Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 64

Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 64
64 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Útsölustaðir: Elko, Hagkaup, Spilavinir BANANAGRAMS Orðaleikurinn sem gerir ykkur bananabrjáluð! Einfaldur og hraður orðaleikur þar semaldur og reynsla í stafarugli skiptir engumáli. Ekki þarf penna, pappír né spilaborð. Fullkomið spil hvenær seme og hvar semer! r NÝTT nordicgames.is Kristni á upptök sín í Mið-Austurlöndum á 1. öld og varð að- altrúin þar, fram að sigrum arabískra múslímaherja á 7. öld. Kristnum hefur fækk- að í Mið-Aust- urlöndum úr 20% íbú- anna í byrjun 20. aldar niður í 5% árið 2008, þ.e. um 75% á einni öld, og fer stöðugt fækkandi. Horfur eru á, að fjöldi kristinna í Mið-Austurlöndum, sem var að- eins 12 milljónir árið 2008 verði kominn niður í 6 milljónir árið 2020. Skýringar á þessu eru sagð- ar margar, m.a. minni fæðing- artíðni en hjá múslímum og mikill „útflutningur“ kristinna, en þýð- ingarmesta ástæðan er skipulagð- ar trúarbragðaofsóknir og hermd- arverk á hendur þeim. Kristnu fólki og kirkjum þess frá frum- kristni er eytt í Sýrlandi og Írak, af öfgasamtökum Ísis og kalífats þeirra og í Egyptalandi af Bræðralagi múslíma, sem þó hefur tekist að fjötra, a.m.k. um skeið. Yfir 500 orrustur íslamskra kalífata gegn kristnum Þegar útbreiðsla íslams hófst með sverði og brandi á 4. áratug 7. aldar náði kristna Býsansveldið eða austurrómverska keis- aradæmið í kringum mest allt Miðjarðarhaf og harkalegur árekstur varð á milli hinnar nýju trúar vígaglaðra hjarðaraba og hins kristna heims. Múslímar eru taldir hafa efnt til á 6. hundrað orrustna við kristna fram á 19. öld, í Mið-Austurlöndum, á Balk- anskaga, Ítalíu, Frakklandi og Spáni. Tæplega átta alda hernámi Spánar lauk 1492 með sigri Ferd- inands og Ísabellu á Márum. Rúm- lega fjögurra alda hernámi Ottóm- antyrkja á Balkanskaga lauk 1912 með sigri Serba, Svartfellinga, Búlgara og Grikkja í Balkanstríð- inu. Mikil eðlisbreyting hefur orð- ið á Jihad („heilögu stríði“) frá árinu 1923, það fólst áður í stríði af hálfu kalifata en felst nú fyrst og fremst í alþjóðlegu og landa- mæralausu stríði gegn kristni og öðrum trúarbrögðum, og ekki síð- ur gegn „ekki ekta múslímum“. Koptar, Marónítar og Melkítar Fjölmennasti hópur kristinna í Mið-Austurlöndum er Koptar, að- allega í Egyptalandi, þar sem þeir eru rösklega 7 milljónir eða 9% þjóðarinnar, en sumir telja þá mun fleiri. Þeim fer alla vega ört fækk- andi. Marónítar í Líbanon eru yfir milljón, og fer sömuleiðis ört fækkandi, og kristnir eru komnir úr meirihluta niður í þriðjung íbúa Líbanon. Kristnir Marónítar líta ekki á sig sem Araba, heldur sem afkomendur Fönikíumanna og Caanoníta frá því fyrir tíð Araba á svæðinu. Kristnir menn, sem telja sig Araba eru yfir ein milljón, þar af eru Melkítar fjölmennastir, og flestir í Líbanon og Sýrlandi. Kristnir Arabar eru einnig í Ísrael og á yfirráðasvæðum Palest- ínuaraba, þar sem þeim hríðfækk- ar. Assýríumenn, Armenar og Grikkir Assýríumenn eru flestir í Írak og Sýrlandi, allt að ein og hálf milljón, en fjöldi þeirra er mjög á reiki og erfitt er að staðsetja þá nákvæmlega. Langflestir þeirra hafa forðað sér frá heimkynnum sínum um árþúsundir, sem á sín- um tíma tilheyrðu Mesópótamíu. Þeir tala aramísku, tungu- mál Krists, sem er mörg þúsund ára gamalt, og mun eldra en arabíska og hebr- eska nútímans. Tyrk- ir, ekki síst að und- irlagi Mustafa Kemal, öðru nafni „Atatürk“, en líka kallaður „kristnieyð- arinn“, drápu um 1,5 milljónir Armena, 1 milljón Grikkja og 750 þúsundAssýringa í skjóli fyrri heimsstyrjaldar og fram til ársins 1923. Í kjölfar þess varð fyrsta kristna ríki sögunnar, Armenía, minnkað niður í smáríki, sem