Morgunblaðið - 04.09.2014, Síða 101

Morgunblaðið - 04.09.2014, Síða 101
MENNING 101 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Bráðskemmtileg gamanmynd með OWEN WILSON og ZACH GALIFIANAKIS úr Hangover 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 ÍSL. TAL L 12 12 14 ARE YOU HERE Sýnd kl. 8 TMN TURTLES 3D Sýnd kl. 5:20 LET´S BE COP´S Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 LUCY Sýnd kl. 8 THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) hef- ur nýtt starfsár í kvöld með flutningi á þremur verkum, Ævintýri Uglu- spegils og Sex Brentano-söngvum eftir Richard Strauss og Sinfóníu nr. 7 eftir Ludwig van Beethoven. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Andrew Litton heldur um tónsprot- ann en hann hef- ur verið að- alstjórnandi Fílharm- óníuhljómsveit- arinnar í Bergen til margra ára við góðan orðstír. Einsöngvari á tónleikunum er suðurafríska sópransöng- konan Golda Schultz sem nam söng við hinn virta Juilliard-listaháskóla í New York og hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn sem þykir kristaltær. „Hann er stórt nafn í þessum hljómsveitarstjóraheimi,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri SÍ, um Litton. Auk þess að vera frábær hljómsveit- arstjóri sé Litton mjög fær djasspí- anisti og hafi því mjög breiða tónlist- arsýn. „Svo er gaman að fá Goldu Schultz með honum, hún er glæsileg sópransöngkona með mjög tæran tón. Þessi byrjun lofar góðu,“ segir Arna um upphafstónleikana. Brent- ano-söngvar Strauss séu dásamlegir en erfiðir að syngja. Súperstjarnan Kissin – Nú er starfsárið stjörnum prýtt og fjölbreytt. Hverjar myndir þú segja að væru „stóru bomburnar“? „Það er náttúrlega að fá Evgeny Kissin hingað með Vladimir Ashke- nazy til að flytja Píanókonset nr. 2 eftir Rakhmaninov. Kissin er stór- stjarna og það er nú ekki oft sem við erum með svona súperstjörnur. Hann stendur upp úr, að ákveðnu leyti. Að fá Osmo Vänskä hingað sem okkar aðalgestahljómsveitarstjóra er svo gríðarlega mikilvægt fyrir hljómsveitina á þessum tímapunkti. Hann er hátindi síns ferils og nær alltaf því besta út úr hljómsveitinni. Svo eru það hljómsveitarstjórinn Gennadíj Rozhdestvenskí og píanó- leikarinn Voktoria Postnikova, það dásamlega og stórkostlega par, þau eru náttúrlega goðsagnir,“ segir Arna og bætir við að erfitt sé að velja einstaka tónleika af dagskrá starfs- ársins, hún sé það fjölbreytt og mik- il. Sinfó fyrir börnin Í janúar mun hljómsveitin flytja tvö sinfónísk ljóð, Macbeth eftir Strauss og Kullervo eftir Sibelius. Í síðarnefnda verkinu munu tveir karlakórar syngja saman, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst- bræður, og finnski barítónsöngv- arinn Jorma Hynninen og Þóra Ein- arsdóttir sópran verða einsöngvarar. Spurð út í þessa tilteknu tónleika með sinni karlafjöld segir Arna að það verði einstaklega skemmtilegt að fá kórana til að syngja saman. „Kórar hljóma svo vel í Eldborg og þetta verður stund sem enginn má missa af,“ segir Arna. Finnski hljóm- sveitarstjórinn Petri Sakari mun stýra flutningnum og segir Arna hann hafa kennt hljómsveitinni að flytja verk landa síns Sibeliusar. „Og að fá Jorma Hynninen til að syngja Kullervo sjálfan … þetta er „org- inal“,“ segir Arna kímin. Sinfónían mun bjóða upp á fjölda viðburða fyrir börn í vetur, m.a. Litla tónsprotann fyrir alla fjölskylduna og Barnastundir Sinfóníunnar sem fara fram fyrir utan Eldborg. Af öðr- um tónleikum fyrir börn má nefna flutning á Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðna Franzson í október, þar sem Egill Ólafsson verður sögumað- ur, Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson og Svanavatnið eftir Tsjajkovskíj í apríl og bíótónleika í maí en á þeim verður Modern Times eftir Chaplin sýnd við undirleik hljómsveitarinnar. Arna bendir að lokum á að tvær konur muni stjórna SÍ í vetur, hljóm- sveitarstjórarnir Anna-Maria Hels- ing og Ligia Amadio. „Það eru ekki margar konur sem standa á stjórn- andapallinum,“ segir Arna. Amadio mun stjórna hljómsveitinni á loka- tónleikum starfsársins, 11. júní. Á þeim verður eingöngu flutt tónlist eftir konur í tilefni af því að 100 ár verða liðin frá því konur fengu kosn- ingarétt hér á landi. Stórstjörnur og goðsagnir  Andrew Litton stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á upp- hafstónleikum nýs starfsárs sem verður stjörnum prýtt Ljósmynd/Bernard Bruwer – Jarryd Coetsee Kristaltær Sópransöngkonan Golda Schultz nam við Juilliard-tónlistarskól- ann og hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn sem þykir kristaltær. Arna Kristín Einarsdóttir Vefur SÍ: sinfonia.is Vefur Hörpu: harpa.is Sýning Kristínar Rúnarsdóttur Leikfléttur verður opnuð í Lista- safni Reykjanesbæjar í dag, fimmtudag, klukkan 18. Sýningin er liður í dagskrá Ljósanætur 2014. Kristín Rúnarsdóttir stundaði nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt síðan til framhalds- náms í Kunst- og Designhøgskolen i Bergen. Kristín hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga á Íslandi og í Noregi. Í inn- setningu sinni í Listasafni Reykjanesbæjar vinnur Kristín með ýmis efni, svo sem límbönd sem hún notar til að teikna með á gólfið, pappír, málningu, við og lakk. Margt í verkum hennar minnir á íþróttaleikvanga og leiki. Fléttur Hluti eins verka Kristínar Rúnars- dóttur. Margt í verkunum minnir á leiki. Leikfléttur Krist- ínar á Ljósanótt Við upphaf Ljósanætur í Reykjanesbæ í dag verður opn- uð í Duushúsum sýning á ljós- myndum eftir Jón Tómasson fyrrverandi póst- og símstöðvar- stjóra í Keflavík en hann var um áratuga skeið mikil- virkur áhugaljósmyndari þar í bæ og tók myndir við ýmis tækifæri. Jón var fæddur 26. ágúst árið 1914, fyrir rétt rúmri öld, á Járn- gerðarstöðum í Grindavík. Hann lést árið 1996. Jón hafði alla tíð brennandi áhuga á ljósmyndun, bæði í listrænum tilgangi og í heim- ildarskráningu og hafði metnað til að sameina þetta tvennt. Á árunum 1940 til 1960 tók hann mikið af myndum sem gefa áhugaverða inn- sýn í mannlífið í Keflavík og ná- grenni. Jón gaf Byggðasafni Reykjanesbæjar hluta af merku ljósmyndasafni sínu eða hátt í átta þúsund ljósmyndir. Um 700 þeirra hafa verið valdar og eru sýndar á sérstakri vefsíðu. Úrval ljósmynda Jóns Tómassonar Jón Tómasson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.