Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 50

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 50
40 SKOLLA-FAXI STÍGANDl úr kápunni og renndi sér niður í hægindastól. Hreyfingar hans vöktu hjá mér hugsun um beinlausan líkama. Svo leit hann á mig þessum dökku augum, sem lýstu efa og tortryggni, minntu á gáfaðan varðhund, sem er tortryggur gagnvart gestinum vegna tryggðar sinnar við húsbóndann. Hund, sem ekki vill leggjast niður, þótt honum sé skipað. Það voru þessi augu, sem höfðu þau áhrif á mig, að ég ásetti mér að segja sögu mína þannig, að sá, er hlýddi, skyldi minn- ast hennar. Það var Vasonji, sem hóf samtalið með þessum orðum: „Ég hefi alltaf átt þess von að frétta, hvernig slysið vildi til, frétta af því nákvæmlega. Ég fékk á sínum tíma bréf frá einhverjum op- inberum starfsmanni stjórnarinnar um tilfellið“. „Áleit hann það hafa verið slys?“ Ég kastaði spurningunni fram eins og sprengju! „Viljið þér“, — mælti Vasonji, „segja mér afdráttarlaust allt, sem þér vitið frá því þér sáuð þau fyrst? Ég vildi fá að vita allt sem greinilegast. — Hann var lærisveinn minn. Hún — hún —“, Hann þagnaði, en bað mig svo að byrja á frásögninni. Ég hóf mál mitt. Ég talaði hægt og rólega, eins og ég hefði frá smámunum að segja. Ég lýsti ferðalagi mínu á janúarmorgni yfir þurran fljótsfarveg í Ástralíu, og hvernig ég lagði leið mína gegnum skógarbelti hávaxinna kvoðutrjáa. Ég sagði frá leit minni að dýrum málmum, og að ég hefði þvegið sand úr nokkr- um pönnum í árfarvegi og fundið örlítinn vott og ákveðið að slá tjaldi milli kvoðutrjánna. Ástralska sumarið stóð þá sem hæst. Tilheyrandi minn vildi fá lýsingar af hinu og þessu. Hann vildi vita, hvernig kvoðutrén litu út, og ég lýsti hinum háu trjám, sem eru svo vonleysisleg til að sjá, eins og þau byggjust við ömurlegum atvikum, sem gerast kynnu meðal þeirra. „Var þögult í skóginum?" spurði Vasonji. „Mjög þögult og svalt, og það voru viðbrigði eftir ferðalagið um sléttuna. Ég var stiginn af baki, hafði sleppt reiðhryssunni og áburðarhestinum og var að þurrka af mér svitann, þegar ég heyrði hljóðfæra- slátt“. „Hljóðfæraslátt?“ spurði Vasonji. — Einkennilegur var sá ákafi og hiti, sem hann gat lagt í þetta eina orð. Aldrei hafði ég heyrt þvílíkt fyrr, og ég tók að efast um, að ég gæti lýst atvik- unum nógu skýrt fyrir honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.