Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 91

Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 91
og gleði styrkir ónæmiskerfið.“ Sigríður var m.a. formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, sat um tíma í vísinda- og tækni- ráði Íslands, er formaður vísindaráðs Háskólans á Akureyri, formaður samráðsnefndar um framhaldsnám, formaður framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs og formaður námsnefndar. Mannréttindi og kyrrðardagar „Mannréttindamál eru mitt helsta áhugamál og hef ég fundið ýmsar leiðir til að vinna þeim brautargengi. Ég hef einnig staðið fyrir kyrrðar- dögum fyrir konur, tvisvar á ári, í meira en aldarfjórðung, ásamt vin- konum mínum. Þar er alltaf fullt hús þó að við auglýsum aldrei. Þegar konur upplifa kyrrðina í um- hverfinu og í eigin hjarta finna þær styrk sinn í Guði sem er bæði kær- leikur og ljós. Það er hollt að líta yfir farinn veg á tímamótum. Þegar ég geri það á þessum degi sé ég hvað ég hef fyrir margt að þakka. Guð er svo góður. Mest þakka ég fyrir góða fjölskyldu. En ég er einnig þakklát fyrir að vera Íslendingur, að tilheyra þessari merkilegu þjóð og búa í þessu stór- brotna landi.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er Gunn- laugur Garðarsson, f. 3.1. 1950, sókn- arprestur. Foreldrar hans voru Garðar Sigurðsson, f. 12.2. 1917, d. 7.12. 2013, prentsmiðjustjóri í Borgarprenti í Reykjavík, og Sigrid Karlsdóttir, f. 4.2. 1918, d. 14.12. 2010, húsfreyja í Reykjavík. Börn Sigríðar og Gunnlaugs eru Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, f. 21.3. 1981, djákni á Akureyri, en maður hennar er Elías Ingi Björg- vinsson meistaranemi og eru synir þeirra Gunnlaugur Davíð Elíasson, f. 2010, og Eyjólfur Jökull Elíasson, f. 2011; María Guðrún Gunnlaugs- dóttir, f. 23.1. 1985, prestur í Malmö í Svíþjóð, en unnusti hennar er Ólafur Waage tölvunarfræðingur; Jóhannes Benedikt Gunnlaugsson, f. 8.3. 1998, framhaldsskólanemi. Bróðir Sigríðar er Magnús Hall- dórsson, f. 11.10. 1955, verslunar- maður í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar: Kristrún Brandís Steingrímsdóttir, f. 28.4. 1928, handavinnukennari og sjúkra- liði í Reykjavík, og Halldór Sverris Magnússon, f. 27.5. 1930, d. 13.1. 2013, byggingarverktaki og síðar leigubifreiðarstjóri í Reykjavík. Úr frændgarður Sigríðar Halldórsdóttur Sigríður Halldórsdóttir Ingibjörg Sigríður Jensdóttir húsfr. í Magnússkógum Halldór Magnús Guðmundsson b. í Magnússkógum Magnús Halldórsson b. á Ketilsstöðum Lára Björg Ólafsdóttir húsfr. á Ketilsstöðum í Hvammssveit Halldór Sverris Magnússon byggingarverktaki og síðar bifreiðarstjóri Ólafur Ásgrímsson frá Þykkvabæ Steinunn Sveinsdóttir frá Skeiðflöt Jensína Halldórsdóttir skólastjóri Húsmæðraskólans á Laugarvatni Guðmundur Halldórsson b. í Magnússkógum Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skólameistari Kvennaskólans í Rvík Snorri Halldórsson stofnandi Húsasmiðjunnar Ingibjörg Magnúsdóttir kona Erlings S. Tómassonar, skólastjóra Langholtsskóla Guðrún Borghildur Steingrímsdóttir sem rak Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasomar ásamt manni sínum Steinunn R. Magnúsdóttir sem rak Jöfur, ásamt manni sínum Katrín Magnúsdóttir kennari María Guðrún Steingrímsdóttir kona Ólafs St. Sigurðssonar sýslumanns Samúel Guðmundsson frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði Kristín Tómasdóttir frá Steinadal í Strandasýslu, fóstra Steins Steinarr skálds Steingrímur Samúelsson b. í Miklagarði, á fósturheimili Steins Steinars Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir húsfr. í Miklagarði, Dalabyggð Kristrún Brandís Steingrímsdóttir sjúkraliði og handavinnukennari Guðmundur Einarsson frá Snartartungu í Bitrufirði María, dóttir Jóns Magnússonar skálds í Magnússkógum ÍSLENDINGAR 91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Einar Baldvin Guðmundssonfæddist á Hraunum í Fljót-um 4.9. 