nemur aðeins 3% af stærð Tyrklands. Í Armeníu og Anatólíu var vagga kristninnar fyrir hart- nær 2.000 árum, og Armenar og Grikkir bjuggu þar í meira en hálft árþúsund fyrir Krist. Þessar helfarir hafa hlotið litla fordæm- ingu, nema af hálfu þessara þjóða sjálfra og Svía, en armenska hel- förin hefur þó verið viðurkennd af 20 þjóðum til viðbótar. Ég skora hér með á Alþingi Íslendinga, að viðurkenna helfarir þessara merku orþódoxkristnu þjóða, sem hefur á einni öld fækkað í Tyrk- landi úr tæpum 6 milljónum manns niður fyrir 100.000. Helfarir og mannfall orþódox-kristinna í Evrópu Almennt er talið, að um 10 milljónir manns hafi látist í Úkra- ínu, vegna skipulagðrar hungus- neyðar af hálfu liðsmanna Stalíns. Fyrir utan morð sín á gyðingum og fjölda Slava, þá stóð Hitler fyr- ir þjóðarmorðum á Serbum og sí- gaunum. Serbar urðu einnig illa úti í fyrri heimsstyrjöld, þar sem hátt í fimmtungur þjóðarinnar dó. Mannfall Rússa var einnig gíf- urlegt í báðum heimsstyrjöldum, en talið er að um 30 milljónir orþódox-kristinna hafi fallið í síð- ari heimsstyrjöld og um 7 millj- ónir í þeirri fyrri. Talið er að beint mannfall orþódox-kristinna í kommúnískum byltingum á liðinni öld nemi milljónum og er talið að fórnarlömb borgarastríðsins í Sovétríkjunum 1917-1922 hafi verið 9 milljónir. Ógnarstjórn Stalíns kostaði, að talið var, um 30 milljón mannslíf, en sú tala hækk- aði, þegar Yeltsin opnaði skjala- söfn Sovétríkjanna árið 1991 og áður nefndi Soltsjenitsyn mun hærri tölur. Þannig er ljóst að mannfall orþódox-kristinna nem- ur yfir 80 milljónum manns á lið- inni öld, og vega skipuleg dráp af hálfu pólitískra ofbeldisafla, ísl- amstrúarinnar, nasismans og þó sérstaklega kommúnismans þungt í því samhengi. Skylt er þó að geta þess, að íslam hefur frá 7. öld valdið dauða 270 milljóna manns, þar af 60 milljón krist- inna. Eftir Ólaf F. Magnússon » ...mannfall orþódox- kristinna nemur yfir 80 milljónum manns á liðinni öld og vega skipuleg dráp af hálfu pólitískra ofbeldisafla, íslamstrúarinnar, nas- ismans og þó sérstak- lega kommúnismans þungt í því samhengi. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Hin gleymda þjáning orþódox- kristinna Það er alltaf áhuga- vert þegar umræðu eða pælingum um sama eða svipað efni skýtur upp á yfirborðið. Menn geta kallað það tilviljanir – ef þær eru til – en lík- legra er að umræðan spinnist einmitt af því að þörf er á henni. Í Morgunblaðinu 21. ágúst var áhugaverð grein um skapandi hugsun þar sem vitnað er í Tom Kelley, stjórnanda og ráðgjafa hjá IDEO, sem er hönn- unar- og nýsköpunarráðgjafarfyr- irtæki í Kaliforníu. Þessum sama sem sagði að öll rútína væri óvinur ný- sköpunar. Mönnum ber saman um að nýsköp- un sé það hreyfiafl hagkerfa sem stuðlar að vexti þeirra og eykur sam- keppnishæfni fyrirtækja og þjóða. Almennt um nýsköpun er hægt að segja að hún sé árangursrík hagnýt- ing nýrra hugmynda og felist í að skapa, móta og kynna nýja vöru, þjónustu og aðferð, sem inniheldur eitthvert nýmæli og nær útbreiðslu á markaði (eða innan fyrirtækis). Hún felur oft í sér innleiðingu nýrrar tækni, nýrrar hönnunar eða bestu leið til þróunar. Hún þarf ekki endi- lega að vera afleiðing mikillar rann- sóknarvinnu heldur getur orðið vegna frumkvæðis starfsmanna sem leiðir til hagræðingar t.d. í fram- leiðslu. Nýsköpun innan fyrirtækja sýnir fram á virkni þeirra og hæfni, sem samtímis ýtir undir stöðugleika og eykur færni starfsmanna. Sú færni gerir starfsmönnum kleift að takast á við þær hröðu breytingar sem bæði eiga sér stað í nærumhverfi og á alþjóðavísu. Nýsköpunarvirkni starfsmanna er mikilvæg hverju fyr- irtæki (High involvement innovation – þýtt af undirritaðri 2003). Með henni er gert ráð fyrir að þróun innan fyrirtækjanna