Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 59

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 59
STÍGANDI KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR: FRÚIN Á GRUND Frá barnæsku hefi ég haft mikla ánægju af því að heyra gamalt fólk segja frá liðnum dögum. Einkum sóttist ég eftir því að hlusta á sagnir um þá, er þóttu skara fram úr öðrum á ein- hvern hátt. Eg var svo lánsöm, að á heimili foreldra minna voru alltaf gamalmenni, meðan ég var í föðurgarði. Voru þau fædd snemma á síðastliðinni öld og kunnu því frá mörgu að segja. Síðar á ævinni hefi ég kynnzt nokkrum, sem bættu við þenn- an fróðleik, einkum var það ein háöldruð kona, sem ég þekkti fyrir rúmum 30 árum. Var hún minnug og margfróð, hafði ver- ið vinnukona á ýmsum stórbýlum sveitarinnar, þar á meðal var Grund í Eyjafirði. Þessum sundurlausu sagnamolum er ég nú að reyna að safna í smáþætti. Eg sleppi að mestu ættfærslu og ártölum, sem finna má í annálum og árbókum frá þeim tímum, en reyni að láta frá- sögurnar halda þeim búningi, sem þær höfðu, þegar þær komu frá vörum gamla fólksins. Sú kona, er ég heyrði alla minnast með mestri aðdáun, var frúin á Grund. Þannig nefndi alþýða manna frú Valgerði Árna- dóttur Briem, konu Gunnlaugs Briem, sem um nokkurt skeið var sýslumaður Eyfirðinga og bjó rausnarbúi á höfuðbólinu Grund í Eyjafirði. Oft heyrði ég talað um gáfur hennar og glæsi- leik, en þó oftar um líknarhug hennar og lítillæti við hvern smælingja, sem leitaði hjálpar hennar og ásjár. Svo frábær þótti frúin á Grund á þeim tímum, þegar bilið var margfalt breiðara en nú milli örbirgra kotunga og umrenninga og þeirra, sem hæst voru settir í mannfélaginu. Þess vegna entist sú minning mörg- um til æviloka, að frúin á Grund hafði talað við þá eins og jafn- ingja sína, glatt börn þeirra eða sent gjafir á heimili þeirra, þeg- ar þörfin var mest. Að því er ég veit, hefir lítið verið skrifað um þessa merku og kyngöfgu konu. Aðeins tvisvar hefi ég lesið stuttar frásagnir, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.