Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 58

Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 58
58 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 þjóðlegt gómsætt og gott alla daga www.flatkaka.is kÖku gerÐ hp Kleinur og kanilsnúðar Gríptu með úr næstu verslun Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, heimsótti Eistland í gær og reyndi að fullvissa Eystrasaltsþjóð- irnar um að Atlantshafsbandalagið myndi verja sjálfstæði þeirra. „Þið misstuð eitt sinn sjálfstæðið, en í NATO glatið þið því aldrei aft- ur,“ sagði Obama í Tallinn, höfuð- borg Eistlands. Forsetinn sagði þegar hann ávarpaði eistneska og bandaríska hermenn að lýðræðið efldi Bandarík- in og Eistland en lýðræðishugsjón- inni stafaði ógn af „yfirgangi Rúss- lands við Úkraínu“. Hann skírskotaði til frétta um að rússnesk- ir hermenn hefðu verið sendir til Úkraínu og hvatti leiðtoga NATO- ríkjanna til að senda „ótvíræð skila- boð um stuðning“ við Úkraínu á tveggja daga fundi þeirra sem hefst í Wales í dag. Obama hvatti einnig til þess að varnir tveggja annarra fyrr- verandi sovétlýðvelda, Georgíu og Moldóvu, yrðu efldar með stuðningi NATO. Rússa hafa verið með her- sveitir í uppreisnarhéruðunum Transnistríu í Moldóvu og Abkasíu og Suður-Ossetíu í Georgíu eftir að þau lýstu yfir sjálfstæði með stuðn- ingi stjórnvalda í Kreml. Boðar langvinna baráttu gegn Ríki íslams Obama fordæmdi einnig samtök íslamista, Ríki íslams, sem hafa náð stórum svæðum í Sýrlandi og Írak á sitt vald. Hann sagði að aftaka sam- takanna á tveimur bandarískum blaðamönnum hefði engin áhrif á baráttu Bandaríkjamanna gegn þeim. Hann hét því að þeim sem bæru ábyrgð á aftökunum yrði refs- að, hvar sem þeir feldu sig og hversu langan tíma sem það tæki. Obama áréttaði að Bandaríkja- stjórn væri staðráðin í því að upp- ræta hættuna sem stafaði af samtök- um íslamistanna en viðurkenndi að það tæki langan tíma og væri ógjörn- ingur án samstarfs við bandamenn í Mið-Austurlöndum. Obama hefur viðurkennt að stjórn hans hefur ekki enn mótað heildar- stefnu um hvernig berjast eigi gegn samtökunum í Sýrlandi og Írak. Hún hefur fyrirskipað loftárásir á liðs- menn samtakanna í Írak en hafnað hernaði á yfirráðasvæðum þeirra í austanverðu Sýrlandi. „Í NATO glatið þið aldrei sjálfstæðinu“  Obama reynir að fullvissa Eystrasaltsríki um vernd NATO AFP Forsetanum fagnað Skólabörn bjóða Barack Obama velkominn til Eistlands fyrir fund hans með forseta landsins. Karl Blöndal kbl@mbl.is Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í gær á uppreisnarmenn í Úkraínu og stjórnarherinn að leggja niður vopn eftir fjögurra mánaða átök og fallast á samkomulag um vopnahlé í sjö liðum. Áskorun Pútíns kom nokkrum klukkustundum eftir að Petro Porosjenko, forseti Úkra- ínu, sagði að hann og Pútín hefðu fall- ist á samkomulag um vopnahlé. Ar- sení Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, hafnaði hins vegar áætlun Pútíns. „Áætlun um eyðingu Úkraínu“ „Þetta er áætlun um eyðingu Úkraínu og endurreisn Sovétríkj- anna,“ sagði Jatsenjúk og bætti við að fyrir Pútín vekti að þyrla ryki í augu alþjóðasamfélagsins fyrir tveggja daga leiðtogafund Atlants- hafsbandalagsins, sem hefst í dag. „Hann vill frysta átökin og komast þannig hjá nýjum refsiaðgerðum gegn Rússlandi.