Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 „Hvað borðar dreng- urinn?“ spurði Ólafur læknir á Siglufirði unga og áhyggjufulla móður. „Skyr,“ svaraði móðir mín. „Varla borðar hann bara skyr.“ „Jú, bara skyr.“ Enn í dag gæti ég lifað á skyri. Ég hef borðað heilt skyr- fjall. Ekki með rjóma. Rjóminn var dýr. Síðar komu ráðleggingar um mataræði. Rúmlega tvítugur mældist ég með mjög hátt kólesteról. Fjörutíu og fimm ára var ég kominn með lífs- hættulegan kransæðasjúkdóm. Ég á kransæðavíkkunum og hjartaskurð- aðgerð líf mitt að þakka. Ég hef fylgt leiðbeiningum um mataræði. Ég hef ekki borðað rjóma með skyrinu í fjörutíu ár. Ég hef sneitt hjá fitu, ekki borðað smjör, nýmjólk eða egg. Ég hef sleppt húðinni af kjúklingnum og forðazt rautt kjöt. Ég byrjaði að taka fyrsta blóðfitu- lækkandi lyfið, Mevacor, um 1990 og síðar nýrri lyfin. Kólesteróldæmið hefur verið stöðugt basl. Mataræðið bar lítinn árangur. Þrátt fyrir hæstu skammta sterkustu lyfjanna voru blóðfituhlutföll mín aldrei góð. Heild- arkólesterólið lækkaði vissulega en góða kólesterólið, HDL, var stöðugt lágt og þríglyceríð, TG, hátt. Lægst hefur kólesteról mælzt 3.46, en sam- tímis var HDL 0.79 og þríglyceríð 2.19. Aukaverkanir lyfjanna hafa ekki verið ásættanlegar: Vöðvaverkir, vöðvaeymsli, vöðvarýrnun og vöðva- veiklun. Lágkolvetnamataræði Sl. haust fékk ég hjartaáfall. Hálf- um mánuði síðar gekkst ég undir hjartaaðgerð. Ég hafði hætt við blóð- fitulyfið eins og mælingin 2. október 2013 ber vott um. Þegar leið á veturinn hætti ég enn að taka blóðfitulyf, fullur sektarkenndar. Í byrjun júní færði yngri sonur okkar, læknir, mér bók: „Fæðubyltingin“ eftir Andreas Eenfeldt, sem er ungur sænskur lækn- ir. „Lestu þessa bók pabbi!“ Hinn 10. júní fór ég í blóðprufu. Blóðfitan reyndist slæm. Ég þorði ekki annað en taka minnsta skammt af blóðfitulyfinu (1/8 af ráðlögðum skammti) um leið og ég byrjaði á mat- aræði, sem ég hafði álitið varasamt, svo vægt sé að orði kveðið. Ég sneiddi sem mest hjá kolvetnum og sykri. Fita kom í staðinn. Eftir hálfan mán- uð fór ég í blóðrannsókn. Ég trúði naumast eigin augum þegar blóð- prufan 26. júní lá fyrir. Þær eru nú orðnar fimm og tala allar einu máli, sjá mynd. Þessar niðurstöður eru mjög merkilegar. Ég er ekki að uppgötva neitt nýtt. Æ fleiri vita þetta. Margir lengi. Mér finnst það samt skylda mín að deila langri læknisreynslu minni með öðrum. Kostur er að árangurinn sýnir sig strax. Tölurnar tala sínu máli. Það er því hættulítið að prófa og vandalaust að fylgjast með árangri. Ráðgastu við lækninn þinn. Eftir Jóhann Tómasson » Árangurinn sýnir sig fljótt. Tölurnar tala sínu máli. Það er því hættulítið að prófa og vandalaust að fylgjast með árangri. Ráðgastu við lækninn þinn. Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. Niðurstöður úr blóðrannsókn Kólesteról HDL Þríglyceríð 2/10 7,00 0,80 2,80 7,12 1,08 2,76 3,89 1,25 1,15 4,49 1,16 1,56 4,48 1,16 1,52 4,46 1,32 1,24 3,79 1,24 1,29 10/6 26/6 10/7 24/7 18/8 28/8 Niðurstöður Heildarkólesteról hefur lækkað um 46%. HDL (góða kólester- ólið) hefur hækkað um meira en 15%. Þríglyceríð, TG, hefur lækkað um 53%. Kosturinn og kólesterólið Bridsdeild Félags eldri borgara færir sig um set Mánudaginn 25. ágúst var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. 20 pör mættu til leiks. Efstu pör í N/S voru: Björn Árnason – Auðunn Guðmundss. 275 Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 252 Kristín Guðbjd. – Friðgerður Bened. 