Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 53

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 53
STÍGANDI SKOLLA-FAXI 43 mögnuðu Bunyips, sem frumlýður landsins þekkir og talar um. Sögur um herfylki beinagrinda, sem berast fyrir glóðheitum sandstormum, þegar fullur máni veður í skýjum, eða svipum dauðra hesta, sem þjóta yfir landið á næturþeli, reiðtygjaðir, en mannlausir, það heyrist hringla í mélum og glamra í sporum og ístöðum-------- Vasonji var orðinn æstur. „Og hverjir bjuggust þér við að hlustuðu á slaghörpuleikinn með yður?“ „Þeir dauðu“, sagði ég ákveðið. „Hinir dauðu og gröfnu, gullnemarnir, lestamennirnir, hinir týndu hirðingjar og landshornamenn, er dreymdi um víð- áttur, en hötuðust við þröngbýli og landamerki“. Meðan ég tal- aði, var ég að drepa mig úr dróma þess svefns og skipulags, sem ríkti við Salzburgána síðan um árið, að Ottó mikli sigraði Magýara á þessum slóðum. I anda var ég austur í Astralíu að ferðast eftir óskipulögðum götuslóðum, sem ekki finnast á neinu landabréfi, þar sem bein hesta og manna liggja skinin og fáguð í sandinum. Upphátt sagði ég: „Vitið þér ekki, að þegar maður er of stór fyrir þetta kotríki, sem heitir Evrópa, þá fer hann þangað, sem hann getur rétt úr sér — til Kanada eða Ástralíu. Allir, sem hata höft og skipu- lagningu heimskra stjórnmálaflokka, þeir fara til Ástralíu. Og þeir voru þar! — í myrkrinu undir hinum hávöxnu, beinstæðu, en þungbúnu kvoðutrjám, læddust þar í grasinu og hlustuðu á slaghörputónana, sem gerðu hverja útrásina af annarri úr dyr- um kofans í skógarjaðrinum. Þeim tónum gæti ég líkt við gam- alt, glitrandi vín, sem freyddi í iðuköstum milli trjánna, eða blómsveiga, sem fléttuðu sig um stofna þeirra“. Vasonji sat hljóður, og ég hélt, að ég hefði séð tár blika í aug- um hans. Svo sagði hann: „Það hefir verið Skolla-Faxi, enginn annar en Skolla-Faxi“. Svo hélt ég áfram: — „Það var leikandi hljómrím, en það var blandið áfengu eitri. Það smaug inn í vitund þína og sýndi þér í skuggasjá þær syndir, sem þú aldrei þorðir að drýgja, það óf eldlegar umgerðir um þínar leyndustu hugrenningar og hélt þeim á lofti til sýnis, það gróf upp gleymdar minningar, en þeg- ar þú stóðst reiðubúinn til að iðrast vegna liðinna stunda, þá struku tónarnir frá þér út á sléttuna og komu aldrei aftur. Hér í Norðurálfunni heyrist aldrei neitt líkt því! Vitið þér hvers vegna? Af því að hér er aldrei fullkomin þögn. Hér er sífelldur hávaði, hér talar hver í munninn á öðrum, en þar er ekkert,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.