Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 16

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 16
STÍGANDI BRAGI SIGURJÓNSSON: Á KROSSGÖTUM ~ EÐA VILLIGÖTUM? i. í öllum þeim bókafjölda, sem síðastliðin ár hafa fært íslenzk- um lesendum, eru þær ekki fyrirferðarmiklar ljóðabækurnar. Það hefir verið sagt um íslendinga, að þeirra aðall væri bók- menntir þeirra, ekki sízt ljóðlistin. En nú er það víst af, sem áð- ur var, hvað ljóðunum viðvíkur, því að svo hirðulausir eru ís- lenzkir lesendur orðnir um kvæði og kvæðalestur, að tæpast fást lengur útgefendur að ljóðabók. „Þær seljast ekki“, segja þeir, og við getum ekki láð þeim, að þeir hafi þennan mannlega eiginleika að vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Hvað ætli þeir séu margir t. d. hér í höfuðstað Norðurlands, sem eru sérstaklega handgengnir ljóðum Einars Benediktsson- ar, Gríms Thomsen, Stephans G. Stephanssonar, Þorsteins Er- lingssonar, eða jafnvel Matthíasar eða Davíðs, svo að tekið sé þeim nærstæðara? Þeir eru kannske ekki svo fáir, sem eiga bæk- ur þessara höfunda í bókahillum sínum, en taka margir þessar bækur niður nema til að þurrka rykið af þeim? Eru þeir marg- ir, sem lesa ljóð þessara höfunda sér til þroska og hugsvölunar? Er vélmennskan að ná svo sterkum tökum á íslenzkum lesend- um, að þeir séu meira og minna hættir að nenna að skyggnast inn úr skel hins daglega yfirborðs, hættir að reyna að skilja og greina þá reynslu, sem þeim ber að höndum, í ljósi reynslu ann- arra, hættir að kunna að nota sér skuggsjá ljóðanna sem þroska- lind? Nú kann einhver að segja: En maður minn góður, hvað höf- um við með þetta kvæðastagl að gera? Okkur finnst það dauð- ans leiðinlegt, þurrt, tyrfið, líflaust, oft væmið. Nei, má ég þá frekar biðja um „spennandi“ skáldsögu eftir Gunnar, Kiljan, Hagalín eða Davíð. En í trúnaði sagt, kýs ég nú helzt Vikuritið eða eitthvað þvílíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.