“ Gert er ráð fyrir að á fundi banda- lagsins verði ákveðið að koma á nýju fjögur þúsund manna hraðliði, sem hægt væri að senda á vettvang með tveggja daga fyrirvara, til að verja Austur-Evrópu. Yfirlýsing Porosjenkós um vopna- hlé olli nokkru fjaðrafoki og voru Rússar fljótir að tilkynna að þeir gætu ekki gert slíkt samkomulag. Dmítrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði að Rússar ættu ekki aðild að ágreiningnum. Skömmu síðar var yf- irlýsingu forseta Úkraínu breytt. Í stað samkomulags um „varanlegt vopnahlé“ stóð að sátt væri um „skil- yrði fyrir vopnahléi“. Pútín gerði grein fyrir friðaráætl- uninni þar sem gert er ráð fyrir að „sóknaraðgerðum [úkraínska] her- aflans og vopnaðra sveita uppreisn- armanna í suðausturhluta Úkraínu“ ljúki. Kvaðst Pútín gera ráð fyrir því að unnt yrði að lýsa yfir samkomulagi á fundi uppreisnarmanna og fulltrúa stjórnvalda í Kænugarði í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands, á morg- un. Þær viðræður fara fram með milligöngu Rússa og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Gert er ráð fyrir að vopnahléið verði háð al- þjóðlegu eftirliti. Í vopnahlésáætluninni er einnig gert ráð fyrir fangaskiptum og að markaðar verði leiðir fyrir flótta- menn og til flutninga hjálpargagna. Rússneskir ráðamenn þvertaka fyrir að þeir veiti aðskilnaðarsinnum í Úkraínu hernaðaraðstoð. Ráða- menn á Vesturlöndum fullyrða hins vegar að Rússar séu á bak við upp- reisnarmenn og hafi í hyggju að fylgja eftir innlimun Krímskaga í Rússland með frekari landvinn- ingum. Frank Walter Steinmeier, utanrík- isráðherra Þýskalands, sagði í gær að tilkynningin um vopnahlé væri „vonarmerki“, en stjórnvöld í Kænu- garði og sérstaklega Moskvu yrðu að sýna að þeim væri alvara. Engin frönsk herskip í bili Francois Hollande, forsætisráð- herra Frakklands, sagði í yfirlýsingu í gær að ekki væru forsendur til að afhenda Rússum tvö herskip, sem þeir áttu að fá í hendur síðar á árinu, þrátt fyrir horfur á vopnahléi. Uppreisnarmenn hafa unnið hvern sigurinn á eftir öðrum á stjórnar- hernum og í gær var ekki ljóst hvort þeir myndu virða vopnahlé. Haft var eftir einum fulltrúa upp- reisnarmanna í Donetsk-héraði að þeir myndu aðeins leggja niður vopn ef stjórnarherinn færi úr borgum í austurhlutanum, sem hann hefði beitt stórskotahríð undanfarnar vik- ur. „Ef Kænugarður dregur lið sitt úr bæjum og borgum – eða sem betra væri öllu landsvæði Alþýðulýðveldis- ins Donetsk – væri enginn tilgangur með því að leita hernaðarlegrar lausnar á ágreiningnum,“ sagði upp- reisnarleiðtoginn Miroslav Rúdenkó í samtali við rússnesku fréttastofuna Interfax. Pútín hvetur til vopnahlés í Úkraínu  Forsætisráðherra Úkraínu hafnar áætlun Rússa  Pútín vill undirrita á morgun AFP Nýtt útspil Vladimír Pútín kynnti í gær áætlun um vopnahlé í Úkraínu. Rússar gagnrýna heræfingu, sem Atlantshafsbandalagið ætlar að halda í Úkraínu um miðjan þennan mánuð. Í viðtali við fréttastofuna Ria- Novostí sagði Leoníd Ívasjov, yfirhershöfðingi í rússneska hernum, að það væri ögrun að halda slíka æfingu í miðri deilunni í austurhluta Úkraínu. „Þess utan er ekki mannúðlegt að NATO skuli nú, þegar í raun stend- ur yfir borgarastríð í Úkraínu, sýna hernaðarlegan stuðning við stjórn- ina í Kænugarði,“ sagði Ívasjov og bætti við að hætta væri á því að eft- ir æfinguna yrðu hermenn bandalagsins einfaldlega áfram í Úkraínu. Pólska varnamálaráðuneytið tilkynnti í gær að hermenn frá tólf lönd- um NATO myndu taka þátt í æfingunni 13. til 26. september á æfinga- svæði fyrir hermenn skammt frá borginni Lvív, vestast í Úkraínu. Her- æfingar með þátttöku NATO hafa oft áður verið haldnar í Úkraínu. Rússar segja sér ögrað NATO HYGGUR Á HERÆFINGU Í ÚKRAÍNU Í SEPTEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.