Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 78

Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 78
Morgunblaðið/Þórður Undirstaðan „Byrjendur í crossfit verða líka að taka fjögurra vikna inngangsnámskeið. Þar byrjum við hægt og leggjum ofuráherslu á vandaða tækni. Rétt tækni kemur alltaf fyrst, á undan þyngd og hraða,“ útskýrir Hrönn. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E kki ætti að hafa farið framhjá neinum hversu miklar vin- sældir crossfit hefur öðlast hér á landi. Það er ekki lengra síðan en árið 2007 að áhuga- menn um líkamsrækt byrjuðu að gera tilraun með þetta nýja æf- ingakerfi, en síðan þá hafa crossfit- æfingastöðvar, eða „box“ eins og þær eru kallaðar, sprottið upp víða. Hrönn Svansdóttir, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda CrossFit Reykjavíkur, segir Íslend- inga líklega eiga heimsmet í fjölda crossfit-stöðva, miðað við höfðatölu. Og enn virðist áhuginn vera að aukast. „Alltaf eru nýir að koma til okkar og prófa. Sumum líkar vel og ílengjast hjá okkur, og aðrir snúa sér að einhverju öðru, eins og geng- ur og gerist. Í Bandaríkjunum, þar sem crossfit byrjaði fyrir fjórtán ár- um, er markaðurinn sennilega mett- aður í dag. Ísland var snemma á ferðinni að tileinka sér crossfit, en á enn töluvert inni. Svo er útbreiðslan rétt að byrja víða annars staðar í heiminum.“ Blanda af því besta Crossfit blandar saman æfingum úr ýmsum greinum. Í tímum eru m.a. gerðar fimleikaæfingar, þolæf- ingar, hjólað, róið, synt, stundaðar ólympískar lyftingar og kraftlyft- ingar. „Crossfit blandar saman á mjög kröftugan hátt æfingum sem reyna bæði á þol, snerpu og styrk. Æfingarnar eru fjölbreyttar og í samræmi við þá stefnu að stunda sí- breytilega og náttúrulega hreyfingu, sem framkvæmd er af alefli.“ Crossfit-box um allan heim skipu- leggja æfingarnar fyrir vikuna eins og hálfgerðan matseðil, þar sem æf- ing hvers dags hefur sínar áherslur. „Hjá okkur varir æfingin í um 55 mínútur og þar af verjum við að jafnaði um 15 til 20 mínútum í „æf- ingu dagsins“, með upphitun á und- an og teygjum og liðleikaæfingum í lokin,“ útskýrir Hrönn. „Okkar stöð býður líka upp á þann möguleika að korthafar geta komið og æft eftir eigin hentisemi á þeim tíma sólar- hringsins sem þeim hugnast best, frá sex að morgni til níu að kvöldi.“ Tæknin í forgrunni Æfingarnar þykja krefjandi og þegar átökin eru mikil skiptir öllu að tæknin sé rétt. Leggur Hrönn á það áherslu að crossfit-þjálfarar verða að vita sínu viti, og hlutverk þeirra er ekki síst að gæta þess að iðkendur á æfingum beiti lík- amanum á réttan hátt. „Byrjendur í crossfit verða líka að taka fjögurra vikna inngangsnámskeið. Þar byrj- um við hægt og leggjum ofur- áherslu á vandaða tækni. Rétt tækni kemur alltaf fyrst, á undan þyngd og hraða. Þegar tæknin og formið er í lagi getum við svo smám saman byggt þar ofan á.“ Líkum hefur verið leitt að því að þessi fjölbreytta blanda æfinga, áhersla á rétt form, hvatning og samheldni í tímum og hátt áreynslustig skýri helst hvers vegna crossfit virðist virka vel til að móta líkamann í fegurra horf. Með- limir stöðvarinnar eru líka að fá mikla þjónustu og aðhald. „Crossfit er nokkuð dýrara en t.d. áskrift að hefðbundnum líkamsræktar- stöðvum, en það skýrist m.a. af því að við höfum hátt hlutfall þjálfara á móti þátttakendum á æfingum og að nýting korta er mjög mikil. Suma daga fer nýtingin upp í 50% sem er fáheyrð tala hjá líkamsrækt- arstöðvum.“ Byrja á tækninni og byggja þar ofan á Hrönn hjá CrossFit Reykjavík segir alls kon- ar fólk stunda crossfit, unga sem aldna, sumir séu miklir kroppar og aðrir í mýkri kantinum sem stunda fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar í góðu andrúmslofti. Átök Í crossfit má greina áhrif úr ýmsum áttum, s.s. frá fimleikum og lyftingum. Oft gengur mikið á. 78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland P R E N T U N .IS Goodnight HUGSAÐ UM HEILSUNAhaust 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.