Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 70
60
BJARNI STÓRHRÍÐ
STÍGANDI
Ég man, hvað ég var léttur í spori, þegar ég hélt í jólaleyfinu
heim úr skólanum yfir rifahjarn og gljáasvell. Hvílík heppni, að
veðrið lék svona við okkur Sólveigu, hugsaði ég og var ekki
fjarri því að halda, að allt væri það fyrir okkur gert. Ég kom
heim á aðfangadag, og um kvöldið kom Sólveig og önnur stúlka
til frá Bjargi. Þær höfðu leyfi til að dvelja hjá okkur fram á ann-
an dag jóla. Það var margt um manninn á heimili foreldra
minna þá, og flest ungt fólk og léttlynt, og á þeim árunum erum
við ótrúlega fundvís á skemmtiefni.
Jólin liðu líka við glaum og gleði, og í tvö kvöld og einn dag
hljómuðu glaðir hlátrar Sólveigar í baðstofunni heima. Þetta
eru einu jólin, sem ég hefi átt, eða svo finnst mér. Ég hjálpaði
mér til gamans föður mínum við útistörfin, og seinna rifjaðist
upp fyrir mér, að honum varð að orði á jóladag: „Mikið eru
snjótittlingarnir nærgöngulir og sultarlegir í dag, trúlegt hann
spillist bráðum“. Þá tók ég ekki eftir þessu nema sem annarri
bábilju. Á jóladagskvöld sagði Sólveig: „Nú verðum við að fara
í bítið í fyrramálið, ég lofaði húsmóður minni því“. „Þú bíður,
meðan ég lýk morgunverkunum með pabba, svo fylgi ég ykkur“,
sagði ég. En Sólveig tók létt á því, sagði, að það væri hreinn
óþarfi, þetta væri svo stutt, og svo ætti ég eftir að líta inn á
Bjargi, áður en ég færi í skólann aftur. Þó tók ég það svo, að
þær mundu stjaldra við eftir fylgdinni. Morguninn eftir fór ég
snemma í húsin og flýtti mér með verkin. Myrkt var og sá ekki
til lofts, þegar ég kom út, en allt var óvenjuhljótt og dauðalegt.
Þegar ég kom inn, voru stúlkurnar farnar. Undir eins og ögn
hafði tekið að skíma, sá Sólveig, að veður var hríðarlegt, og vildi
nota færið meðan gæfist, og ekki dimmdi af hríð. Höfðu þær
stúlkurnar því kvatt í snatri, og Sólveig bað móður mína fyrir
kveðju til mín, kvaðst búast við mér að Bjargi innan skamms
og sagði, að ég mætti ekki misvirða svo bráða burtför, hún hefði
lofað að koma heim þegar um morguninn. Mér brá ónotalega
við. Það var komin kæfandi molluhríð og veðurhljóð í fjöll.
Strax og hvessti, mundi komin bráðólm stórhríð.
Klukkustund eftir brottför þeirra Sólveigar skall hann á. Ég
hafði eigrað friðlaus um bæinn, en nú var ég orðinn rór og
ókvíðinn, þær höfðu haft tvisvar sinrium nægan tíma til að
komast heim fyrir bylinn.
Þetta var eitthvert mesta afspyrnuveðrið, sem ég hefi nokkru
sinni komið út í. Veðurofsinn var svo feiknlegur, að við faðir