Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 24

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 24
14 Á KROSSGÖTUM — STÍGANDI höfuðrit og Eddu sína gegn léttúðlegri meðferð stuðla og hátta, 1930 lagði Olína Andrésdóttir slíka léttúð á pallstrá með einni vísu: Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver, um kvæðin lítt ég hirði, en eyðurnar ég þakka þér, þær eru nokkurs virði. Auðvitað var við tvennt ólíkt að fást. Mig langar nú til hægðarauka að nota hér skiptingu í ís- lenzkum kveðskap, sem kann að virðast vafasöm: Kvæði og ljóð. Kvæðið er um margt allskylt skáldsögunni. Það rekur eitt- hvert efni, einhverja uppistöðu til nokkurrar hlítar. Þó að smá- vegis lýti kunni að vera á einstökum setningum, eða kveðandi og rím ekki alveg gallalaust, spillir þetta heild kvæðisins ekki svo mjög, ef yfirleitt er haldið vel á efninu. Ljóðið er hins vegar miklu fíngerðara, kjarni þess er ekki efni heldur orka, geðhrif. Það er að vissu leyti viðkvæmara fyrir allri misbeitingu máls og kveðandi, þar má varla nokkuð vera vansagt eða ofsagt, þar verður að nota rétta orðið á réttum stað, til þess að listasvipur- inn sé fullkominn, og þó er formtæknin í raun og veru þrátt fyr- ir allt aukaatriði. Mest er undir því komið, að skáldið nái rétt- um áslætti á sálarstrengi lesandans eða hlustandans. Ljóðskáld- ið þarf enn fremur en kvæðaskáldið að vera ófreskt á mannlega sál, dýptir hennar og víddir. Ef til vill má segja, að skáldskapur ljóðsins felist í því, hve mikinn skáldskap það vekur í hugum þeirra, sem njóta þess. Þessi tegund kveðskapar er því mjög vanddæmd. Sama ljóð- ið getur verið einum eins konar nýju fötin keisarans, þ. e. ekk- ert, öðrum kann að þykja það dýrlegur skáldskapur, allt eftir þeim hljómgrunni, er ljóðið finnur. Þau tímabil, sem íslenzkur kveðskapur virðist standa með mestum blóma, haldast þessar tvær gerðir skáldskapar meira og minna í hendur og bæta hvor aðra upp. Kvæðið varnar því, að ljóðið verði efnislaust, ljóðið gefur kvæðinu mýkt og flug. Veru- lega snjallt Ijóð talar alltaf til vitsins og verulega innblásið kvæði alltaf til tilfinninganna. Þegar metin eru jöfnust, verður skáldskapurinn mestur. Stundum hafa kvæðin orðið mest áberandi í íslenzkum kveð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.