Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 49

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 49
STÍGANDI SKOLLA-FAXI 39 Augun hans Vasonji kunnu enga kurteisi. Þau létu engum líðast að segja eiganda þeirra ólíklega hluti án þess að véfengja frétt- ina. Þau voru fyrir eigandann hið sama og svissneskur lífvörður um konunga og keisara á fyrri öldum. „Skolla-Faxi!“ stamaði hann, en augun sögðu: Hvar? „í frumskógum Ástralíu“, svaraði ég. „Og------og —Varir hans bærðust, en gátu ekki myndað orðin eða nafnið, sem í huga hans bjó. Eg veitti honum athygli og beið, beið þess að hann gæti spurt, gæti nefnt nafnið hennar — konunnar með bláu augun, hvíta hörundið og löngu, gulu flétturnar, sem ég mundi svo vel eftir. Ég hafði oft hugsað um, hvað hún hefði heitið, nú vissi ég, að ég mundi verða þess vís. „Og Marga?“ spurði gamli maðurinn. „Og Marga?“ endur- tók ég. „Hún var hjá honum“. Mér varð kynlega við, er ég heyrði nafnið. Ég hefði getað grátið. — Auðvitað hlaut hún að hafa heitið Marga. Sendillinn hafði staðið í nálægð við okkur, meðan við ræddumst við; hefir máske búizt við að verða látinn vísa mér á dyr. Allt í einu sendi gamli maðurinn honum augna- kast, og sendillinn hraðaði sér burtu. Þegar hann var farinn, sagði Vasonji: „Saga yðar, eða það sem ég hefi heyrt af henni, kemur flatt upp á mig. Gjörið svo vel að fylgjast með mér, þangað sem ég bý“. Við gengum yfir mörg þröng stræti. Margir tóku ofan fyrir Vasonji, en hann tók engra kveðjum. Hann gekk hiklaust og teinréttur. Við fórum fram hjá Getreidgasse. Hann lyfti hendinni til kveðju og mig furðaði það, því að ég sá þar engan í nánd, seinna komst ég að því, hvers vegna hann heilsaði. Loks komum við að litlu gistihúsi, sem hét Golden Birn. Það stóð við Judengasse, og þar gengum við upp á loft, þar bjó Vasonji í stórum herbergjum, sem vissu út að Kapusinerberg. í stofunni stóð stór slagharpa á miðju gólfi, og á borði í stof- unni voru stórir hlaðar af nótnaheftum, þar stóð einnig skál með gulum og rauðum blómum. Það var eitthvað í andrúmslofti stofunnar, sem örvaði skap- gerð mína. Ég hafði líka sögu að segja, undarlega og örlaga- þrungna sögu, og ég fann, að ég mundi segja hana undandrátt- arlaust. Ég mundi ekki hlífa tilheyranda mínum, hann skyldi fá að fylgjast með, nauðugur, viljugur. Hann skyldi fá að hlusta á fleira en hljómkviður! Vasonji benti mér til sætis, smeygði sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.