eigi sér stað vegna starfsmanna sem hafa frumkvæði að stöðugum umbótum (continuous imp- rovements). Nýsköpunarvirkni felur það í sér að fyrirtæki ýti undir menningu skapandi hugsunar og„leyfi“ stöðugar umbætur alls staðar í fyrirtækinu, hvort sem um er að ræða framleiðslu- eða þjónustufyrirtæki í öll- um geirum atvinnulífs- ins. Hæfni í nýsköpun innan fyrirtækja (og stofnana) er fólgin í starfsmönnum þeirra en ekki í fyrirtækjunum sem slíkum. Stöðugar umbætur koma ekki af sjálfu sér heldur endurspegla þær skapandi hugsun starfsmanna og þá menningu innan fyrirtækisins að starfsmenn megi (og eigi að) koma með hug- myndir að nýjum lausnum og nýjum nálgunum sem þeim er gert kleift að fylgja eftir. Þetta felur í sér að stjórnendur hvetji starfsmenn til að nota sína skapandi hugsun til dæmis til að að- laga eldri aðferðir að nýjum tímum eða nýjum kröfum. Tillögur starfs- manna þurfa að vera í samræmi við almennt verklag fyrirtækisins og vera til þess fallnar að auka hag- kvæmni, auðvelda og einfalda fram- kvæmd verkefna og stuðla að nýrri og betri nálgun þeirra. Þetta bætir ekki einungis hag fyrirtækisins held- ur eykur ánægju starfsmanna – vegna þess að það er tekið tillit til skoðana þeirra og áhuga á úrbótum. Sem svo aftur leiðir af sér aukinn áhuga á að gera betur – með nýsköp- unarvirkni og stöðugum úrbótum . Nýsköpunarvirkni er hegðunar- tengd og það er háð stjórnunarhæfni hvers fyrirtækis hvernig því tekst að innleiða þessa hegðun. Þegar nýsköp- unarvirkni verður hluti af ráðandi menningu fyrirtækisins getum við farið að tala um þekkingarfyrirtæki. Það er þó ekkert auðvelt að verða eða að vera þekkingarfyrirtæki og fyr- irtæki verða ekki þekkingarfyrirtæki bara með því að segjast vera það. Það er háð stjórn og stefnu fyrirtækisins og vilja starfsmanna til þess að vera stöðugt að læra, hvatningu yf- irmanna til þess og umfram allt tíma til að svo verði. Þekkingarfyrirtæki stuðla að aukinni þekkingu starfs- manna sinna og eru sífellt í þróun. Þessi fyrirtæki verða að vera tilbúin til að fjárfesta í starfsmönnum sínum á þann hátt sem gerir þá hæfari í að takast á við breytingar. Mikilvægur þáttur er fræðsla og að skapa um- hverfi skapandi hugsunar og ýta und- ir frumkvæði starfsmanna. Starfs- menn þurfa að sama skapi að vera viljugir til að aðlagast og læra eitt- hvað nýtt og hafa áhuga á að breyta og betrumbæta. Það að byggja upp þekkingarfyrirtæki þarfnast stuðn- ings við nýsköpunarvirkni starfs- manna og þekkingaryfirfærslu innan fyrirtækisins. Sá stuðningur þarf að koma frá stjórnendum sem þurfa sí- fellt að endurskoða „venjulegar“ stjórnunaraðferðir sínar. Stjórn- endur eru líka starfsmenn og þurfa þess vegna einnig að nota sína skap- andi hugsun – til að koma auga á nýja nálgun, hafa getu til að breyta og vel- vilja gagnvart tillögum annarra starfsmanna. Enginn stjórnandi hef- ur hæfileika á öllum sviðum stjórn- unar og þarf því stöðugt að þróa nýja nálgun sína á viðfangsefni, stuðla að nýsköpunarvirkni starfsmanna og vera vakandi yfir breytingum og þró- un hagkerfisins. Til að fyrirtæki geti aðlagast nýjum og breyttum tímum, nýrri tækni og nýjum viðhorfum er mikilvægt að stjórnendur hafi skýra stefnu og hvetji starfsmenn til að koma auga á nýjar og betri lausnir og styðji þá til framkvæmda. Bara það að auka ánægju starfsmanna er hreinn virðisauki í sjálfu sér. Nýsköpunarvirkni starfs- manna – Leið að betri árangri Eftir Kristínu Halldórsdóttur »Nýsköpun er lykill að samkeppn- ishæfni fyrirtækja og þjóða og velgengni þeirra stafar af getu og færni í nýsköpun og nýsköpunarvirkni starfsmanna. Kristín Halldórsdóttir Höfundur er MA í hagvísindum, nýsköpunarfræðingur, hönnuður og lífeindafræðingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.