1841. Hann var son- ur Guðmundar Einarssonar, bónda og hákarlaformanns á Hraunum, og k.h., Helgu Gunnlaugsdóttur hús- freyju. Bróðir Guðmundar var Baldvin Einarsson, þjóðfrelsissinni sem gaf út tímaritið Ármann á Alþingi. Einar var þríkvæntur en fyrsta kona hans var Kristín, dóttir Páls Jónssonar, prests og sálmaskálds í Viðvík. Þau eignuðust níu börn en meðal þeirra var Páll Einarsson, fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík. Meðal sona hans voru verkfræðing- arnir Einar Baldvin, yfirverkfræð- ingur hjá Reykjavíkurborg, og Ólaf- ur byggingaverkfræðingur. Meðal dætra Einars og Kristínar var Jór- unn, húsfreyja á Akureyri, amma Jórunnar Viðar tónskálds, Þuríðar Pálsdóttur söngkonu og Árna Egils- sonar tónskálds. Einar var nokkurra vikna er hann missti föður sinn en ólst upp á Hraunum hjá móður sinni og stjúp- föður, Sveini Sveinssyni, óðalsbónda á Hraunum og síðan í Efra- Haganesi. Einar hóf rausnarbúskap á Hraunum 1863, byggði þar stórt og vandað timburhús á þeirrar tíðar mælikvarða og stundaði auk þess sjálfur hákarlaveiðar í tuttugu ár. Einar fór til Noregs 1878, lærði þar bátasmíði og kynnti sér nýjungar í vinnslu sjávarafurða. Ári síðar varð hann brautryðjandi í niðursuðu á fiskafurðum hér á landi. Hann var auk þess landsþekktur hagleiks- smiður og helsti báta-, brúa- og dragferjusmiður þjóðarinnar á sín- um tíma, m.a. yfirsmiður brúarinnar á austurósi Héraðsvatna og yf- irsmiður fyrstu brúar á Hvítá í Borgarfirði við Barnafoss um 1890. Einar sinnti mjög sveitarstjórn- armálum í sinni sveit um langt ára- bil, var þar oddviti og hreppstjóri, riddari af Dannebrog og alþm. Skag- firðinga á árunum 1874-78. Honum líkaði þó ekki þingmennskan og sagði sig því frá henni við fyrsta tækifæri. Einar Baldvin lést 28.1. 1910. Merkir Íslendingar Einar Baldvin Guðmundsson 90 ára Brynja Þórarinsdóttir Kristjana Ragnheiður Quinn Sólveig Geirsdóttir 85 ára Jóhann Sigurbjörnsson 80 ára Hörður Rafn Sigurðsson 75 ára Hólmfríður Jóh. Guðjónsdóttir Jófríður Tobíasdóttir Sævar Vigfússon 70 ára Ásbjörn Einarsson Erla Víglundsdóttir Helga Þ. Stephensen Kristján Þ. Jónsson Pálína Helga Aðólfsdóttir Skúli Halldórsson 60 ára Anna Sigrún Björnsdóttir Gunnar B. Baldvinsson Henryka Kazimiera Rdest Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson Margrét Harðardóttir Ólafur Rögnvaldsson Regína Geirsdóttir Tómas Rasmus 50 ára Björn Arnar Magnússon Yolanda Alvarez Alvarez Örn Arnarson 40 ára Andrzej Piotr Boguniecki Ása Björg Ásgeirsdóttir Björn Kristinn Adolfsson Brjánn Birgisson Elín Anna Þórisdóttir Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir Kristinn Jósep Guðnason Linas Indriulis Marta Birgisdóttir Nathalia Druzin Halldórsdóttir Ragna Eiríksdóttir Sigurbjörg Níelsdóttir Sigurbjörg Sigurðardóttir Stefán Guðjónsson Sunna Ipsen 30 ára Alexander Kost Árni Snær Kristjánsson Einar Jónsson Ewelina Dziondziakowska Gísli Rúnar Svanbergsson Halldóra Guðl. Gunnlaugsdóttir Hrafnhildur A. Jónsdóttir Ingrid Karlsdóttir Jónína Kristel Jónsdóttir Kinga Dementiuk Kristján Jóhann Arason Margrét Pálsdóttir Sven Benjamin Wegner Til hamingju með daginn 30 ára Sverrir ólst í Mos- fellsbæ, býr í Reykjavík, lauk prófum í tölvunar- fræði við Iðnskólann í Reykjavík og er sérfræð- ingur í upplýsingatækni hjá Þekkingu ehf. Foreldrar: Geirlaug Helga Hansen, f. 1947, sölumaður hjá ferðaskrif- stofunni Vita, búsett í Reykjavík, og Davíð Kr. Guðmundsson, f. 1938, d. 2009, lengst af starfs- maður hjá SÁÁ. Sverrir Davíðsson 30 ára Ragnheiður býr á Seltjarnarnesi, lauk BEd- prófi og er að opna veit- ingastaðinn Brooklyn Bar og Bistro í Austurstræti 3. Maki: Ómar Ingimarsson, f. 1979, veitingamaður. Börn: Hilmar Þór, f. 2005, og Tinna María, f. 2012. Foreldrar: Birgir Karls- son, f. 1947, fyrrv. skóla- stj., og Þórdís Þórunn Harðardóttir, f. 1952, leik- skólakennari.. Ragnheiður Birgisdóttir 30 ára Steinar ólst á Álftanesi, býr í Hafnarfirði og starfar við N-1 Staðar- skála í Hrútafirði. Unnusta: Jackline Na- fula, f. 1987, skrifstofu- maður. Stjúpsonur: Darren, f. 2011. Foreldrar: Ari Jónsson, f. 1946, sem vinnur við að stilla áttavita hjá Víkingi ehf, og Marella Sveins- dóttir, f. 1946, d. 2004, sjúkraliði og húsfreyja. Steinar Arason Ólafsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilið og pökkum því inn fyrir þig. Gefðu spil í afmælisgjöf Sendum um allt land spilavinir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.