða sem virkja sköpunarmátt barna og fullorðinna,“ segir Ágústa. Sjá nánar www.klifid.is Morgunblaðið/Golli Geimur Sævar Helgi Bragason við stjörnukíkinn í Valhúsaskóla á Nesinu. Horft til stjarna á námskeiði í Klifinu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtök hestamanna á öllum Norður- löndunum standa í fyrsta skipti sam- an að Heimsleikum íslenska hestsins á leikunum sem fram fara í Herning í Danmörku í byrjun ágúst á næsta ári. Úrval-Útsýn býður að venju ferðir á Heimsleikana í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og vonast forsvarsmenn þeirra til að yfir þúsund Íslendingar fari í ferðina. Hingað til hafa einstök lönd staðið að umsókn og mótshaldi. Mótið hefur því verið haldið víða um Norður- löndin og önnur Evrópulönd. Raunar var það haldið í Herning 2003 og þótti takast vel. „Hugmyndin á bak við sameiginlega umsókn Norður- landanna var að halda mótið á þeim stað sem hefur mesta möguleika til að draga að sem flesta gesti. Dan- mörk liggur vel við meginlandinu og flugsamgöngur þangað eru góðar,“ segir Haraldur Þórarinsson, formað- ur LH, sem á sæti í stjórn Norður- landasamtakanna NIF. Danir eru mótshaldarar enda er gert ráð fyrir því í lögum FEIF, alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, en fulltrúar hinna Norðurlandanna taka þátt í skipulagningu. Góð aðstaða í Herning Mótið er haldið á sýningarsvæði í Herning þar sem stórar landbún- aðarsýningar eru haldnar. Haraldur segir að miklar hallir og annað hús- næði sé á svæðinu og miklir mögu- leikar til að gera góða hluti. Hins vegar sé takmarkað hótelrými í borginni. Það sé meðal annars leyst með því að útbúa tjald- og hjólhýsa- svæði. Ennþá betra væri að halda mótið í Kaupmannahöfn en þar hafa hesta- menn ekki aðgang að hentugu svæði. Haraldur vonast til að gert verði ráð fyrir slíku, ef byggt verður upp á Amager eins og áform eru um. „Keppikefli okkar er að mótið verði góð kynning fyrir Íslandshesta- mennskuna en um leið verði í um- gjörðinni um hestinn lögð áhersla á það sem sameinar Norðurlöndin,“ segir Haraldur. Hluti fargjalds til landsliðsins Íslendingar hafa fjölmennt á suma Heimsleika og hefur það átt þátt í að gera þá eftirminnilega. Það skiptir keppendur Íslands máli að hafa sem flesta stuðningsmenn að heiman og getur einnig haft fjárhagslega þýð- ingu fyrir landsliðið. Áætlað er að kostnaður við að senda hesta og landslið út sé um 30 milljónir kr. Unnið er að fjáröflun, meðal annars með ístöltmótum á veturna. Samn- ingur sem LH hefur gert við Úrval- Útsýn er einnig þýðingarmikill því ákveðinn hluti af hverjum farmiða rennur til landsliðsverkefnisins. Norðurlöndin standa sam- eiginlega að HM 2015  Undirbúa þátttöku Íslands í Heimsleikum íslenska hestsins í Herning að ári Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Íslendingastúkan Íslensku áhorfendurnir stóðu vel við bakið á sínum keppendum á Heimsleikunum í Berlín í fyrra. Í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að Ís- lendingar hófu hagnýtingu á loðnu verður haldin ráð- stefna í Háskól- anum á Akur- eyri föstu- daginn 5. sept- ember klukkan 9.30. Flutt verða 13 erindi. Markmiðið með ráðstefnunni er að ná heildstæðu yfirliti um nýtingu á loðnu og sýna hvað hefur áunnist á fimmtíu árum. Farið verður yfir stöðu stofnsins, þróun iðnaðar, helstu afurðir og markaði, efna- hagslegt mikilvægi loðnu og mögu- leg sóknarfæri. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Rætt um loðnuveið- ar í hálfa öld í HA Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt og Búið, Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Heimkaup.is Úrval-Útsýn hefur tryggt sér mikinn fjölda miða í stúku við keppnisvöll- inn í Herning. Íslendingarnir sem fara á þeirra vegum geta því haldið hópinn. Herning er þannig staðsett að Ís- lendingar geta farið þangað á ýms- an hátt. Útval-Útsýn býður því fjöl- breytta „pakka“, ýmist ferð með hóteli og aðgöngumiða, allan tím- ann eða hluta vikunnar, eða hluta pakkans. Sigurður Gunnarsson, deildarstjóri íþróttadeildar ferða- skrifstofunnar, segist renna blint í sjóinn með fjöldann en miðað við vaxandi áhuga Íslendinga á Heims- leikum íslenska hestsins hafi Úrval- Útsýn tryggt sér aðstöðu til að þjóna miklum fjölda fólks. Úrval-Útsýn skipuleggur ferðina í samvinnu við mótshaldara og LH og styður landsliðið fjárhagslega. Von á mörgum Íslendingum ÍSLENDINGASTÚKA HJÁ ÚRVAL-ÚTSÝN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.