Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 62

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 62
52 FRÚIN Á GRUND STÍGANDI fjölhæfur gáfumaður. Hann var kvaddur til margra starfa og var oft að heiman. Hefir því heimilisstjórn hvílt meira á herð- um konu hans. Annars skildist mér, að kotbændur hefðu borið óttablandna virðingu fyrir honum, en átt örðugt með að leita til hans með vandkvæði sín. Má líka gera ráð fyrir, að sæti Jóns Jakobssonar hafi verið vandfyllt í hugum alþýðunnar. Gunn- laugur Briem varð ekki gamall maður. Hann dó 1834. Eftir það var frúin á grund hjá Olafi Briem timburmeistara, syni sínum, sem bjó þar rausnarbúi um nokkurt skeið, og var talinn bænda- höfðingi sveitarinnar, jafnvel Norðurlands. Hann dó einnig á miðjum aldri, ásamt konu sinni, en börn þeirra fóru að heiman, þau yngri í fóstur, en þau eldri til náms og frama. Þá var frúin á Grund orðin ein síns liðs á heimili vandalausra manna. Bjó hún þá í loftherbergi yfir Grundarbaðstofu, ásamt aldraðri þjónustustúlku, sem yfirgaf hana ekki, meðan hún lifði. Frú Valgerður lifði meira en tvo tugi ára eftir lát Ólafs sonar síns. Hún var orðin þungfær og holdug og dvaldi lengst af í her- bergi sínu og ræddi við ættingja og vini, sem heimsóttu hana. Það var venja, að mæður, sem komu með börn til Grundar- kirkju, fóru með þau upp á loft til frúarinnar. Var það eftir ósk hennar, því að hún var óvenjulega barngóð. Gaf hún þeim af góðgæti því, er ættingjar hennar og vinir sendu henni til glaðn- ingar. Síðan bað hún fyrir börnunum og blessaði yfir þau. Varð mörgu barni heimsókn þessi minnisstæð. Oft las hún í góðum bókum, meðan sjónin entist. Hún átti nokkuð af bókum, þar á meðal var fyrsta útgáfa af kvæðum Bjarna Thorarensen með áritun frá honum. Hafði hann komið í heimsókn að Grund, og þau talað mikið saman. Sagði hún síð- ar, að hann væri einn elskulegasti maðurinn, sem hún hefði kynnzt, og ljóðin hans einn bezti dýrgripurinn, sem hún ætti. Þá dvaldi hugur hennar oft hjá börnum og barnabörnum, þessum gáfaða og glæsilega hópi, sem nú var víða dreifður um landið, sumir í tignarstöðum, aðrir við nám. Sjálfsagt hafa fáar íslenzkar konur borið gæfu til þess í lifanda lífi að sjá yfir jafn- mannvænlegan afkomendahóp eins og frúin á Grund. Minntist hún oft á Valdimar, sonarson sinn, hvað hann hefði verið elsku- legt barn, hugrakkur og þroskaður, þegar hann fór að heiman í fóstur, 11 ára gamall, til frænda síns í Hruna. Sigurður á Jór- unnarstöðum, alkunnur ferðagarpur og hraustmenni, var feng- inn til þess að fara með drenginn Eyfirðingaveg suður yfir fjöll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.