223 A/V Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 276 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 258 Jón Þ. Karlsson – Björgvin Kjartanss. 229 Fimmtudaginn 28. ágúst var spilað á níu borðum. Efstu pör í N/S: Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 257 Ragnar Björnsson – Bjarni Þórarinss. 256 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 251 A/V Gunnar Jónsson – Magnús Jónsson 252 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnss. 250 Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 237 ÁRÍÐANDI TILKYNNING: Félag eldri borgara í Reykjavík. Frá og með 1. september nk. verð- ur spilað brids í húsnæði Bridssam- bands Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð. Spiladagar: mánudagar og fimmtu- dagar kl. 13-17. Eldri borgarar í Rvík spila í Síðumúlanum Mánudaginn 1. september var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Spilað var á 11 borðum. Nú er spilað í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 254 Jón Þ. Karlsson – Björgvin Kjartanss. 246 Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 245 Siguróli Jóhannss. – Oddur Halldórss. 227 A/V Ólafur B. Theodórss. – Björn E. Péturss. 281 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 258 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 256 Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 249 13 borð í Gullsmáranum Þátttakan í Gullsmára eykst. Fimmtudaginn 28. ágúst var spilað á 13 borðum. Úrslit í N/S: Björn Árnason - Auðunn Guðmundss. 332 Vigdís Sigurjónsd. - Þorleifur Þórarinss. 318 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 304 A/V Björn Péturss. - Valdimar Ásmundss. 311 Lúðvík Ólafsson - Sigfús Skúlason 297 Ragnar Ásmunds. - Friðrik Hermannss. 286 Spilað var á 12 borðum í Gullsmára mánudaginn 1. september. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 205 Þórður Jörundsson - Jörundur Þórðars. 204 Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 200 A/V Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 202 Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 201 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðsson 199 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga og hefst spilamennska kl. 13. Allt spilaáhugafólk velkomið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is GÓÐIR, NÝLEGIR, TRAUSTIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI VWAmarok Highline TDI 2.0 Árgerð 2013, dísil Ekinn10.000 km,sjálfskiptur Ásett verð: 8.100.000 VW Jetta Highline 1.4 Árgerð 2012, bensín Ekinn 28.000 km, sjálfskiptur Skoda Fabia Amb.1.6 TDI Árgerð 2013, dísil Ekinn 17.000 km, beinskiptur VW Polo 1.4 Comfortl. AT Árgerð 2012, bensín Ekinn 62.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.290.000 Ásett verð: 2.690.000 Ásett verð: 2.190.000 VW Golf TDI Trendline Árgerð 2011, dísil Ekinn 86.000 km, beinskiptur SkodaOctavia Combi Amb. TDI 2.0 4x4 MT. Árg. 2012, dísil Ekinn 79.500 km, beinskiptur Ásett verð: 2.390.000 Ásett verð: 3.670.000 SkodaRapidAmb.1.2 TSI 105 Hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 37.000 km, beinskiptur VWPassat Variant 4Motion TDI. Árgerð 2013, dísil Ekinn 39.500 km, beinskiptur VW Tiguan Sport&Style 2.0 TDI. Árgerð 2013, dísil Ekinn 31.000 km, sjálfsk. Ásett verð: 2.690.000 Ásett verð: 4.790.000 Ásett verð: 5.790.000 Komdu og skoðaðu úrvalið! VW Passat Alltrack 4Motion. Árgerð 2012, dísil Ekinn 26.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.990.000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.