Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 66

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 66
STÍGANDI ÞRÁINN: BJARNI STÓRHRÍÐ (SMÁSAGA) Þið, sem eruð borin og barnfædd hér á mölinni, þekkið auð- vitað ekki þessa frumstæðu, nagandi þrá, sem grípur okkur gömlu sveitabörnin, þegar suðrænan hvíslar hérna í trjágörðun- um, lækirnir þarna yfir í hlíðinni hvítfyssa í sólbráðinni, far- fuglarnir koma og moldin angar nýju lífi. Þá höfum við mörg orðið fyrir þeirri sáru reynslu, að bæjarmenningin, sem við höfum með alúð reynt að tileinka okkur, brotnar af okkur eins og skurn, og frummaðurinn, sem við hugðum löngu lagztan á strá innst inni í fylgsnum sálar okkar, skálmar fram í dagsljósið með gamalt, kollótt smalaprik í hendi og slitinn malsekk á baki, — tveir munir, sem fyrir einhverja óskiljanlega tilviljun hafa alltaf geymzt í kjallaranum, — og við höfum séð hann hverfa yfir heiðaröxlina þarna í austri og ekki rankað fyllilega við okkur fyrr en að haustnóttum, farin á ný að temja okkur og þjálfa að háttum menningarinnar, skammbitin í hug yfir því, að innst inni finnst okkur sumarið hafa liðið eins og dýrlegt ævin- týri. Eg roðna með sjálfum mér, þótt ég sitji aleinn í stofunni hérna, þegar mér verður hugsað til þess, að þessi vordagaölvun varaði eitt sinn hjá mér ekki sumarlangt heldur í þrjú missiri, en þið verðið að minnast þess, að ég var þá enn svo ungur. Það var þá, sem ég kynntist Bjarna stórhríð. Við, sem yngri erum og höfum gengið í barnaskóla frá sjö ára aldri og síðan í guð veit hvað marga skóla, vitum auðvitað undir eins, þegar við heyrum nafnið Bröttuhjallar, við hvað er átt. En vegna eldra fólksins, sem eðlilega er miklu fáfróðara um land okkar, vil ég geta þess, að Bröttuhjallar eru ein háskaleg- asta vetrarleiðin hér á landi og liggja austan Eyrarsveitar upp af Hemingsstöðum, bæ Bjarna stórhríðar. Sem sagt réðist ég eitt vor kaupamaður til Bjarna. Ég man, hvað ég var léttur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.